Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 60
UMRÆÐAN 60 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í HAFNARFIRÐI eru nú yfir 500 börn á biðlista eftir leikskóla- plássi. Biðlistinn hefur lengst til muna á kjör- tímabilinu. Úrræða- leysi núverandi meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur verið algert gagnvart þessari grundvallar- þjónustu. Horft hefur verið framhjá þeim veruleika að foreldrar hafa í mjög auknum mæli sóst eftir heils- dagsdvöl barna sinna á leikskólunum. Þessu hefði þurft að mæta með miklu öflugri uppbyggingu leik- skólanna. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á það á kjörtímabilinu að mæta þessum auknu kröfum með því að setja þessi mál í forgang. Það eru hins vegar önnur mál sem hafa fang- að huga sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna þetta kjörtímabilið, svo sem eins og uppkaup mannvirkja á Norðurbakka, boranir þar og fyll- ingar fyrir fleiri hundruð milljónir. Fyrir þessar upphæðir má byggja nokkra leikskóla. Forgangsröðunin er skýr hjá Samfylkingunni. Hún snýr að fólkinu sem býr í okkar ágæta bæ og þjónustunni við það. Að skólunum, leikskólun- um, húsnæðismálum og félagsmálum almennt. Það er alveg skýrt að Samfylkingin mun ekki unna sér hvíldar fyrr en biðlistar við leik- skólana verða uppurn- ir. Í allra næstu framtíð lítur áælun um leik- skólabyggingar svona út: 1. Þegar í sumar verður hafin bygging fjögurra deilda leik- skóla við Haukahraun í stað Hraun- kots. Framkvæmdatími verði stutt- ur og börnum Hraunkots gefinn kostur á vist innan hverfis í bráða- birgðahúsnæði á byggingartíma í sátt við starfsfólk og foreldra. 2. Haldið verður áfram uppbygg- ingu leikskóla í Áslandi og á Völlum. 3. Leikskólarnir Hvammur og Smáralundur verða stækkaðir. Þetta eru skýr markmið okkar samfylkingarfólks. Hins vegar má benda á að engir leikskólar eru í byggingu í Hafnarfirði í dag. Að ofangreindu má sjá að stefna Samfylkingar er skýr þegar kemur að uppbyggingu leikskólanna. Að þessum verkefnum loknum verður hafist handa á ný, því stöðug uppbygging í leikskólamálum er nauðsynleg vegna aukinnar kröfu foreldra um heilsdagsvist. Þeirri þörf mun Samfylkingin mæta með sífelldri endurnýjun og nýbygging- um. Engir þessara leikskóla verða byggðir í einkaframkvæmd. Hafnar- fjarðarbær mun eiga þessa leikskóla. Við viljum vaka yfir velferð fólks og þörfum þess í góðu samstarfi við bæjarbúa. Samfylkingin veit hvað hún vill, hvað fólkið vill og efnir gefin fyrirheit. Biðlistar heyri sögunni til Jóna Dóra Karlsdóttir Hafnarfjörður Forgangsröðunin er skýr hjá Samfylking- unni, segir Jóna Dóra Karlsdóttir. Hún snýr að fólkinu sem býr í okkar ágæta bæ og þjónustunni við það. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. FRAMTÍÐARSÝN Reykjavíkurlistans miðar að því að skapa lifandi borg sem svarar nútímakröfum um blómlegt mannlíf. Sýna þarf stórhug. Hann birtist meðal annars í glæsilegu tónlistarhúsi í miðborginni. Ekki vegna þess að bygging- ar einar og sér séu töfralausn heldur vegna þess að það er mikil- vægt tákn um metnað- arfulla menningar- stefnu í miðborginni. Miðborgin á að vera samastaður allra Reyk- víkinga. Blómlegur veitingahúsa- rekstur, kraftmikið næturlíf og