Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MÖRG af stærri þróunarverkefnum Þróunar-
samvinnustofnunar Íslands hafa ekki skilað
varanlegum árangri. Þetta var meðal þess sem
fram kom á málþingi stofnunarinnar um þró-
unaraðstoð Íslendinga í veiðum og sjávarút-
vegi sem haldið var í þessari viku. Þar var hvatt
til nánara samstarfs opinberra aðila og einka-
fyrirtækja í þróunaraðstoð.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ)
hefur haft umsjón með rúmlega 20 verkefnum
á sviði sjávarútvegs í 5 samstarfslöndum á liðn-
um 20 árum. Fystu samstarfsverkefnin voru
unnin á Grænhöfðaeyjum, þau hófust árið 1981
og lauk árið 1999. Nú starfar ÞSSÍ í fjórum
Afríkuríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinn-
ar; Malaví, Mósambík, Úganda og Namibíu en í
hverju þessara landa hefur verið ráðist í verk-
efni á sviði fiskimála í samvinnu við stjórnvöld.
Viðamestu verkefnin felast í aðstoð við upp-
byggingu sjómanna- og fiskeldisskóla, rann-
sóknum á sviði gæðamála í sjávarútvegi og
uppsetningu tæknilega fullkominna rann-
sóknastofa, sérfræðiráðgjöf við sjávarútvegs-
ráðuneyti, gagnasöfnun og þjálfun sérfræð-
inga.
Jónas Haralz hagfræðingur sagði á mál-
þinginu að í þremur stærstu verkefnum ÞSSÍ
til þessa, þ.e. á Grænhöfðaeyjum, Malaví og
Mósambík, hefði ekki náðst varanlegur árang-
ur í þróunarstarfinu, aðeins tímabundinn. Þar
væri fyrst og fremst um að kenna veikleika í
stjórnfari viðkomandi landa, einkum þegar
kemur að tekjuöflun þeirra. Þannig hefði ÞSSÍ
ítrekað rekið sig á að heimamenn voru ekki til-
búnir að byggja áfram á þeim verkefnum sem
stofnunin réðst í. Þannig yrðu til dæmis haf- og
fiskirannsóknaverkefni að tengjast eflingu
fiskveiða og fiskveiðistjórnun í viðkomandi
landi en slíkt hefði sjaldnast verið fyrir hendi.
Sagði Jónas að áhersla ÞSSÍ í þessum efnum
hefði þannig breyst á undanförnum árum,
stofnunin einbeitti sér nú í ríkari mæli að tak-
mörkuðum verkefnum, s.s. að gæðaeftirliti og
menntun.
Mikil áhersla hefur verið lögð á stuðning
ÞSSÍ við sjávarútvegsverkefni og er það í sam-
ræmi við eitt af meginmarkmiðum stofnunar-
innar um að þróunaraðstoð sé veitt á sviði þar
sem sérþekking Íslendinga nýtist. Þó hefur
hlutfallslegt vægi fiskiverkefna í tvíhliða þró-
unaraðstoð minnkað um rífan helming á tæp-
um áratug, farið úr því að vera 60% af heildar-
framlagi ÞSSÍ árið 1996 í 24% á síðasta ári. Að
sama skapi hefur aukist stuðningur við verk-
efni á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála
sem ráðist hefur verið í að ósk stjórnvalda sam-
starfslandanna. Til framtíðar er einnig horft til
samstarfs um orkumál, einkum á sviði jarðhita.
Opinber framlög Íslands til þróunarmála á
síðasta ári voru 1.400 milljónir króna eða 0,17%
af vergri þjóðarframleiðslu. Af því runnu um
470 milljónir til tvíhliða þróunaraðstoðar ÞSSÍ.
Heildarframlög til þróunarmála á árinu 2004
hækkuðu í 1.645 milljónir króna og fór rúmlega
þriðjungur þeirrar fjárhæðar til ÞSSÍ. Þá gera
fjárlög ársins 2005 ráð fyrir umtalsverðri aukn-
ingu, en framlög og styrkir til þróunaraðstoðar
munu samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hækka
sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu úr
0,19% árið 2004 í 0,21% árið 2005.
Ágúst Einarsson hagfræðiprófessor sagði á
málþinginu að framlag Íslendinga til þróunar-
mála væri ekki í samræmi við ríkidæmi lands-
ins. Þannig veittu önnur Norðurlönd tvisvar til
fimm sinnum meira til þróunaraðstoðar en Ís-
land, mælt sem hlutdeild af landsframleiðslu.
Hann sagði framlagið þó hafa verið að aukast á
allra síðustu árum. Ágúst sagði Íslendinga hafa
margt gott til málanna að leggja í þessum efn-
um, enda væru þeir stórþjóð í sjávarútvegi og
bæri þannig skylda til að leggja sitt af mörkum.
Nefndi hann nokkur atriði sem sköpuðu Ís-
landi sérstöðu í sjávarútvegi og gætu nýst í
þróunaraðstoð. Sagði hann að hér væri m.a.
mikil fjölbreytni í atvinnugreininni, hún væri
mikilvæg í hagkerfi þjóðarinnar, einkum vegna
gjaldeyrisöflunar. Þá væru hér lítil umhverf-
ismál og nokkuð góð sátt um þau innanlands.
