Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 18
PALESTÍNSK yfirvöld hafa lýst yfir fjörutíu
daga þjóðarsorg vegna andláts Yassers Ara-
fats, helsta leiðtoga Palestínumanna til
margra áratuga, en fljúga átti með lík hans til
Kaíró í Egyptalandi í gærkvöldi. Útför hans
fer svo fram í dag. Mikil sorg ríkti meðal Pal-
estínumanna í gær vegna fráfalls Arafats,
ekki aðeins á heimastjórnarsvæðum Palest-
ínumanna heldur einnig í flóttamannabúðum í
Líbanon og Jórdaníu.
Þúsundir manna komu saman í Ramallah á
Vesturbakkanum, en þar eyddi Arafat tveim-
ur síðustu árunum áður en hann veiktist fyrir
skömmu og var fluttur á sjúkrahús í París,
þar sem hann andaðist í fyrrinótt. Fólkið gekk
fylktu liði til höfuðstöðva Arafats í miðborg-
inni og í virðingarskyni við hinn látna leiðtoga
báru margir höfuðklút í líkingu við þann sem
Arafat jafnan bar.
„Hann skipti okkur meira máli en nokkur
önnur manneskja. Við lifðum við hlið hans,
borðuðum með honum og vorum hér í Muq-
ataa [höfuðstöðvum Arafats í Ramallah] á
meðan umsátur [Ísraela] varði,“ sagði Taha
al-Farrar, liðsmaður öryggissveita Arafats í
Ramallah. „Þegar palestínsk börn byrja að
tala þá er nafnið Abu Ammar það fyrsta sem
þau segja,“ bætti hann við en Arafat gekk
einnig undir þessu nafni meðal Palest-
ínumanna.
„Höldum baráttu þinni áfram“
Í Ramallah mátti sjá hágrátandi konur fall-
ast í faðma þegar fréttir um andlát Arafats
bárust frá París. „Þetta getur ekki verið satt,
þetta getur ekki verið satt,“ heyrðist ein segja
harmi slegin.
Að minnsta kosti þrjú þúsund manns gengu
saman um stræti Ramallah flautandi og syngj-
andi til skiptis og kallaði fólkið nafn Arafats.
„Yasser, Yasser, við komum til þín,“ söng
fólkið og í bakgrunni mátti heyra hvar byssu-
skotum var hleypt af og lesið var upp úr kór-
aninum. „Maðurinn Arafat er nú dáinn en sem
tákn baráttu okkar þá mun hann lifa að ei-
lífu,“ sagði átján ára námsmaður í Ramallah,
Mariam Shuuman.
„Við erum nú eins og týndur sauður sem
leitar sér að nýjum hirði,“ sagði annar þátt-
takandi í göngunni í Ramallah, Evangelia All-
awi. „Hann var leiðtogi allra múslíma, ekki
bara Palestínumanna,“ heyrðist einn liðs-
maður samtakanna Íslamskt jíhad segja.
Fréttirnar um andlát Arafats fengu svipuð
viðbrögð í flóttamannabúðunum Ain El-
Helweh í Líbanon en þar búa sennilega um
250 þúsund Palestínumenn. „Abu Ammar, nú
hefur þú fengið þína hvíld en við höldum bar-
áttu þinni áfram,“ söng fólk þar er það gekk
fylktu liði um búðirnar.
Fáir Ísraelar syrgja Arafat
Fáir Ísraelar syrgja hins vegar Yasser Ara-
fat og Tommy Lapid, dómsmálaráðherra Ísr-
aels, fagnaði raunar dauða hans, kvaðst hafa
hatað Arafat vegna alls þess fjölda gyðinga
sem fallið hefðu í ódæðisverkum öfgahópa
Palestínumanna. „Öll þessi hryðjuverk [í
heiminum] eru afleiðing gjörða Arafats og
veröldin er betri staður án hans,“ sagði Lapid.