skemmtileg kaffihúsastemmning úti- loka alls ekki að miðborgin verði öfl- ugt verslunarsvæði og perla í frí- stundum fjölskyldufólks að degi til. Krydd í borgarlífið Borgaryfirvöld eiga ekki að draga af sér við að styðja skemmtilegar hugmyndir til að krydda borgarlífið. Mér finnst menningarnótt, nýafstaðin vetrarhátíð, Ljós í myrkri, og sólbaðs- ströndin í Nauthólsvík góð dæmi um verkefni sem vel hafa tekist. Og menning á alls staðar við. Götulista- menn má hvetja til að vera á kreiki á góðviðrisdögum í Reykjavík. Ljóð og myndir eiga heima í strætó. Listahá- tíð á að vera árleg en með nýju sniði. Gera má „Rokk í Reykjavík“ að ár- legri tónlistarhátíð í samvinnu við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu eða helga danstónlist eina nótt á ári. Í Nauthólsvík mætti fara að dæmi Ís- firðinga og halda sólskinskaffi einu sinni á ári. Lykilatriði er þó að við framkvæmd slíkra viðburða á Reykjavíkurborg ekki að reyna að draga vagninn ein síns liðs heldur fyrst og fremst styðja við framtak og frumkvæði einstaklinga, félagssam- taka og hópa sem hafa kraft til að setja skemmtilegan lit á um- hverfi sitt. Þetta er mið- borgin. Útivistarperlur Hinu má heldur ekki gleyma að stór hluti lífs- gæðanna við að búa í Reykjavík er hve skammt er í sannkallað- ar útivistarperlur í borginni sjálfri og nán- asta umhverfi hennar. Þessi náttúruparadís vegur án efa einna þyngst á metunum þeg- ar fjölmargir ákveða hvort Reykjavík sé borg þar sem þeir vilji búa og ala upp börn frekar en annars staðar í heiminum. Elliðaárdalurinn, Elliða- vatn, Heiðmörk, Hengilssvæðið, Blá- fjöll og Reykjanesið, þarf að hafa um þetta fleiri orð? Eins brýnt og það er að taka til hendinni í miðborginni held ég að gæta verði aðhaldssemi við að hrófla við náttúrunni á þessum svæð- um. Þar þarf öll uppbygging að stefna að því að veita aðgang að þessum perlum með eins litlu raski og nokk- urs er kostur. Reykjavík hefur aldrei haft upp á jafnmargt að bjóða. Með framtíðarsýn og dirfsku getur borg- arbragurinn orðið enn skemmtilegri. Reykjavíkurlist- inn vill skemmti- legan borgarbrag Dagur B. Eggertsson Reykjavík Reykjavík hefur aldrei haft upp á jafnmargt að bjóða, segir Dagur B. Eggertsson, og sókn- arfærin eru alls staðar. Höfundur er læknir og skipar 7. sæti Reykjavíkurlista. SVO virðist sem það séu bara tvær stórar blokkir í Reykjavík. Önnur þeirra stendur fyrir skuldir Reykja- víkurborgar en hin sýn- ir fram á hagnað þeirra fjárfestinga sem borgin hefur lagt út í. Báðar eru að sjálfsögðu kost- aðar af stóru framboð- unum tveimur sem berjast nú um völdin í Reykjavíkurborg. Hverju er verið að gleyma? Jú, það býr örugglega fólk í þessum blokkum, fólk sem byggir borgina, – ann- ars væri slagurinn enginn. F-listi frjálslyndra og óháðra er skipaður Reykvíkingum sem búa hér og starfa og vænta þess auðvitað að þeir sem ráða borginni hlusti á rödd þeirra. Áherslur okkar varða breytta for- gangsröðun. Sem dæmi má nefna bættan hag barnafjölskyldna, eflingu almenningssamgangna og stuðning við aldraða og öryrkja. Við höfum ekki áhuga á pólitísku framapoti eða hentistefnu stóru flokkanna, sem breyta um áherslur eftir því hvernig vindurinn blæs í hin- um og þessum skoðanakönnunum. F-listinn