Morgunblaðið - 12.11.2004, Page 22

Morgunblaðið - 12.11.2004, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR MULTIDOPHILUS Ómissandi fyrir meltinguna PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24 ÍBÚAR í Eyjafirði og Suður-Þing- eyjarsýslu hafa mismikla trú á já- kvæðri þróun eigin byggðarlaga á næstu árum að því er fram kemur í þjóðmálakönnun Rannsóknastofn- unar Háskólans á Akureyri. Könn- unin, sem var símakönnun, náði til 970 manns á aldrinum 18 til 80 ára og var gerð 1. til 24. október síðast- liðinn. Könnunin náði til fólks í Eyjafirði en að auki voru til staðar upplýsingar úr könnun meðal fólks í Suður-Þingeyjarsýslu. Grímseyingar eru einkar bjart- sýnir, því allir sem einn, eða 100% höfðu trú á að byggðarlagið myndi þróast með jákvæðum hætti á næstu árum. Næstir koma íbúar Grýtu- bakkahrepps, 92% þeirra trúa því að þróunin verði jákvæð í sveitarfé- laginu á næstu árum. Ólafsfirðingar höfðu minnsta trú allra Eyfirðinga varðandi jákvæða þróun, einungis 40% töldu að sú yrði raunin á næstu árum og fast á hæla þeirra koma ná- grannar þeirra í Dalvíkurbyggð. Þar töldu 58% að þróunin yrði já- kvæð. Kjartan Ólafsson, sérfræð- ingur hjá RHA, sagði að gera mætti ráð fyrir að íbúar tengdu bjartsýni sína á jákvæða þróun á því sem væri að gerast í samfélaginu og atvinnu- lífinu. Þannig hefði lyfjaverksmiðja tekið til starfa á Grenivík og kvóta- staða væri með ágætum í Grímsey. Ýmis óveðursský hefðu hins vegar hrannast upp við utanverðan Eyja- fjörð, á Dalvík og Ólafsfirði og þar hefðu menn ýmsa fjöruna sopið þeg- ar að atvinnumálum kæmi. Í því samhengi vekti nokkra at- hygli hversu Siglfirðingar eru trú- aðir á jákvæða þróun byggðalags- ins, en 73% þeirra telja bjart framundan á næstu árum. Það sama er uppi á teningnum varðandi íbúa Svalbarðsstrandarhrepps. Í öðrum sveitarfélögum á svæðinu töldu á bilinu 80 til 90% íbúanna að þróunin yrði með jákvæðum hætti á næstu árum. Í könnuninni kemur fram að kon- ur eru almennt jákvæðari en karlar og yngra fólkið hefur síður trú á að þróunin verði jákvæð en það eldra. Þjóðmálakönnun RHA um jákvæða þróun í byggðamálum Mismikil trú á jákvæðri þróun byggðarlaganna Morgunblaðið/Kristján Könnun Kjartan Ólafsson gerði grein fyrir niðurstöðu könnunarinnar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Styrktarkvöldverður | Veitinga- staðurinn Fiðlarinn er 15 ára um þessar mundir. Í kvöld, föstudags- kvöld, og annað kvöld verður boðið upp á sælkeramatseðil á veitinga- staðnum og mun allur ágóði af mat- arsölunni renna til Hetjanna, Félags foreldra langveikra barna á Norður- landi. Boðið er upp á glæsilegan og fjölbreyttan matseðil en 6 mat- reiðslumeistarar leiða saman hesta sína við matargerðina.    Málþing um geðheilbrigði | Nýtt afl leysist úr læðingi þegar fagmenn og notendur geðheilbrigðisþjónustu vinna saman á jafningjagrunni er yfirskrift málþings sem haldið verð- ur í Ketilhúsinu á Akureyri á morg- un, laugardaginn, kl. 14 til 17. Fyrirlesarar verða þær Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðdeild LSH og lektor við Háskól- ann á Akureyri, sem unnið hefur til verðlauna í geðrækt á alþjóðlegum vettvangi og Auður Axelsdóttir iðju- þjálfi sem hefur komið með nýja nálgun inn í heilsugæsluna varðandi geðheilbrigðismál auk þess sem meðlimir frá Hugarafli koma með nýjan tón inn í umræður um gæða- eftirlit í geðheilbrigðismálum. Saga Hugarafls verður rakin, en það er starfshópur geðsjúkra í bata er stofnaður var í fyrra. Markmið þess eru að skapa hlutverk, auka áhrif notenda, vinna gegn fordómum bæði hjá sjálfum sér og öðrum, að geðsjúkir taki þátt í verðmæta- sköpun í þjóðfélaginu.    