Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að heimilisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum þannig að þau nái yfir slík brot með heildstæðum og fullnægj- andi hætti. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingar. Meðflutningsmenn eru tíu aðrir þingmenn flokksins. Í greinargerð tillögunnar segir að í íslenskri löggjöf sé hvergi að finna ákvæði sem skil- greini heimilisofbeldi. „Segja má að heimilis- ofbeldi sé týndur brotaflokkur í kerfinu,“ segir í greinargerðinni. „Núgildandi ákvæði al- mennra hegningarlaga eru því ófullnægjandi að þessu leyti.“ Bent er á að sá sem verði fyrir heimilisofbeldi þurfi oftast að þola ofbeldi af öllu tagi; andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. „Markar það að nokkru leyti sérstöðu þessara brota,“ segir ennfremur. Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf felst heimilisofbeldi í því að einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins og í skjóli tilfinningalegr- ar, félagslegrar og fjárhagslegrar bindingar. Er útskýrt í greinargerðinni að heimilisofbeldi geti birst í mörgum myndum og að gerendur geti verið ólíkir. Frumvarp á vorþingi Í greinargerðinni er útskýrt að í heimilis- ofbeldismálum, sem komi fyrir dómstóla, sé einna helst dæmt eftir ákvæðum 217. og 218. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, þar sem mælt er fyrir um refsingar fyrir líkams- meiðingar. „Áhöld eru hins vegar um það hvort þessi ákvæði ein og sér nægi til að taka á [heimilisofbeldi]. Þessum greinum virðist helst ætlað að taka á ofbeldisbrotum karlmanna gagnvart öðrum körlum, helst brotum sem eiga sér stað utan dyra og þar sem aðilar eru ekki kunnugir. Það á síður við ofbeldi sem kon- ur og börn verða fyrir sem á sér iðulega stað innan veggja heimilisins og getur falist í lang- varandi niðurlægingu og þá jafnvel án sjáan- legra áverka.“ Undir lok greinargerðarinnar segjast flutn- ingsmenn vonast til þess að með nýju hegning- arlagaákvæði um heimilisofbeldi verði íslenskt réttarkerfi betur í stakk búið að taka á þessum brotum. „Það er afar brýnt að skoða vandlega með hvaða hætti unnt er að skilgreina heim- ilisofbeldi þannig að lögregla, dómstólar og fagaðilar geti með ákveðnum hætti tekið á þessu broti.“ Síðan segir: „Flutningsmenn telja því rétt að refsiréttarnefnd komi að því að semja frumvarp til laga þar sem gæta þarf vel að skýrleika refsiheimilda. Dómsmálaráð- herra leggi síðan fram lagafrumvarp á Alþingi eigi síðar en 1. apríl 2005.“ Þingmenn Samfylkingar með þingsályktun um breytingu á hegningarlögum Heimilisofbeldi verði skil- greint sérstaklega í lögum Segja heimilisofbeldi týndan brotaflokk í kerfinu DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra ítrekaði í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær að íslensk stjórnvöld væru sem fyrr á þeirri skoðun að rétt hefði verið að gera innrásina í Írak „enda var hún gerð til að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem Íraksstjórn hafði virt að vettugi“, sagði ráðherra. Utanríkismál einkenndu umræður á Alþingi í allan gærdag, en í gærmorg- un flutti utanríkisráðherra skýrslu sína um utanríkismál. Hann kom víða við í ræðu sinni. Sagði hann þar m.a. að samvinna ríkja Evrópu og Norður- Ameríku í Atlantshafsbandalaginu væri sögulega einstök og að árangur- inn væri augljós. „Það er ekki til annar raunhæfur valkostur í öryggismálum aðildarríkjanna,“ sagði hann. „Í því ljósi er áhyggjuefni hve margir evr- ópskir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa alið á andúð á Bandaríkjunum. Það er reginmunur á heilbrigðri gagn- rýni og glórulausum fordómum.