Jafnframt nefndi Ágúst að hér væri hátt tækni-
stig í veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða og
vel virkar opinberar rannsókna- og þjónustu-
stofnanir. Þá væri menntunarstig gott og hér
væru góðir vísindamenn á mörgum sviðum,
sumir á heimsmælikvarða.
Samstarf við einkafyrirtæki
En Ágúst sagði gott markaðskerfi íslensks
sjávarútvegs geta komið að mestu gagni í þró-
unarstarfi. Sagði hann Íslendinga geta þar
hjálpað mikið til, til dæmis með hjálp stórra
sölufyrirtækja, s.s. SÍF, SH og Samherja.
Auðbjörg Halldórsdóttir, sendiráðunautur í
utanríkisráðuneytinu, ræddi samstarf opin-
berra og einkaaðila á málþinginu. Hún sagði
ekki hafa farið mikið fyrir slíku samstarfi til
þessa en ljóst væri að áhugi einkaaðila á því
væri að aukast. Hins vegar þyrfti að skoða með
hvaða hætti væri hægt að virkja krafta, þekk-
ingu og áhuga íslenska einkageirans og félaga-
samtaka í þágu þróunarstarfs og sagði hún það
beinlínis tímabært í ljósi aukinnar útrásar ís-
lenskra fyrirtækja. Hún minnti á að ÞSSÍ hefði
aukið nokkuð samstarf við félagasamtök, fyr-
irtæki og stofnanir en þó væri ljóst að ákveðinn
farveg vantaði til að koma á markvissara og
auknu samstarfi.
Fiskihöfnin í Maputo, höfuðborg Mósambík.
Skilaði ekki varan-
legum árangri
Hvatt til samstarfs við einkaaðila á málþingi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands
VERIÐ
GUÐJÓN Andri Gylfason, þriðja árs nemi í
lífefnafræði við Háskóla Íslands, ætlar að
dvelja næstu tvær vikur um borð í skútunni
Song of the Whales í Miðjarðarhafi. Skútan
er gerð út af Alþjóðlegum velferðarsjóði dýra
(International Fund for Animal Welfare –
IFAW). Að sögn Guðjóns er ætlunin að
skoða og stunda rannsóknir á búrhvölum og
athuga lífshætti þeirra í Miðjarðarhafi. Við
rannsóknirnar verður aðallega beitt sónar-
tækni og hlustunartækjum.
„Markmið þessara rannsókna er að sýna
fram á að hægt sé að stunda hvalarannsóknir
án þess að drepa dýrin,“ sagði Guðjón Andri.
Aðspurður hvort þekking hans í lífefnafræði
nýttist á einhvern hátt, sagðist hann ekki vita
til þess að tekin yrðu nein lífsýni. „Ég er að-
allega að svala forvitni minni um rannsókn-
araðferðirnar sem þessi samtök beita. Þau
hafa stundað dýrarannsóknir í mörg ár og
skútan sem ég verð á var við Íslandsstrendur
á liðnu sumri.“ Guðjón Andri hyggst halda
úti vefdagbók um ferðalagið.
Rannsakar
búrhvali í
Miðjarðarhafi
TENGLAR
.......................................................
Vefdagbók: www.gandri.tk
UNGLINGURINN á lands-
byggðinni, verkefni sem sam-
tökin Landsbyggðin lifi (LBL)
hefur unnið að meðal 13–18 ára
unglinga út um land, vakti mikla
athygli á byggðaþingi finnskra
systursamtaka LBL og norrænu
samtakanna Hela Norden Skal
Leva (HNSL). Fríða Vala Ás-
björnsdóttir, frumkvöðull stofn-
unar LBL og stjórnarmaður í
HNSL, kynnti veggspjöld sem
unnin voru á grundvelli fyrri
hluta verkefnisins á þinginu sem
haldið var í Närpes í Finnlandi,
29. til 30. október sl.
Að sögn Fríðu Völu er um að
ræða verkefni sem tekur tvö ár.
Leitað var til unglinga í grunn- og
framhaldsskólum á landsbyggð-
inni. Voru þeir beðnir um að lýsa
því hvað þeim þætti vanta til að
heimabyggð þeirra yrði betri til
búsetu eða eftirsóknarverðari að
flytjast til. Bestu ritgerðirnar úr
hverjum landshluta voru verð-
launaðar í vor er leið. Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti Íslands og verndari samtak-
anna LBL og HNSL, afhenti
verðlaunin sem útgáfufélagið
Edda hf. gaf.
Útbúin voru fimm veggspjöld
með ljósmyndum frá landshlut-
unum og texta sem sóttur er í rit-
gerðir unglinganna. Sérstaka at-
hygli fengu sveitarfélög
verðlaunahafanna í hverjum
landshluta. Svör unglinganna
voru borin saman eftir lands-
hlutum og athugað hvort greina
mætti mismun á hugsunarhætti.
