Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 88

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 88
Fyrri tíma Dave Hill. boltavöllum, á krám og meira að segja af samtíma svölum rokkurum eins og Oasis. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að leggja nokkrar spurningar fyrir Dave „Superyob“ Hill, gítar- leikara sveitarinnar. Hill var hinn allra hressasti, hló stanslaust að sjálfum sér og öðrum og var hinn þekkilegasti viðmælandi. Yfir til þín Dave: „Við erum heppnir að því leytinu til að tónlist okkar virðist vera sígild, eins langt og það nær í rokkheim- um,“ segir Dave og hlær hneggjandi hlátri. Greinarhöfundur leitaði sér GLYSROKKIÐ er eitt afótal þekktum afbrigðumhins sígilda forms, rokk ogróls, sem Bill Haley kynnti með glans árið 1954 („One- two-three o’clock, four o’clock ROCK!“). Þegar Bítlarnir tóku sér blund við niðurlag sjöunda áratugar- ins kom fljótlega í ljós viss söknuður eftir kæruleysinu sem kom rokkinu af stað í árdaga; söknuður eftir meira stuði og meiri látum. Fyrstur manna til að helga sig þessari kraumandi þörf fyrir svita og sýndarmennsku var Marc Bolan og árin 1971 til 1975 lifði glysið hvað bestu lífi. Þeir nákvæmustu skipta glysinu svo niður í tvennt: „listræna/ alvarlega hliðin“ sem leidd var af Roxy Music, David Bowie og áþekk- um listamönnum og síðan „stuðhlið- in“, sem einkenndist af mönnum eins og Gary Glitter, Sweet og svo að sjálfsögðu Slade. Það mætti segja að Slade sé eitt algerasta kráarband sem nokkru sinni hefur komið fram. Fyrir það fyrsta voru meðlimir kirfilega niðri á jörðinni (þrátt fyrir að klæðnaðurinn gæfi annað til kynna), grínaktugir gaurar; náungarnir við hliðina; hinir dæmigerðu, bresku strákar. Í annan stað sömdu þeir sígild „syngja með“- lög, eins og „Cum on Feel the Noize“, „Mama Weer All Crazee Now“ að ógleymdu jólalaginu góðkunna „Merry Xmas Everybody“. Lög sem eru enn þann dag í dag kyrjuð á fót- upplýsinga á netheimum fyrir þessi skrif eins og algengt er í fjölmiðla- heimi samtímans, og það kom honum nokkuð á óvart hversu vinsælir Slade eru, enn þann daginn í dag. Fjöldinn allur af aðdáendaklúbbum í Austur- Evrópu og Suður-Ameríku ber þessu vitni og að sögn Hill hafa Slade nóg að gera í spilamennskunni. „Ætli þetta sé ekki eins og með Bítlana og Stones ... góð lög virðast endast og vera óháð tíma.“ Þið hafið alltaf haft þennan fjör- kallastimpil á ykkur... „Rétt. Við höfum aldrei komið ná- lægt pólitík eða neinu slíku í okkar tónlist. Þetta eru bara stuðlög sem fólk slappar af yfir á föstudagskvöldi og sýpur kannski á bjór um leið.“ Þið byrjuðuð feril ykkar sem sýru- rokksband. Segðu mér aðeins frá því. „Við byrjuðum árið 1966 er Bítl- arnir voru við það að komast á topp- inn. Um það leyti var Pink Floyd að- albandið og fólk leit mikið til þeirra. Hippatískan var að bresta á; tónlistin og klæðaburður orðinn sýrður og við fylgdum þessari stefnu. Svo kom Chas Chandler, sem var umboðs- maður Jimi Hendrix og bassaleikari Animals, til málanna og stýrði okkur inn á glysbrautirnar með harðri hendi. Það var farið að vanta stuð á tónleika og við reyndum markmið- sbundið að bregðast við því með ær- ingjalegum og grípandi stuðlögum. Málið var að skemmta. Við vorum/ erum skemmtikraftar.“ Af hverju þessi ótrúlegu föt? „Persónulega hef ég alltaf verið hrifinn af söngleikjum. Þegar við byrjuðum að spila fannst mér ein- hvern veginn eðlilegt að fara í eitt- hvert gervi og ég fékk tvo listnema til liðs við mig til að koma hugmyndun- um sem ég hafði í kollinum í verk. Svo varð þetta alltaf ýktara og ýktara. Maður varð að gera betur næst! Svo er það svolítið merkilegt að ástæða þess að við vorum í silfurklæðnaði framan af var vegna sjónvarpsins, sem var iðulega svart/hvítt í þá daga. Silfrið kom vel út í svart/hvítu sjón- varpi og hafði því hagkvæmu hlut- verki að gegna (hlær).