Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 62

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 62
UMRÆÐAN 62 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það er Verslun Kringlunni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 77 90 05 /2 00 2 islandssimi.is að gefa gott GJAFADAGAR Í KR INGLUNNI 16 . - 18 . MAÍ Nokia 3310 13.990kr. með Kjarnaáskrift Frítt stofngjald! Þú hringir frítt í 4 með GSM Kjarnaáskrift Léttkaup 1.295 kr. á mánuði Heildarverð 15.540 kr. MEÐ þéttingu byggðar sparast veru- legir fjármunir. A-list- inn vill að þeim fjár- munum verði varið í skólasamfélagið, þjón- ustu sjúkra og aldraða. Borgin hefur á síðustu áratugum runnið eins og heitt hraun í ýmsar áttir (jafnvel upp í móti). Þessari banda- rísku úthverfastefnu fylgir gífurlegur kostn- aður sem annars mætti nýta til aukinnar vel- ferðar borgarbúa. Í þessari grein mun ég eingöngu fjalla um hvernig Höfuðborgarsamtökin líta á skólasamfélagið eins og það er í dag og hvernig við sjáum það fyrir okkur við þéttingu byggðar og þar með aukið ráðstöfunarfé borgarinnar. Skólasamfélagið Hlúa þarf að skólasamfélagi Reykvíkinga. Skólinn er ekki bara steinsteypa, fermetrar og heitar máltíðir eins og oft kemur fram í málflutningi R- og D-lista. Hann er fyrst og fremst vinnustaður barna og fullorðinna sem þar starfa. Vinnutíminn er oft langur fyrir yngstu börnin 6, 7 og 8 ára. Sá sparnaður sem verður við þéttingu byggðar getur nýst til dæmis þannig að annað foreldri skólabarns á þess- um aldri fengi að vinna 80% vinnu en myndi samt vera á 100% launum. Þá myndu foreldrar geta sótt börnin í skólann eða verið heima til að taka á móti þeim kl. 15 í stað 17 eins og nú er. Rétt eins og foreldrar fá fæðing- arorlof fyrstu mánuði nýs lífs þá er ekki síður mikilvægt að geta verið meira með börnunum þegar skóla- ganga hefst.  Með auknu ráðstöfunarfé borg- arinnar við þéttingu byggðar telur A-listinn að hægt væri að koma bet- ur til móts við börnin og foreldrana.  Þéttari byggð þýðir að minni tími fer í að ferðast til og frá skóla bæði fyrir börnin og foreldrana.  Þéttari byggð þýðir að skólar nýtast betur þar sem fleiri skólar eru í göngufæri frá íbúunum (samnýting og skil- virkni).  Þéttari byggð þýðir meira fé í skóla- starfið sem þá veitir starfsfólki og nemend- um aukið svigrúm. Börn með sérþarfir Í nýútkominni stefnuskrá fræðsluráðs Reykjavíkur stendur: „Meginleiðarljós er skóli án aðgreiningar, þ.e. skóli með þjónustu fyrir alla nemendur faltaða og ófatlaða.“ Hvernig ætla R- og D-listarnir að framkvæma þessa annars fallegu stefnu? Reyndar er þessari stefnu fylgt að mörgu leyti í dag. Mig langar samt að benda á ýmsa vankanta varðandi stöðuna eins og hún er núna og eins og hún blasir við kennurum og nem- endum hvort sem nemendurnir eru með sérþarfir eða ekki. Foreldrar barns sem hefur „sér- þarfir“ ráða hvar barnið sækir skóla. Ef þau vilja ekki að barnið fari í sér- skóla þá fer það í heimaskóla. Nem- andinn fer þá í venjulegan bekk þar sem e.t.v. eru 25 misvel staddir nem- endur fyrir. Helst þyrfti skólinn þá að ráða atferlisþjálfa ef nemandinn er t.d. einhverfur, þroskaþjálfa ef nemandinn er þroskaheftur eða táknmálstúlk ef nemandinn er heyrnardaufur eða heyrnarlaus, svo eitthvað sé nefnt. Ekki fæst þó greiðsla fyrir slíkan starfskraft nema nemandinn sé kominn með ákveðna greiningu, annaðhvort frá Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins eða Bugl, Barna- og unglingageðdeild. Á báðum þess- um stofnunum eru gífurlega langir biðlistar, og það getur tekið allt að tvö ár að fá greiningu fyrir barnið. Á meðan kemur engin aukagreiðsla til skólans handa viðbótar starfskrafti. Sérkennslukvóti hvers skóla ræðst af nemendafjölda. Þessi kvóti gerir aðeins kleift að sinna allra þyngstu tilfellunum. Þá er það for- gangsröðin sem ræður og margir sem þurfa takmarkaða sérkennslu eins og t.d. þeir sem eiga við lestr- ar-, ritunar- og stærðfræðiörðug- leika að stríða, nýbúar sem kunna ekki íslensku, vel greindir nemend- ur og meðalnemandinn