Fríða Vala sagðist vona að sveit-
arstjórnarmenn tækju hug-
myndir unglinganna til greina,
því þar væri mörg gullkorn að
finna.
„Krakkarnir komu með snilld-
arlausnir,“ segir Fríða Vala.
„Ráðstefnugestir í Närpes stopp-
uðu við spjöldin og gáfu sér tíma
til að grúska í þessu. Ísland fékk
mikla athygli fyrir hugmyndir
unglinganna um byggðamál.“
Veggspjöldin má skoða á
heimasíðu LBL.
Ljósmynd/FVA
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir sýndi veggspjöld verkefnisins Ungling-
urinn á landsbyggðinni á byggðaþingi í Finnlandi.
Byggðasjónarmið
íslenskra unglinga
vakti athygli
TENGLAR
................................................
www.landlif.is
HEFÐI lyftugangur í húsi við Lindargötu 5 í
Reykjavík verið hannaður í samræmi við reglu-
gerð hefði maður, sem var að gera við lyftuna,
ekki orðið fyrir alvarlegu slysi árið 2000 sem
hefur haft víðtæk áhrif á líf hans. Örorka hans
vegna slyssins er metin 60%. Þetta er niður-
staða Héraðsdóms Reykjavíkur sem á þriðju-
dag dæmdi Vinnueftirlitið og Reykjavíkurborg
til að greiða manninum 11,5 milljónir í bætur.
Fyrir slysið var maðurinn við góða heilsu,
hljóp langhlaup og hafði m.a. hlaupið maraþon-
hlaup og síðast „Laugaveginn“ milli Land-
mannalauga og Þórsmerkur, mánuði áður en
slysið varð. Eftir slysið hefur hann átt við
margvíslega líkamlegan og geðrænan vanda að
stríða og segir í dómnum að hann muni að öll-
um líkindum þurfa að láta af störfum fyrir ald-
ur fram.
Málsatvik eru þau að Reykjavíkurborg sótti
um undanþágu vegna lyftuganganna en yfir
þeim er íbúðarhæð sem takmarkar öryggis-
rými fyrir ofan lyftuna. Rýmið var aðeins 20
sentímetrar en átti samkvæmt reglugerð að
vera minnst 70 sentímetrar. Öryggisbúnaður
var settur ofan á lyftuna, m.a. öryggisslá sem
átti að reisa upp þegar viðgerðir eða skoðanir
fóru fram, en sláin var 90 sentímetra löng.
Vinnueftirlitið veitti undanþáguna.
Klemmdist á milli
Í ágúst árið 2000 var maðurinn að gera við
lyftuna og kraup vegna þess á lyftuþakinu.
Fyrirtækið sem hann vann hjá hafði þá nýverið
tekið við viðhaldi á lyftum í húsinu. Þegar lyft-
an fór í gang lá maðurinn ofan á lyftunni og
öryggishnappur, sem getur stöðvað lyftuna var
fyrir aftan hann. Maðurinn kvaðst hafa verið
rólegur í fyrstu enda þekkti hann vel reglur um
öryggisbil og treysti því að það væri til staðar í
lyftuganginum. Hann hafi vart verið kominn á
fjóra fætur þegar þakið hvolfdist yfir hann, en
við það klemmdist hann á milli. Mikill þrýst-
ingur kom á brjóstkassa en höfuð klemmdist
ekki. Við slysið fékk maðurinn m.a. heila-
áverka, ásamt áverkum á hrygg og fleira.
Geðslag hans hefur auk þess breyst til hins
verra.
Maðurinn höfðaði mál gegn Reykjavíkur-
borg, Vinnueftirliti ríkisins, vinnuveitanda sín-
um og tryggingafélagi hans.
Í niðurstöðum héraðsdóms um sök Vinnueft-
irlitsins segir að hefði frágangur lyftuganga
verið í samræmi við reglugerð hefði ekki komið
til slyssins. Því bæri Vinnueftirlitið sök á slys-
inu með því að „hafa veitt ólögmæta undan-
þágu frá fortakslausu ákvæði reglugerðarinn-
ar.“ Sök var felld á Reykjavíkurborg þar sem
ákvæði sömu reglugerðar voru ekki virt og ör-
yggisbúnaði að „öðru leyti áfátt og aðstæður
stórhættulegar hverjum þeim sem á lyftuþak-
inu var.“ Fram kom að engar merkingar voru á
eða við lyftuna um að öryggisbil væri minna en
venjulega. Vinnuveitandi mannsins, Íselekta
hf., var á hinn bóginn sýknaður og ekki var tal-
ið að maðurinn ætti nokkra sök á tjóni sínu.
Allan V. Magnússon kvað upp dóminn. Frið-
jón Örn Friðjónsson hrl. flutti málið f.h.
mannsins en til varnar voru hæstaréttarlög-
menn Ólafur Haraldsson, Óskar Thorarensen
og Valgeir Pálsson.
Borgin og Vinnueftirlitið dæmd til að greiða 11,5 milljónir í bætur vegna vinnuslyss við lyftu
Ólögmæt undanþága
og engar merkingar