Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 75
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 75
mars, nutum þar hlýrrar veðráttu,
útivistar, og notalegrar samveru sem
aldrei mun gleymast. Eitt sinn þegar
við vorum þar fórum við í kirkju. Þá
lagði predikarinn áherslu á boðskap
Biblíunnar um gleðina, gleði þess að
tilheyra Guði og eiga fyrirheit sonar
hans. Trúaráhugi var eitt af mörgu
sem sameinaði okkur og við minnt-
umst þess oft hvað við vorum snortin
af þessari athöfn, einkum áherslu á
gleðina í kristinni trú. Hvað sem á
dyndi ættum við athvarf og skjól. Í
mótlæti og sorg gætum við glaðst
vegna þeirra hamingjustunda sem
okkur höfðu verið gefnar og fyrir-
heita trúarinnar um framtíðina. Þessi
stund var okkur ómetanleg vegna
þess hve óvenjulega skýrt prédikar-
anum tókst að koma til skila að gleði-
boðskapur væri við allar aðstæður
kjarni kristinnar trúar.
Mikil forréttindi voru að kynnast
Þorgerði. Hún var mikill persónu-
leiki, glæsileg, greind og afskaplega
vönduð á allan hátt. Hún stundaði list-
nám og var listmálari. Sérstök upp-
lifun var að fara með henni á mál-
verka- og listsýningar og njóta
þekkingar hennar. Smekkvísi hennar
var einstök og bar heimili þeirra
Hjartar vott um það. Hún hafði
ánægju af að taka á móti gestum og
þurfti ærið oft að leggja sig fram á því
sviði, einkum fyrr á árum á Akureyri
vegna starfa Hjartar. Umfram allt
var hún þó hlý móðir og amma, trú-
verðug í einu og öllu sem hún tók sér
fyrir hendur.
Við viljum kveðja Deddu okkar
með því að segja:
Hver gat verið hlýrri,
hver gat verið glettnari í augum
hver gat brosað kankvíslegar,
hver gat verið huglúf
og eins og drottning í senn?
Nú ertu frjáls,
nú getur þú málað
myndirnar þínar í skýin,
myndir á vesturhimininn
með kvöldsólinni við jökulinn
og minnt okkur á
að Guð er þar ofar
og að við erum öll
á ferð til
hans
og til þín.
Rúna og Lárus.
Þorgerður vinkona okkar er dáin.
Það sem sameinaði okkur var nám í
listasögu hjá Birni Th. við Háskóla Ís-
lands. Allar minnumst við þess, þegar
Þorgerður birtist í fyrsta tíma, glæsi-
leg og virðuleg í fasi. Eftir að námi
lauk héldum við hópinn og höfum hist
í hverjum mánuði síðastliðin tólf ár.
Við höfum setið á öllum kaffihúsum
borgarinnar, heimsótt listasöfn og
gallerí, talað um listina, lífið og allt
milli himins og jarðar. Við höfum
heimsótt hver aðra, átt yndislegar
stundir saman og hlökkum alltaf jafn
mikið til að hittast. Stórt skarð er nú
höggvið í litla hópinn okkar, er við
kveðjum góða vinkonu.
Þorgerður var listræn, en henni
nægði ekki að lesa um listamenn og
listastefnur, heldur nýtti hún hæfi-
leika sína til listsköpunar og ber
heimili hennar vott um það. Það er
gott að hafa kynnst Þorgerði, hún
hafði góða nærveru. Við munum
sakna hennar og erum þakklátar fyrir
allt það góða sem hún gaf af sér til
okkar.
Við sendum Hirti og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Listasöguhópurinn
Guðrún M., Guðrún Y.,
Ragnheiður, Soffía,
Steinunn og Unnur.
Ég kynntist Deddu þegar ég flutti
til Akureyrar fyrir tuttugu og fimm
árum. Hún hafði áhrif á líf mitt á
marga vegu og varð mér fyrirmynd
um margt. En er hægt að lýsa henni?
Hvar á að byrja og er hægt að enda?
Dedda var fíngerð, falleg, einatt vel til
höfð, hljóðlát, hæversk en kímnigáfan
á réttum stað. Hún umgekkst eigin-
mann og börn á svo fallegan hátt að
eftir var tekið. Hún var einstök heim
að sækja. Allt lék í höndum hennar,
hvort sem það voru stórveislur eða
bara kaffispjall við eldhúsborðið. Allt
var reitt fram af höfðingsskap, ná-
kvæmni og virðingu fyrir öllu í kring-
um hana. Hún var einstaklega listræn
og bar heimili þeirra Hjartar þess
merki í hvívetna.