stendur fyrir heiðarleika, hreinskilni og réttlæti fyrir alla. Við völtum ekki yfir þá sem geta vart borið hönd fyrir höfuð sér og lofum þeim svo bót og betrun um leið og við þurfum atkvæði þeirra. Við látum ekki flokkapólitík stjórna því að þeir sem njóta ekki fullra réttinda í borginni séu látnir bíða. Við erum frjálslyndir og óháðir og látum því ekki stjórnast af hagsmuna- tengdum öflum, sem hafa alltof oft látið hinn almenna borgara í ann- að sæti, á eftir völdum og frama. F-listinn er málefnaframboð en ekki borgarstjórnar- framboð. Það þarf að færa völdin nær fólkinu í borginni í stað þess að láta þau fjarlægjast í loforðagjálfri stóru flokkanna. Þjónusta við borgarana skiptir meira máli en póli- tísk minnismerki og hagræðing til að þóknast þeim fáu með ítökin. F-list- inn er skipaður fólki úr öllum starfs- stéttum Reykvíkinga, konum og körl- um. Við vitum hvernig það er að lifa. Ég styð F-listann, af því að F-listinn styður fólkið. Frjálslyndir fyrir fólkið í borginni Guðlaug Á. Þorkelsdóttir Höfundur er húsmóðir og skipar 22. sæti F-listans í Reykjavík. Reykjavík F-listinn, segir Guðlaug Á. Þorkelsdóttir, stend- ur fyrir heiðarleika, hreinskilni og réttlæti. Á undanförnum ár- um og áratugum hafa verið unnin stórvirki í umhverfismálum í Hafnarfirði. Byggðar hafa verið skólpútrásir og á síðari árum hafa verið settir upp grenndargámar á nokkrum stöðum í bæn- um. Ennfremur hefur fegrunarframkvæmd- um verið sinnt af mikl- um metnaði undan- farna áratugi. Þrátt fyrir þetta eru þessar aðgerðir og framkvæmdir miklu frekar viðbrögð við áreiti hverju sinni, en að verið sé að fylgja skýrri markvissri stefnu eða áætlun. Þess vegna höfum við í Sam- fylkingingunni gert það að forgangs- máli í stefnuskránni sem við ætlum að framfylgja eftir kosningar, að mótuð verði skýr stefna í umhverf- ismálum. Það er þó ekki nóg að hafa skýra stefnu. Henni verður að fylgja áætlun um það hvenær og hvernig einstakir verkþættir verða fram- kvæmdir. Þátttaka bæjarbúa Í íbúðar- og atvinnuhverfum þar sem vel hefur tekist til við fegrun, þrifnað og umhverfi, byggist það æv- inlega á einu lykilatriði. Þátttöku íbú- anna. Við getum hins vegar ekki krafist þess af íbúum né fyrirtækjum að halda umhverfinu hreinu og fögru nema bæjarfélagið gangi á undan með góðu fordæmi. Þegar það er gert, getum við treyst því að fyrir- tæki og íbúar fylgi í kjölfarið. Við mótun umhverfisstefnunnar verður allt undir. Gert verður átak í að bæta umhverfi, þrifnað og fegrun í íbúðarhverfum, á atvinnusvæðum og í bæjarlandinu öllu. Grenndargámum verður fjölgað, auk þess sem sérstök áhersla verður lögð á bætta og betri þjónustu í sorphirðu- og endur- vinnslumálum. Eins og bæjarbúum er kunnugt, hefur þjónusta að því er varðar sorphirðu snarversnað á þessu kjörtímabili, á sama tíma og kostnaður hefur hækkað um tugi prósenta. Meðal þátta sem sérstaklega verða settir í forgang eru skipulegar fram- kvæmdir við gerð göngu- og hjól- reiðastíga í bæjarlandinu. Þeir verða síðan tengdir sístækk- andi stígakerfi höfuð- borgarsvæðisins. Enn- fremur verður hugað sérstaklega að því að bæta aðgang bæjarbúa að upplandi Hafnar- fjarðar, m.a. með stíga- gerð, kortlagningu og merkingum. Átak í að vernda fjörurnar