Sykursýki | Samtök sykursjúkra halda fræðslufyrirlestra í þriðja sinn á Fiðlaranum 4. hæð laugardaginn 13. nóvember, í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra. Fyrirlestrarnir verða um óhefðbundnar lækningar, ný við- horf í mataræði og hvernig hugsa á um fætur. Með fræðslu er talið að hægt sé að minnka líkur á því að fólk fái sykursýki. Skjaladagur | Norræni skjaladag- urinn er á morgun, laugardag, 13. nóvember og er þema hans árið 1974. Héraðsskjalasafnið á Akureyri verður opið frá kl. 12 til 17 og þar verður sýning á skjölum, myndum og munum sem tengjast árinu 1974 í anddyri hússins og mun hún standa í eina viku. Dregin verða fram sýnis- horn af skjölum sem tengjast því sem var að gerast á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu þetta ár í dag- legu lífi, svo sem í tónlist, leiklist, plötuútgáfu, bókaútgáfu, kvikmynd- um og íþróttum. Rifjaðar verða upp framkvæmdir og framfarir og síðast en ekki síst sýnt ýmislegt sem teng- ist Þjóðhátíð Eyfirðinga í Kjarna- skógi. Einnig verður sýnd af mynd- bandi heimildamynd sem Vilhjálmur Knudsen gerði um Akureyri á ár- unum 1973–1975. AKUREYRI Hafnarfjörður | Fyrirhugað er að reisa sjálfsafgreiðsluhótel í Hafnar- firði, nánar tiltekið á Völlum við Reykjanesbraut, og yrði það hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Að hugmyndinni standa innlendir aðilar í samvinnu við aðila í ferða- þjónustu í Sviss og Þýskalandi, en Reynimelur ehf. hefur fengið úthlut- aða lóð við Vellina í Hafnarfirði. Að sögn fulltrúa hópsins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hafa viðræður staðið yfir um nokkurt skeið við bæj- aryfirvöld í Hafnarfirði um að fá góð lóð undir hótel með mörgum her- bergjum, sem byði upp á lægra verð á gistingu en tíðkast hefur. Bæjaryfirvöld hafa gefið fyrirtæk- inu fyrirheit um lóð á Völlum eins og fram er komið og telur fulltrúi hóps- ins að hótelið komi til með að styrkja ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Hann segir hótelið munu blasa við farþeg- um sem séu á leið frá Keflavíkurflug- velli, þar sem það sé við fyrirhugaða sundlaug á svæðinu, fallegt göngu- svæði og steinsnar frá golfvellinum á Hvaleyrarholti. Hluti af franskri hótelkeðju Hótelið er hluti af Etap-hótelkeðj- unni, sem er frönsk og heyrir undir Accor-hótelkeðjuna. Í Evrópu eru 311 Etap hótel, flest í Frakklandi. Að sögn fulltrúa Reynimels ehf. verður fyrirhuguð hótelbygging á þremur hæðum, 2.766 fermetrar með um 120 herbergjum, flestum tveggja manna. Herbergin verða öll í smærri kant- inum eða um 10 fermetrar að stærð og miðar allt hótelskipulag að því að hafa alla þætti þess sem einfaldasta og ódýrasta. Hótelstarfsfólki verður haldið í lágmarki og mun ekkert starfsfólk starfa á hótelinu á kvöldin og næt- urnar, en húsvörður verður á hót- elinu