“ Tromp Og skórnir maður! „Já ... púff. Stóru, háhæluðu skórn- ir voru í tísku þá. Ég get sagt þér að ég ökklabrotnaði einu sinni á sviði í þannig skóm árið 1973. Við vorum að spila í Liverpool og ég kláraði þann túr, sitjandi í silfruðu hásæti, hvert einasta kvöld (hlær vel og lengi).“ Var glys-samfélagið þétt? Eða var meira um ríg og rifrildi? „Ég hallast nú að því síðarnefnda. Við vissum allir hver af öðrum en við vorum alltaf í samkeppni, heldur bet- ur. Við pössuðum okkur þó á því að vera ekki að þvælast fyrir hver öðr- um með útgáfudaga og slíkt en vissu- lega vorum við oft með tromp á hendi sem við héldum leyndum fyrir hinum. En þetta var svona vinalegur rígur, eitthvað sem fylgir þessum bransa.“ Slade var aldrei þessi „kynlíf, eit- urlyf og rokk og ról“-hljómsveit. Meira svona einn ískaldur eftir vinnu... „Það er rétt. Þetta var meira svona „ein kolla af bjór, takk“. Við vorum band verkalýðsins og áttum alltaf erfitt með að setja okkur á háan hest. Tengsl okkar við gömlu vinina og fé- laga rofnuðu til að mynda aldrei. Við pössuðum okkur alltaf á að vera með fæturna á jörðinni.“ Broadway verður opnað í kvöld kl. 21 en tónleikarnir hefjast kl. 22. Hinir einu sönnu Slade spila á Broadway Málið er að skemmta arnart@mbl.is Á áttunda áratugnum voru bresku glysgosarnir í Slade málið. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við gítarleikarann knáa Dave Hill sem hafði auðheyranlega engu gleymt í æringja- og rokkháttum. 88 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358.Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 367  kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. Frumsýning Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10. Vit 380. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Frá framleiðendum Austin Powers 2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 379. Einnig sýnd í lúxussal VIP Hvernig er hægt að flýja fortíð sem þú manst ekki eftir? FRÁ LEIKSTJÓRA THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE. Sýnd í lúxus kl. 6.15 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380. Hasartryllir ársins. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 377. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd kl. 5 og 9. B. i. 16. HK DV HJ Mbl Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Frá framleiðendum The Mummy Returns. Sýnd kl. 5 og 11. B.i.12  ÓHT Rás 2 1/2HK DV Sannkölluð verðlaunamynd. Laura Linney var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Auk þess var handrit myndarinnar tilnefnt sem besta handrit ársins. Hlý og mannbætandi kvikmynd sem kemur öllum í gott skap. Kvikmyndir.com MYND EFTIR DAVID LYNCH MULLHOLLAND DRIVE Hér kemur útgáfa sem hefur aldrei sést áður. Meistaraverk Francis Ford Coppola er hér með fullkomnað. 52 mín. lengri en upprunalega útgáfan. Einstök bíóupplifun sem eingöngu er hægt að njóta á stærsta sýningartjaldi landsins. FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Leiktu þér að litunum í sumar Þú finnur örugglega eitthvað við þitt hæfi í Bourjois litagleðinni Kynning: Hagkaup Smáralind í dag kl. 13-17 og á morgun kl. 12-16 Útsölustaðir: • Hagkaup snyrtivörudeildir • Verslanir Lyfju • Apótekið Iðufelli • Fína Mosfellsbæ • Bjarg, Akranesi • Jara, Akureyri • Nærvera, Ísafirði • Apótek Stykkishólms • Húsavíkurapótek, Húsavík • Lyfsalan Patreksfirði • Lyfjaútibúið Grundarfirði • Björt snyrtistofa, Hafnarfiði • Jóna Sigurbjartsdóttir hársn. Kirkjubæjarklaustri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.