„Farið hefur fé betra,“ sagði leigubílsstjóri
í Jerúsalem, Yoram Abergel, og Shimon Ben
Ezra, annar gyðingur í borginni, sagðist hafa
orðið himinlifandi er hann frétti af andláti
Arafats.
Shimon Peres, leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Ísrael, fór einnig gagnrýnum orðum
um Arafat. „Yasser Arafat gerði mistök þegar
hann hélt áfram á braut hryðjuverka og við
höfum öll goldið fyrir það,“ sagði Peres sem
deildi friðarverðlaunum Nóbels árið 1994 með
Arafat og Yitzhak Rabin, þáverandi forsætis-
ráðherra Ísraels.
„Ég veit ekki af hverju en ég er hryggur,“
sagði hins vegar Ísraelinn Ortal Maman.
„Kannski er það af því að jafnvel þó að Arafat
væri óvinur okkar þá vorum við öll vön því að
hann væri til staðar.“
Reuters
„Arafat mun lifa að eilífu“
Mikill harmur kveðinn að palestínsku þjóðinni vegna andláts Yassers Arafats
Ramallah, Ain El-Helweh, Jerúsalem. AFP.
18 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, minntist í gær
baráttu Yassers Arafat fyrir því að
umheimurinn viðurkenndi rétt Pal-
estínumanna til sjálfstæðs ríkis.
Sagði Annan að með því að undirrita
friðarsamninga við Ísrael 1993, sem
kenndir hafa verið við Ósló, hefði Ara-
fat tekið „stórt skref í þá átt að fá
draum sinn uppfylltan. Það er sorg-
legt að hann skuli ekki hafa lifað nógu
lengi til að sjá það gerast.“
Þjóðarsorg var lýst yfir í mörgum
Arabalöndum vegna fráfalls Arafats
og Javier Solana, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, sagði að minn-
ingu Arafats yrði best haldið á lofti
með því að menn legðu nú aukið kapp
á að ná fram friði í Mið-Austurlöndum
og stofnun sjálfstæðs palestínsks rík-
is. Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, tók í sama streng.
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, kallaði Arafat „öfluga
mannlega táknmynd“ palestínskrar
þjóðar sem þráði eigið ríki og Nelson
Mandela, fyrrverandi forseti S-Afr-
íku, sagði að Arafat hefði verið „einn
af fremstu frelsisbaráttumönnum
sinnar kynslóðar“, maður sem helgað
hefði líf sitt málstað þjóðar sinnar.
Arafats
minnst víða
um heim
París. AFP.
ARABÍSKIR fréttaskýrendur létu í
gær í ljósi áhyggjur af óvissunni og
tómarúminu í palestínskum stjórn-
málum eftir fráfall Yassers Arafats.
Fréttaskýrendurnir veltu því fyrir
sér hverjir eða hvað myndi fylla upp í
tómarúmið sem myndaðist við andlát
Arafats, sem var gæddur miklum
persónutöfrum, var óumdeildur leið-
togi Palestínumanna og holdtekja
baráttu þeirra í tæpa fjóra áratugi.
Flestir fréttaskýrendurnir sögðust
bera kvíðboga fyrir því hvernig eft-
irmönnum Arafats farnaðist er þeir
tækjust á við það erfiða verkefni að
reyna að semja frið við Ísraela og
stofna palestínskt ríki.
„Framtíð Palestínu er í algjörri
óvissu eftir dauða Arafats, vegna
þess að hver sem tekur við af honum
mun aldrei geta veitt það sem Arafat
gaf palestínsku þjóðinni,“ sagði pal-
estínski rithöfundurinn Jihad al-
Hazen.
Margir fréttaskýrendur lögðu
áherslu á að enginn annar leiðtogi
gæti notið jafnmikillar virðingar
heima fyrir og sigrast á innbyrðis
ágreiningi Palestínumanna með sama
hætti og Arafat.