En Dedda stöðvaðist aldrei við það
eitt að vera. Hún gerði! Þegar hægj-
ast tók um heimafyrir settist hún á
skólabekk í Myndlistarskóla Akur-
eyrar og heyrt hefi ég að fáir hafi þar
sýnt viðlíka hæfileika í meðferð lita og
hún gerði. Þegar þau Hjörtur fluttu
suður yfir heiðar, til Reykjavíkur,
innritaðist hún í Háskóla Íslands, í
listasögu. Þegar ég flutti suður hvatti
hún mig til að gera slíkt hið sama og
varð þar með hvatinn að því að ég hóf
háskólanám. Í listasögunni myndaði
hún kjarna í tveimur hópum sem
unnu saman að verkefnum og héldu
síðan áfram að hittast eftir að lista-
sögunáminu lauk. Þar, sem annars
staðar, verður hennar sárt saknað.
Ég vil þakka henni vináttu og fyr-
irmynd til margra ára. Ættingjum og
ástvinum sendum við hjón og börn
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður Svana Pétursdóttir.
Kveðja frá Inner Wheel
Akureyri
Með hlýhug og virðingu minnumst
við Þorgerðar Árnadóttur, fyrsta for-
seta okkar í Inner Wheel Akureyri.
Hún var ætíð dyggur félagi og allt
sem hún gaf okkur skilur eftir þakk-
læti. Það sem einkenndi Þorgerði
öðru fremur var hlýja og góðvild. Hún
var greind kona og listræn og lauk
m.a. námi við Myndlistaskólann á Ak-
ureyri.
Hér ætlum við að grípa niður í
fyrstu fundargerð klúbbsins frá 7.
október 1975 en þar er eftirfarandi
bókað: „Þar næst hófst formleg stofn-
un Inner Wheel Akureyri. Þorgerður
Árnadóttir tók á móti skírteini upp á
að Inner Wheel Akureyri sé orðinn
hluti af International Inner Wheel.
Fundarkonur risu úr sætum og fögn-
uðu með lófaklappi. Ingibjörg Guð-
mundsdóttir færði klúbbnum kerta-
stjaka að gjöf, kveikti á kerti til
merkis um að ný stjarna væri tendruð
á himni Inner Wheel.“ Og enn í dag,
27 árum seinna, er þessi kertastjaki
notaður á fundum og enn skín stjarn-
an okkar.
Á 25 ára afmæli klúbbsins gerðum
við okkur dagamun og héldum veislu.
Þorgerður og Hjörtur ásamt fjórum
konum sem voru í fyrstu stjórn
klúbbsins heiðruðu okkur með nær-
veru sinni. Þau búa öll í Reykjavík en
lögðu á sig langa ferð til að gleðjast
með okkur. Þetta er að auka sanna
vináttu og efla mannleg samskipti
eins og markmið okkar í Inner Wheel
eru.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Ófeigsdóttir.)
Nú við leiðarlok þökkum við ára-
langa tryggð og vottum Hirti og börn-
ununm okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Þorgerðar
Árnadóttur.
% &
(
7(7( 1")" !!D<
'
"
+ ,
,
5 **$
' "C@! /0!!
4 20 /0!!
C@! 20
$ !2 20
' " 20 /0!! //. !
+""+3+""+""+3#
% &
-.7('(
="+"" E
2",
1
,
5 **$
60=*0 4!) /0!!
13=*0 /0!!
F=*0 =+23. $ ! /0!!
9 8 60 /0!!
'",
*/
0 "62360 /0!!
/F
""F /0!!#
% &
(
:
%7(1
.
" *
!G
$)",
' ,&
1 0
-
"
6
!
" #$$
4.#(") /0!!
(*":"4
7#4":"4
/" */ /0!!
("):#:"4 0+231*" /0!!
":"4 .* "70 /0!!
+""+3#
2
6
.'(
1)
'
7
8
1
7 #$$
-
, , " " ! "
6"/ " (") "
6" " ," " #
% &
&
F.7( ' 1 0
9
3
+ ,
!
" 20
20 /0!! 1"
)/ ! !"#
Sú hefur verið venja
mín að minnast skóla-
félaga minna við leiðar-
lok hins jarðneska lífs.