“ Stjórnarandstæðingar komu einnig víða við í ræðum sínum. Í máli ein- stakra þingmanna stjórnarandstöð- unnar kom m.a. fram gagnrýni á ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að styðja árásina í Írak, fullyrðingar um að samningsmarkmið í varnarviðræð- unum væru óljós og efasemdir um réttmæti þess að Ísland sæktist eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, svo dæmi séu nefnd. Íslendingar taki þátt í þjálfun Davíð Oddsson sagði í upphafi máls síns um Írak að nú væri liðið rúmlega eitt og hálft ár frá því að Írak var frels- að undan oki Saddams Husseins. Hann sagði að öllum hlyti að vera ljós þýðing þess að það tækist að koma á lýðræði og stöðugleika í Írak. „Hinn kosturinn er að óstöðugleiki og öng- þveiti nái yfirhöndinni með hrikaleg- um afleiðingum fyrir írösku þjóðina, Mið-Austurlönd og fyrir baráttuna gegn hryðjuverkaöflunum,“ sagði hann. „Átökin í Írak snúast í rauninni ekki um dvöl erlends herliðs í landinu heldur um hvort komið verði á lýðræð- islegri stjórnskipan. Þeir sem úthella blóði Íraka og myrða gísla vita að það sem gerist í Írak getur haft áhrif um öll Mið-Austurlönd. Þeir vilja ekki lýð- ræðislega stjórnarhætti þar eða ann- ars staðar. Meinfýsnishlakkandi úr- tölumenn víða um heim hafa einblínt á erfiðleikana sem vissulega er við að etja í Írak og virðast telja deilur um að- draganda innrásarinnar skipta meira máli en frelsi og framtíðarvonir Íraka. Allir sem í einlægni bera hag írösku þjóðarinnar fyrir brjósti ættu að leggj- ast á eitt í stuðningi við bráðabirgða- stjórnina sem leitast við að tryggja ör- yggi, lýðræði og endurreisn landsins.“ Davíð sagði að Íslendingar hefðu lagt af mörkum til mannúðar- og end- urreisnarstarfs í Írak. „Eins og kunn- ugt er unnu sérfræðingar á vegum ís- lensku friðargæslunnar vel metið starf við að eyða jarðsprengjum og öðrum sprengjum í suðurhluta Íraks síðastlið- inn vetur. Nú er verið að kanna með hvaða hætti Ísland gæti tekið þátt í þjálfun íraskra öryggissveita á vegum NATO í Írak.“ Fylgst með framvindu mála Utanríkisráðherra gerði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs einnig að umtalsefni. „Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur tekið frumkvæði að brottflutningi Ísraelsmanna frá Gaza- svæðinu þrátt fyrir harða pólitíska andstöðu heima fyrir. Þetta gæti orðið fyrsta skrefið að nýjum samningavið- ræðum um brottflutning frá hernumd- um svæðum á Vesturbakkanum og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna. Frumkvæði Sharons er í and- stöðu við afstöðu og gjörðir leiðtoga Palestínumanna sem hafa hvorki ráð- ist gegn samtökum hryðjuverka- manna né unnið bug á langvarandi spillingu innan palestínsku sjálfstjórn- arinnar. Nú er orðið ljóst að uppreisn Palestínumanna sem hófst fyrir fjór- um árum hefur unnið málstað og hags- munum þeirra gríðarlegt tjón. Því skiptir miklu að vopnin verði lögð nið- ur, lýðræðislegar kosningar verði fljót- lega haldnar á palestínsku sjálfstjórn- arsvæðunum og aftur verði sest að samningaborði. Fyrir áratug lagði Ís- land fram fé til endurreisnar á palest- ínsku sjálfstjórnarsvæðunum og vilji er til þess, verði stillt til friðar, að taka höndum saman með öðrum ríkjum til þess að styðja Palestínumenn í efna- hagslegu tilliti.“ Að síðustu má geta ummæla ráð- herra um Evrópusambandið (ESB). „Íslensk stjórnvöld munu áfram fylgj- ast grannt með framvindu mála í Evr- ópusambandinu. Það er meðal annars hlutverk nefndar um Evrópumál sem nú er að störfum undir forystu dóms- og kirkjumálaráðherra og skipuð er fulltrúum allra þingflokka. Nefndinni er ætlað að greina aðalatriði mála og helstu staðreyndir um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og auð- velda þannig umræður um Evrópu- málin á réttum forsendum.“ Tölur dregnar í efa Guðmundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði m.a. til hverra Davíð hefði verið að vísa þeg- ar hann talaði um „meinfýsnishlakk- andi úrtölumenn“. „Á hann hér við háttvirta þingmenn stjórnarandstöð- unnar? Á hann við meirihluta íslensku þjóðarinnar? Á hann við meirihluta hins vestræna heims, sem hefur eðli máls samkvæmt bæði gagnrýnt inn- rásina og það sem á eftir hefur farið?“ Guðmundur sagði að því væri ekki þannig farið að þingmenn hlökkuðu yf- ir ástandinu í Írak. „Við jafnaðarmenn gagnrýndum mjög harðlega þá ákvörðun sem tekin var um innrás í Írak sem byggðist á því að uppræta gereyðingarvopn þar í landi, sem ekki hafa reynst til staðar. Og við munum halda því áfram.