Gera þarf sérstakt átak í að vernda nátt- úrulegar fjörur í bæjar- landinu. Þar þurfa að koma til varnir gegn mengun, ágangi fólks og náttúruafla. Þeir sem hafa fylgst með hraðri landeyðingu á Hvaleyr- inni gera sér t.d. grein fyrir því að verði ekkert að gert, heldur land þar áfram að eyðast. Hér þarf að grípa til aðgerða, en þess verður gætt að nátt- úru og fjöruborði verði raskað eins lítið og mögulegt er við þær fram- kvæmdir. Framkvæmdir við uppbyggingu skólpútrása verða settar í forgang. Þar er um að ræða brýnt umhverf- isverkefni, en ástandið í þessum málaflokki er langt frá því að vera ásættanlegt. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekari skólpmengun í Hvaleyrarlóninu. Jafnframt hyggst Samfylkingin láta skipuleggja um- hverfi lónsins sem íþrótta- og útivist- arsvæði. Þess verður þó gætt, að tek- ið verði fullt tillit til hins fjölbreytta og viðkvæma lífríkis sem er á svæð- inu. Skipulagsmál eru umhverfismál Það hvernig við skipuleggjum íbúa- og athafnasvæði hefur áhrif á umhverfið. Hagkvæmnissjónarmið ein mega ekki ráða för. Það verður að taka tillit til fagurfræðilegra þátta og tilfinningalegra. Við höfum of mörg dæmi um að vaðið hefur verið áfram í skipulagsmálum, þvert á slík rök og þvert á yfirlýstan vilja íbúa. Slíkt mál er í uppsiglingu á Norðurbakkanum, þ.e. ef bæjarbúar grípa ekki í taum- ana í komandi kosningum. Sum umhverfisslys er ekki hægt að bæta. Önnur er e.t.v. hægt að lag- færa. Það er til dæmis hægt að „end- urheimta Hamarinn“. Það felur í sér að svæðið á horni Suðurgötu og Lækjargötu verði endurskipulagt og Dvergshúsið verði rifið. Endurreisn miðbæjarins Mjög hefur verið þrengt að mið- bænum á undanförnum árum. Sam- fylkingin hyggst beita sér fyrir því að umhverfi og ásýnd miðbæjarins verði bætt og stuðlað verði að aukinni um- ferð bæjarbúa um miðbæjarsvæðið. Í þessum hugmyndum felst m.a. að byggt verði nýtt miðbæjartorg á Thorsplaninu, torg sem mun nýtast jafnt til útivistar og menningarvið- burða fyrir Hafnfirðinga á öllum aldri. Árið 2008 heldur Hafnarfjörður upp á 100 ára kaupstaðarafmæli. Mikilvægt er að undirbúningur verði hafinn í tíma. Liður í þeim undirbún- ingi á að vera átak í skráningu forn- minja, örnefna, búsetuminja og ann- ars sem hefur þýðingu fyrir sögu Hafnarfjarðar. Stöndum vörð um Hafnarfjörð Öll þau verkefni sem nefnd eru til sögu hér að framan eru tíunduð í stefnuskrá Samfylkingarinnar. Hvert um sig hafa þau mikla þýð- ingu, en það sem skiptir þó meira máli er að þau fela í sér heildstæða sýn um það hvernig við viljum að bærinn þróist á næstu árum og ára- tugum. Þess vegna eru stefnumótun- in og verkáætlunin höfuðatriði, þar sem unnið verður á forsendum sjálf- bærrar þróunar, umhverfisátaksins Staðardagskrár 21 og síðast en ekki síst – vilja og þátttöku bæjarbúa. Hafnarfjörður – hreinn og fagur Guðmundur Rúnar Árnason Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 5. sætið á lista Samfylking- arinnar í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Í hugmyndunum felst m.a., segir Guðmundur Rúnar Árnason, að byggt verði nýtt mið- bæjartorg á Thors- planinu, sem nýtist jafnt til útivistar og menning- arviðburða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.