Stutt er að verða á milli
andláta þess fólks, sem með mér hef-
ur stundað nám á liðini öld. Vegtyllur
og virðingarstöður hafa lítið að segja,
þegar dauðinn er annars vegar. En
vel unnið starf, hvar sem því hefur
verið sinnt, ber launin í sjálfu sér og
ávaxtast í niðjum okkar og fleirum.
Sú er einnig raunin um konu þá, sem
ég minnist hér með nokkrum orðum.
Hún var bæði skólakennari og móðir
mætra sona og dætra. Hún skilur því
mikið eftir hérna megin grafar.
Sigrún Guðbrandsdóttir var fædd
fyrir 90 árum, 13. júlí 1912, dóttir séra
Guðbrands Björnssonar Jónssonar
frá Miklabæ og Önnu Sigurðardóttur,
konu hans. Sigrún lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Íslands vorið 1932,
tæplega tvítug að aldri. Stundaði síð-
an kennslu um nokkurra ára skeið,
SIGRÚN
GUÐBRANDSDÓTTIR
✝ Sigrún Guð-brandsdóttir
fæddist í Viðvík í
Skagafirði 13. júlí
1912. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 27. mars síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Langholtskirkju 5.
apríl.
þar til hlé varð á um
árabil, meðan á barn-
eignatímabili stóð. Hún
giftist menntamanni,
Ármanni Halldórssyni
magister, bróður dr.
Halldórs prófessors.
Ármann lést aðeins
hálf-fimmtugur og stóð
þá Sigrún uppi með
barnahóp: tvo syni og
þrjár dætur, öll innan
fermingaraldurs. Eftir
lát manns sína kenndi
hún í tæp þrjátíu ár og
var komin yfir sjötugt
við starfslok. Má það
teljast meiriháttar vinnugleði, þegar
kennarar hætta flestir störfum á 95
ára reglunni.
Sigrún var sífellt að mennta sig í
starfinu, og skólaárið 1969–70 fékk
hún orlof og stundaði nám í dönsku
sem aðalgrein, en ensku og þjóð-
félagsfræði sem aukagreinum, við
Kennaraskóla Íslands. Að því námi
loknu var hún orðin sérkennari í
dönsku við grunnskóla, eins og við
hin, sjö að tölu, sem nám stunduðum
þennan stutta en skemmtilega vetur.
Það var einmitt þá, sem ég kynntist
Sigrúnu. Hún var elst af okkur að ár-
um, en ekki fundum við það. Hún var
jafn áhugasöm við námið og hún ætti
allt lífið fram undan.
Þegar liðin voru 25 ár frá náms-
lokum orlofsárs okkar, vorið 1995,
komum við saman í Skrúð á Hótel
Sögu og neyttum málsverðar. Myndir
voru teknar og ræðst við. Þarna
mættum við sjö að tölu, en einn vant-
aði. Ég flutti brag, sem viðstaddir
fengu í hendur, þar sem minnst var
lífshlaups hvers og eins. Eftir fundinn
á Sögu var haldið til heimilis míns,
þarna í grenndinni, og ræðst við og
minnst fornra stunda. Síðan þetta var
hafa tvö fallið fyrir sigð dauðans: Sig-
rún, sem hér er minnst, og Angantýr
Hjörvar Hjálmarsson (1919–1998).
Þeirra minnist ég með þökkum fyrir
samveru og samstarf. Hætt erum við
hin störfum, nema ein kona, sem var
talsvert yngri en við, er orlof hlutum.
Oft er löngum tíma og mikilli vinnu og
fjármunum varið í nám, sem gefur í
mesta lagi fjörutíu ára starfstíma.
Einn góðan veðurdag er allt búið:
starfsævin á enda. Þá er gott og gam-
an að eiga minningar um nám og fé-
laga frá æskuárum og jafnvel síðar.
Það tekur enginn frá okkur, þó að
starfsævin sé á enda kljáð.
Sigrún var kvödd frá Langholts-
kirkju föstudaginn 5. apríl 2002. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson flutti minn-
ingarræðuna og jarðsöng. Jensína
Björnsdóttir, móðir séra Ragnars, og
sr. Guðbrandur, faðir Sigrúnar, voru
systkin, börn séra Björns Jónssonar á
Miklabæ. Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
óperusöngkona, söng einsöng og
kirkjukórinn, undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar, söng. Kirkjugestir kvöddu
mæta konu, sem skilað hafði góðu
ævistarfi. Ég er einn af orlofsfélög-
um, sem minnist hennar við leiðarlok-
in. Fari hún í friði, friður guðs hana
blessi.
Auðunn Bragi Sveinsson.