í öryggisskyni. Einnig starfar hótelstjóri á hótelinu á morgnana fram að hádegi. Annars skrá hótel- gestir sig inn í hálfgerðan hraðbanka þar sem þeir panta hversu margar nætur þeir ætla að gista, hvort þeir vilji morgunmat o.s.frv., svo greiða þeir einfaldlega fyrir gistinguna með greiðslukorti. Tölvukerfið sér svo um að úthluta lausu herbergi, prentar út herberg- isnúmerið og kóða sem er notaður til þess að komast inn í herbergið. Ann- ars fara bókanir hótela af þessari gerð að langmestu leyti í gegnum Netið, og er hægt að panta sér gist- ingu þrjú ár fram í tímann ef svo ber undir. Öll þrif verða boðin út til verk- taka sem geta skráð sig inn í tölvu- kerfi hótelsins og séð hvaða herbergi þurfi að þrífa hvern dag. Unnið er að því að teikna hótelið og er ætlunin að byggja það í tveim- ur áföngum. Vonast er til að fram- kvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta árs og að húsið verði komið upp og unnið að innréttingu þess næsta haust. Ætlunin er svo að kynna hótelið ferðaheildsölum á Vest-norden ferðakaupstefnunni, sem er haldin á hverju hausti. Ef allt gengur að óskum mætti búast við að hótelið myndi opna um áramótin 2005/06 að sögn fulltrúa Reynimels ehf. Ætla að reisa sjálfsafgreiðsluhótel Styrkir ferða- þjónustuna Miðborg | Það er eins gott að klæða sig vel þegar farið er niður að Tjörn til að gefa öndunum brauð eftir að daginn er tekið að stytta. Fuglarnir á Tjörninni eru alltaf þakklátir fyrir brauðbitann á vet- urna og oft mikil samkeppni um hverja örðu sem lendir í vatninu. Þá er eflaust gott að vera stór svanur með langan háls til að grípa allt sem kemur nálægt. Það þurfa end- urnar að reyna. Morgunblaðið/Sverrir Andabrauð fyrir svanina á Tjörninni Reykjavík | Blómavali í Sigtúni verður lokað og verslunin mun flytja í ný húsakynni í Skútuvogi 14, við hlið Húsasmiðjunnar, haustið 2005, en eigendur Blóma- vals höfðu áður óskað umsagnar borgaryfirvalda varðandi bygg- ingu á umræddri lóð. Að sögn Ólafs Þórs Júlíussonar, fram- kvæmdastjóra hjá Húsasmiðj- unni, verður nýja verslunin um- talsvert stærri en núverandi verslun og verður vöruúrval Blómavals aukið til muna við flutninginn. „Verslunin í Sigtúni er samsett úr nokkrum gróðurhúsum sem skeytt hefur verið saman þannig að það nýtist ekki mjög vel plássið í henni, segir Ólafur Þór. „Nýja verslunin er hönnuð frá grunni með þarfir Blómavals í huga og húsið verður því betur nýtt en nú- verandi húsnæði.“ Unnið er að hönnun nýju verslunarinnar, en framkvæmdir hefjist á næsta ári. Blómaval flytur úr Sigtúni í Skútuvog Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Kópavogur | Rekstur Dvalar, at- hvarfs fyrir geðfatlaða í Kópavogi, hefur verið tryggður til næstu tveggja ára. Samningur þess efnis var undirritaður í Dvöl nýverið. Að rekstri Dvalar standa Kópavogs- deild Rauða kross Íslands, Kópa- vogsbær og Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra á Reykjanesi. Með undirritun samningsins axla Kópa- vogsbær og svæðisskrifstofan stærri fjárhagslegar byrðar en áður en Kópavogsdeild sér áfram um rekst- ur athvarfsins, segir í fréttatilkynn- ingu. Athvarfið var opnað árið 1998. Rekstur Dvalar tryggður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.