Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 68

Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 68
HESTAR 68 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝJAR víddir eru að myndast í mótahaldi með tilkomu styrkleika- flokkanna og í framhaldinu opnun mótanna. Líklega hafa aldrei verið haldin jafnmörg hestamót og sýn- ingar og þetta árið og aldrei jafn- mikið um opin mót. Eðlilega hefur gætt mikillar tregðu við að opna mótin því menn vilja ekki skerða möguleika félaga sinna á verðlaun- um. Með öðrum orðum að fé- lagsmenn geti keppt í vernduðu um- hverfi. En nú þegar nokkur félög hafa opnað flóðgáttir sínar kemur í ljós tiltölulega lítið af utanfélags- mönnum mæta til leiks. Þegar til dæmis öll félögin á höfuðborgar- svæðinu og jafnvel víðar hafa opnað mót sín má reikna með skemmti- legra keppnisumhverfi en verið hef- ur. Í framhaldinu gera ýmsir því skóna að bæta megi við keppnis- flokkum þannig að sem flestir finni styrleikaflokk við hæfi og getu. Þátttaka hjá Herði um helgina var heldur lakari en verið hefur oft áður en þokkaleg eigi að síður. Ekki varð þó vart óánægju með að mótið væri opið. Keppnin var spennandi í mörgum greinum og greinilegt að breiddin innan félagsins er að aukast. Númi frá Miðsitju hlaut nýlega 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og að sjálf- sögðu kom ekkert annað en sigur til greina hjá Sigurði Sigurðarsyni í tölti meistara. Morgunblaðið/Vakri Sigurinn var öruggur hjá Kristjáni Magnússyni og Hlökk frá Meiri- Tungu í fjórgangi annars flokks. Keppinautarnir eru frá vinstri Bettina og Blesi, Diljá og Prins, Brynhildur og Álmur og Ari og Adam. Keppnin í fimmgangi meistara var spennandi en lyktir urðu þær að Friðdóra Friðriksdóttir hafði sigur á Þresti frá Blesastöðum. Opnun móta að sanna sig? Opin mót virðast vera það sem koma skal. Geysir í Rangárvallasýslu reið á vaðið með að opna sín íþróttamót og Fákur fylgdi í kjölfarið og nú síðast Hörður í Kjósar- sýslu. Valdimar Kristinsson fjallar hér áfram um mót helgarinnar. Opið íþróttamót Harðar haldið á Varmárbökkum Meistaraflokkur Tölt 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Núma frá Miðsitju, 7,03/7,83 2. Birgitta Magnúsdóttir, Herði, á Óðni frá Köldukinn, 7,10/7,65 3. Barbara Meyer, Herði, á Streng frá Hrafnkelsstöðum, 6,47/7,18 4. Elías Þórhallsson, Herði, á Breka frá Syðra-Skörðugili, 6,17/7,07 5. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, á Ými frá Feti, 6,40/6,78 Fjórgangur 1. Birgitta Magnúsdóttir, Herði, á Óðni frá Köldukinn, 7,10/7,28 2. Friðdóra Friðriksdóttir, Herði, á Mekki frá Stokkseyri, 6,90/7,05 3. Barbara Meyer, Herði, á Streng frá Hrafnkelsstöðum, 6,53/6,94 4. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, á Ými frá Feti, 6,47/6,49 5. Þorvarður Friðbjörnsson, Herði, á Krapa frá Kaldbak, 6,10/6,44 Fimmgangur 1. Friðdóra Friðriksdóttir, Herði, á Þresti frá Blesastöðum, 6,10/6,94 2. Súsanna Ólafsdóttir; Herði, á Garpi frá Torfastöðum, 6,27/6,73 3. Þorvarður Friðbjörnsson, Herði, á Dropa frá Dalbæ, 5,87/6,71 4. Lúther Guðmundsson, Herði, á Von frá Neðsta-Bæ, 6,03/6,63 5. Sölvi Sigurðarson, Herði, á Fannari frá Keldudal, 5,87/6,44 Stigahæsti knapinn: Þorvarður Frið- björnsson, 170 stig Íslensk tvíkeppni: Birgitta Magnús- dóttir, 139 stig Skeiðtvíkeppni: Sölvi Sigurðarson, 138 stig Fyrsti flokkur Tölt 1. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, á Hreimi frá Álftárósi, 6,77/7,65 Úrslit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.