Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 76

Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 76
MINNINGAR 76 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bernharð Hjart-arson fæddist í Snartartungu í Bitrufirði á Strönd- um hinn 10. maí 1932. Hann lést í Þýskalandi hinn 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arndís Jónasdóttir, f. 19. maí 1904, d. 30. desember 1947, og Hjörtur Sturlaugs- son, f. 7. apríl 1905, d. 30. júlí 1985. Bern- harð átti þrjú al- systkini. Þau eru: Sverrir, f. 16. maí 1931; Anna, f. 26. maí 1935, d. 8. febrúar 1995; og Hjördís, f. 12. maí 1939. Hjörtur kvæntist Guðrúnu Guðmundsdótt- ir 1950 og eignaðist með henni þrjú börn, þau Arndísi, f. 16. nóv. 1950, Einar, f. 18. maí 1953, og Guðbjörgu, f. 29. mars 1955. Guð- rún var ekkja þegar hún giftist Hirti og átti hún þrjá syni, Svavar, Kristján og Guðmund. eiga þau tvö börn, Mónu Charlotte, f. 14. nóv. 1981, gift Hans Petter og eiga þau soninn Alexander, f. 3. des. 1999, og Stefan, f. 12. júlí 1984. 4) Guðrún Brynja, f. 10.10. 1960, búsett í Borgarnesi, börn hennar eru Sturlaugur Arnar, f. 1. júlí 1982, Hákon Hjörtur, f. 14. maí 1985, og Unnar Örn, f. 13. júní 1986. Bernharð lærði búfræði á Hól- um í Hjaltadal árin 1949 til 1951 og fór síðan til Noregs í framhalds- nám í svína- og alifuglarækt. Svínabú rak hann um skeið á Hafrafelli við Ísafjörð ásamt því að starfa sem lögreglumaður og leigubílstjóri. Bernharð flutti ásamt fjölskyldu frá Ísafirði 1966 til Hafnarfjarðar og stundaði hann vinnu við leigu- bílaakstur um hríð ásamt öðrum akstri. Um tíma bjó hann í Búð- ardal og stundaði byggingarvinnu og á Blönduósi vann hann við akst- ur fyrir Krúttbakarí. Búskap stundaði hann á Fremribakka í Langadal um árabil þar til hann fór að ferðast um Evrópu. Lengst af bjó hann í Þýskalandi frá 1990, þar sem hann andaðist. Útför Bernharðs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Árið 1955 giftist Bernharð Guðrúnu Jensdóttir, f. 10. ágúst.1937. Þau slitu samvistum 1970 og þeirra börn eru: 1) Arndís, f. 9. maí 1955, búsett í Hafnarfirði, sambýlismaður Bjarni Baldursson, f. 14. febrúar 1957. Börn hennar Stefán Már, f. 2. ágúst 1974, kvænt- ur Halldóru Patrisu Kristófersdóttur, Bernharður Filip, f. 27. ágúst 1978, og Guðrún, f. 21. mars 1980. 2) Jens Karl, f. 6. ágúst 1956, búsettur í Reykjavík, eiginkona hans er Svanhildur Jensdóttir, f: 25. nóv. 1958, og eiga þau tvo syni, Þránd, f: 12.9. 1977, unnusta hans er Vala Hermannsdóttir, og Ragnar f. 11. mars 1987. 3) Sturlaugur, f. 28. des. 1957, búsettur í Noregi, eig- inkona hans er Aníta Dalseth Bernharðsson, f. 28. apríl 1963, og Bernharð Hjartarson, gamall vin- ur og skólafélagi, er látinn. Hann varð bráðkvaddur við vinnu sína í Þýskalandi, en þar hafði hann dvalið undanfarna vetur við störf á ávaxtabúgarði. Með fyrstu ferð Norrænu að vori til hafði hann komið heim og dvalið í húsi sínu á Stokkseyri, en fór svo með síðustu ferð á haustin út aftur. Hann hafði samið sig að háttum far- fuglanna og líkaði það vel. Hann Benni, eins og hann var æv- inlega kallaður, hafði sérgáfu, hann virtist sjá fyrir ýmsa hluti. Þegar hann kvaddi okkur hjónin sl. haust sagði hann: „Ég held að ég komi ekki aftur, þú stingur kannske niður penna og skrifar eitthvað um mig í Moggann, en það má ekki vera mik- ið.