sitja á hak- anum. Sá raunveruleiki sem blasir við mörgum kennurum og nemendum er óviðunandi. Eins og segir í grunn- skólalögunum þá á að „veita hverj- um nemanda kennslu við sitt hæfi“. Hvernig á það að vera mögulegt fyr- ir kennara að framkvæma þetta þegar í einum og sama bekk eru kannski tveir ofvirkir nemendur, einn kannski misþroska og annar með veruleg hegðunarvandkvæði? Þetta skapar mjög mikið vinnuálag á kennarann og kemur niður á öllum nemendum. Allir verða taparar og kennarinn örmagna! Ég get ekki séð að þessi nýja stefnuská nefni það sérstaklega að aukafjármunir komi strax inn í skólann með nemanda með sérþarfir. Hvað er til ráða? Það eru ekki litlar fjárhæðir sem koma til með að sparast við þéttingu byggðar. Þessa fjármuni viljum við hjá A-listanum, Höfuðborgarsam- tökunum, nota m.a. til að fækka verulega nemendum í bekkjardeild- um eða hafa fleiri kennara í hverjum bekk. Ég vil að lokum leyfa mér að benda lesendum á að kynna sér stefnuskrá Höfuðborgarsamtak- anna. Slóðin er www.xa.is Þétting byggðar – aukið fé til skólasamfélagsins Dóra Pálsdóttir Reykjavík Það eru ekki litlar fjárhæðir, segir Dóra Pálsdóttir, sem koma til með að sparast við þéttingu byggðar. Höfundur skipar 4. sæti á lista Höfuðborgarsamtakanna. Sjálfstæðismenn í Reykjavík undir for- ystu Björns Bjarna- sonar hafa teflt Kópa- vogi gegn Reykjavík í kosningabaráttunni. Þetta er gert í tvenn- um tilgangi. Annars vegar að halda því fram að Reykjavík sé verr stjórnað og hafi misst forystuhlutverk í lóða- og atvinnuupp- byggingu til Kópa- vogs. Hins vegar að lyfta Kópavogi þar sem sjálfstæðismenn bera uppi meirihlut- ann. Með þessu er rekinn ósvífinn pólitískur áróður. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hef- ur valið þá einföldu leið að úthluta hratt öllum fyrirliggjandi lóðum í bæjarlandinu. Athyglin hefur hins vegar beinst að atvinnuuppbygg- ingunni í Smáranum. Látið er í veðri vaka að Smárasvæðið hafi orðið til fyrir tilvist Gunnars Birg- issonar meðan stjórnendur í Reykjavík hafi setið með hendur í skauti. Þetta er algjör fjarstæða. Þótt barn hefði stjórnað Staðreyndin er sú að í tvo ára- tugi hefur það legið fyrir að í fyll- ingu tímans, þegar aðstæður á höf- uðborgarsvæðinu, uppbygging og vega- kerfi gerðu það tíma- bært, yrði Smárinn eftirsóknarverðasta verslunar- og athafna- svæði höfuðborgar- svæðisins sökum legu sinnar. Strax um 1980 horfðu menn til þess að þarna lægi miðja höfuðborgarsvæðisins og allar götur síðan hefur öll skipulags- vinna í Kópavogi tekið mið af þeirri stað- reynd. Þótt barn hefði stjórnað í Kópavogi hefði uppbyggingin orðið í Smáranum núna. Hin marg- umtalaða fylling tímans var orðin að veruleika hvort sem Sjálfstæð- isflokkur væri við stjórnvölinn eð- ur ei. Skuldasúpa í Kópavogi og Hafnarfirði Fljótlega var togað í nýjan streng í áróðrinum um Reykjavík- urborg. Heilsíðuauglýsingar bera okkur óvæginn áróður um meinta skuldasöfnun borgarinnar og ekk- ert er gert með skýr svör borg- arstjóra eða eftirsóknarverða ein- kunnagjöf sem ráðamenn í Reykjavík hafa hlotið fyrir fjár- málastjórn. En nú ber svo við að Kópavogur er ekki nefndur til samanburðar. Hvað þá Hafnar- fjörður eða önnur sveitarfélög sem safnað hafa óhóflegum skuldum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í nýjasta blaði Samfylkingarinnar í Kópavogi er vísað til upplýsinga sem fram komu nýverið á Mbl.is. Þar kemur fram að skuldir á hvern íbúa í Kópavogi í árslok 2000 voru liðlega 80% hærri en í Reykjavík og í Hafnarfirði eru skuldir á hvern íbúa þrefalt meiri en á hvern Reykvíking. Skuldasúpan er í Kópavogi og Hafnarfirði en um það þegja sjálfstæðismenn þunnu hljóði. Þetta þarf fólk að vita. Því það er mikilvægt í kosningum að hafa það á hreinu í hverju forystu- hlutverk felst. Kópavogi er teflt gegn Reykjavík Rannveig Guðmundsdóttir Skuldir Skuldasúpan er í Kópavogi og Hafn- arfirði, segir Rannveig Guðmundsdóttir, en um það þegja sjálfstæðis- menn þunnu hljóði. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.