“ Guðmundur gerði varnarmál einnig að umtalsefni. Sagði hann að samn- ingsmarkmið í viðræðum við Banda- ríkjamenn um þau mál væru því miður ekki ljós. „Almenn samstaða virðist um að við Íslendingar tökum að okkur rekstur flugvallarins í stórauknum mæli. Um það hygg ég að sé ekki deilt. En þegar kemur að öryggismálunum sjálfum þarf einnig að kortleggja ná- kvæmlega hvar við getum borið niður, hvað það kostar og hvað það þýðir. Þarf að setja Íslendinga undir vopn, og ef svo er í hve ríkum mæli? Örygg- isverðir hljóti þeir að kallast því að enginn vilji er hjá þjóðinni til að stofna hér almennan íslenskan her – eða hvað?“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, vék einnig að málefnum Íraks, eins og margir aðrir þingmenn. „Yfir 100 þúsund manns, þar af yfir 50 þús- und konur og börn, hafa verið drepin í stríðinu í kjölfar innrásarinnar.“ Hann sagði að yfirgnæfandi meirihluti Ís- lendinga, samkvæmt öllum skoðana- könnunum, hefði verið andvígur árás- inni í Írak. „Nú segir hæstvirtur ráðherra að þetta hafi verið til góðs og að íslenska ríkisstjórnin styðji enn sem áður árásina á Írak. Þetta er í hróp- legri andstöðu við umræður í þjóðþing- um allt í kringum okkur. Þar reyna menn að horfast í augu við staðreyndir málsins, líka óþægilegar staðreyndir.“ Davíð Oddsson sagði m.a. í andsvari sínu að menn drægju tölur um að hundrað þúsund manns hefði fallið í efa. „Menn tala fremur um 15 þúsund manns en 100 þúsund manns í því sam- bandi,“ sagði hann. „Allt er það mikið hvort sem það eru 15 þúsund eða 100 þúsund. En samt er það meira að segja óverulegt miðað við þau ósköp sem einræðisherrann í Írak hafði stefnt yfir þjóð sína.“ Fásinna að þjálfa öryggissveitir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og varaformaður utanríkismálanefndar þingsins, vék einnig að málefnum Íraks í ræðu sinni. Sagði hún að stríð væri neyðarúrræði og að í stríð færi enginn nema að vel ígrunduðu máli. „Ég tel þá hugmynd sem hefur komið upp að Ísland taki sig nú af lista hinna staðföstu þjóða alger- lega fráleita,“ sagði hún. „Það er ljóst að hið eina sem stendur eftir varðandi hlutverk þeirra sem eru á lista hinna staðföstu þjóða er uppbyggingarstarf í Írak. Það blasir við hve mikilvægt verður að fara í það uppbyggingar- starf. Það þjónar engum tilgangi að taka Ísland af lista hinna staðföstu þjóða og skorast þannig undan merkj- um varðandi uppbyggingarstarfið.“ Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði á hinn bóginn að Íslendingar gætu vel tekið þátt í uppbyggingarstarfi þótt þeir væru ekki á listanum. Samflokksmaður hans Sigurjón Þórðarson gagnrýndi m.a. hugmyndir um að Íslendingar tækju þátt í þjálfun íraskra öryggissveita í Írak. Íslending- ar væru fámenn þjóð, sagði hann, og yrðu að velja verkefni í samræmi við það. „Það er algjör fásinna að velja sér slíkt verkefni að þjálfa íraskar örygg- issveitir.“ Sigurjón dró einnig í efa að rétt væri að Ísland sæktist eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kvaðst hann efast um að Íslendingar ættu sérfræðinga á sviði þeirra mála sem öryggisráðinu væri ætlað að fjalla um. Skýrsla Davíðs Oddssonar um utanríkismál var rædd á Alþingi í gær Þjálfa hugsanlega íraskar öryggissveitir Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson flutti skýrslu um utanríkismál á Alþingi í gær. DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær að undirbúningur að málssókn gegn Noregi fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag, vegna ítrekaðra brota norskra stjórnvalda á Sval- barðasamningnum, væri á góðri leið. Meðal annars hefði verið gengið frá ráðningu erlends sérfræðings til að rita ítarlega greinargerð fyrir stjórnvöld í þessu skyni. „Jafnframt hafa verið haldnir tví- hliða samráðsfundir um Svalbarða- málið með ýmsum aðildarríkjum Svalbarðasamningsins og hafa við- komandi ríki sýnt málinu mikinn áhuga,“ sagði ráðherra. Málið var rætt í ríkisstjórninni í ágúst í sumar eftir að ágreiningur kom upp um veiðar íslenskra skipa á Svalbarðasvæðinu. Viðræður ís- lenskra og norskra ráðherra um málið skiluðu ekki árangri. Davíð Oddsson utanríkisráðherra Undirbúning- ur að málssókn gegn Noregi á góðri leið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.