“ Þegar fjölskylda Benna flutti frá Hanhóli í Bolungarvík til Hafrafells í Skutulsfirði í nágrenni við Kirkjuból, æskuheimili mitt, sá ég þennan fjör- mikla og þrekna strák í fyrsta skipti. Hann var afskaplega sterkur og fast- ur fyrir, glaður og hláturmildur. Það var gott að eiga hann fyrir vin. Við krakkarnir í sveitinni gengum í fámennan barnaskóla út á Holtum, sem kallað var, þar var aðeins einn kennari sem kenndi okkur allt, einnig leikfimi og handavinnu. Allir fóru gangandi í skólann í hvernig veðri sem var. Þarna var samheldinn hóp- ur barna sem mat hvert annað að verðleikum. Eftir að bernskunni lauk og alvar- an tók við varð stundum langt á milli vina. Benni fór á búnaðarskóla og síðan til framhaldsnáms í Noregi. Eftir það gifti hann sig, byggði hús á Ísafirði og eignaðist börn. Þótt stundum yrði langt á milli okkar vegna búsetu slitnuðu vináttu- böndin aldrei og þegar við hittumst var hamingjan yfir endurfundunum alltaf sú sama. Hann Benni var mikill heimsborgari. Eftir að þau hjónin skildu, dvaldi hann gjarnan tíma og tíma erlendis auk þess sem hann vann við ýmis störf hér heima. Þegar við hittumst á góðri stundu var mikið spjallað um ýmis mál. Benni hafði óviðjafnanlega frásagn- arhæfileika. Harma ég að hafa ekki tekið upp á band sumar af sögum hans sem slógu öllu við sem maður hafði áður heyrt. Inn á milli hló hann svo innilega á sinn sérstæða hátt að slíkt gleymist ekki. Já, það má ylja sér lengi við minningarnar um þennan sérstæða mann. Fyrir um tveimur mánuðum hringdi hann í mig frá Þýskalandi og sagðist vera í smá helgarreisu sér til skemmtunar. Sagði hann mér þá að þetta yrði í síðasta sinn sem hann færi utan til vinnu, sagðist vera orð- inn þreyttur og ekki nógu hraustur til að standa í þessu. Sagðist ætla að halda venju sinni og koma heim með fyrstu ferð Norrænu. Áður en að því kom fór þessi ágæti félagi og vinur í sína hinstu ferð. Táknrænt fyrir Bernharð Hjartar- son að vakna til vinnu síðasta morg- uninn, albúinn að takast á við daginn. Aðstandendum votta ég samúð mína og kveð gamlan og góðan vin minn með virðingu og þökk. Ólafur Tr. Ólafsson. BERNHARÐ HJARTARSON  &  $ 7?.-9 $  !* 2", ,>E 1")")  ' )     /      :  + ,    9    ,  5   3$$   F/  !#             1.-  .-- :''(   !* 10*" DE 2",     1 0  9         3  + ,    ;)    ,   5   **$  */=#?   :!! ! :"@!1#?  /0!! .20)C  81#?   ? !"- -2"?  /0!!  +""+3+""+""+"# -            8-  :  )   !4A 1,"** !""  ' /)) 9   ,  $        9    ,   5   #$$ ;     !   !                     / 1"3,"/0!! !!*C3,"  $ !+23" /0!! +236/3,"/0!! . ,"/'"     ")"+3"")"+3# <  !      4  )        ) ,    (     ,     ,         1$7(1    )1")# " = /0!!  1 /0!! +231 /0!! F 1*"  61  F20" "/0!! 123!1  "1  6/!" 20 /0!! 23)1 /0!! 70"!"!  1""/1  1""74  /0!! 62"    B-4 ,  /0!! +""+3 +""+""+3 """")"+3# <  !      4  )  4                1 --'(   ")  ',!G : ) +# /'  !    !   )        /    4?  /0!! 6231"/0 /0!! 6"  11"/0  1,"** !""# % &               1 --'( 6 7('(  !*  '"!4;H $0 ",       9  ,   5   $*$ $ !2$ !2   4$ !2 /0!! 6/!+23  $ !2$ !2  .)"= ! /0!! -2"$ !2 /0!! $2"!"1#( "  +""+3# ;  !   !   4   4   0           ,        7 $ 69= :('(  @!!,< 2", #   2* /0!!  */ =*0 # ' ($   )$3*+  "/"    1 0   9     "5 0 + ,      ! ,   $  = !,   ,  4   )     4       ) ,       !"//# Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.