„Arafat var tákn baráttu Palest-
ínumanna á tveimur mikilvægum
skeiðum í sögu þeirra, þegar Fatah-
hreyfingin var stofnuð [1958] og þeg-
ar hann sneri aftur til Gaza [eftir frið-
arsamningana við Ísraela 1993],“
sagði egypski stjórnmálaskýrandinn
Magdi Abdel Hamid.
„Það er alltaf hægt að skipta um
leiðtoga en ekkert kemur í staðinn
fyrir forystu Arafats,“ sagði stjórn-
málaskýrandinn Mohammed al-
Khuli. „Arafat var ekki aðeins kjörinn
forseti Palestínumanna. Hann hafði
gripið til vopna með stríðsmönnunum
áður en hann varð stjórnmálamaður
og sameinaði báða kostina,“ sagði
annar egypskur stjórnmálaskýrandi,
Mohammed Shafei.
Mistök að sniðganga Arafat
Flestir arabísku fréttaskýrend-
urnir sögðu að stjórnvöldum í Ísrael
og Bandaríkjunum hefðu orðið á
„herfileg mistök“ með því að ákveða
að sniðganga Arafat sem leiðtoga
Palestínumanna og koma fram við
hann sem „hluta af vandamálinu en
ekki hluta af lausninni“.
„Stjórn Bandaríkjanna valdi ranga
leið þegar hún ákvað að hætta öllum
samskiptum við hann,“ sagði Imad
Gad, fræðimaður við rannsókn-
arstofnun í Kaíró. „Enginn af palest-
ínsku forystumönnunum, sem taka
við af honum, getur talið Palest-
ínumenn á að afsala sér því sem Ara-
fat neitaði að gefa eftir,“ bætti Gad
við. Hann skírskotaði meðal annars
til kröfunnar um að palestínskir
flóttamenn fengju að snúa aftur til
fyrri heimkynna sinna.
Ísraelar telja líklegt að Mahmud
Abbas, sem stofnaði Fatah með Ara-
fat og tók við formennsku í Frelsis-
samtökum Palestínumanna (PLO)
eftir andlát hans, taki sveigjanlegri
afstöðu en Arafat til friðarsamninga
við Ísraela. Gad sagði þetta misskiln-
ing. „Stjórnvöld í Egyptalandi og öll-
um öðrum arabaríkjum hafna þessum
möguleika,“ sagði hann.
Óttast stjórnleysi
Ghassan Sharbal, ritstjóri arabíska
dagblaðsins Al-Hayat í London, sagði
hins vegar að við fráfall Arafats gæf-
ist tækifæri til að knýja fram breyt-
ingu á hugarfari Palestínumanna.
„Palestínumenn þurfa að viðurkenna
að þeir hafa ekki lengur neinn, sem
slíkur ljómi leikur um, og þeir þurfa
að velta fyrir sér leiðum til að blása
nýju lífi í palestínska málstaðinn.“
Óttast er að fráfall Arafats leiði til
stjórnleysis vegna valdabaráttu pal-
estínskra fylkinga. Sharbal skoraði á
allar fylkingarnar að leita raunsærra
lausna á deilunum og hvatti íslömsku
hreyfinguna Hamas til að „sýna
ábyrgð“ og viðurkenna að stefna
hennar næði ekki fram að ganga.
Stjórnmálaskýrendur hafa varað
við því að Hamas kunni að notfæra
sér pólitíska tómarúmið eftir fráfall
Arafats til að komast til valda, en
hreyfingin hefur staðið fyrir mann-
skæðum árásum á Ísraela og hvatt til
þess að Ísrael verði tortímt.
Óttast tómarúmið eftir fráfall Arafats
Reuters
Palestínskur öryggisvörður syrgir
Arafat í Gaza-borg í gær.
Kaíró. AFP.
’Það er alltaf hægt aðskipta um leiðtoga en
ekkert kemur í staðinn
fyrir forystu Arafats.‘