Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 37 UMRÆÐAN Vinnustofa SÍBS Sími 5628500 bréfabindin www.mulalundur.is NOVUS B 225 Gatar 25 síður. Má læsa í geymslustöðu eftir notkun. Verð 535 kr/stk Hafðu tengda- mömmu hjá þér. Novus B 80 til að ná heftum úr. Verð 59 kr/stk FYRIRHUGAÐ er að halda stofnfund heildarsamtaka fólks sem glímir við offitu á Íslandi. Staður og stund hafa ekki verið ákveðin. Fundartími verður ákveð- inn þegar við höfum fengið þær und- irtektir sem við þurf- um til að halda stofn- fund. Nú þegar höfum við fengið mörg tölvuskeyti frá fólki sem tilbúið væri að vera í samtökunum og einnig hef ég feng- ið mjög mörg símtöl í gegnum upplýs- ingasíma samtakanna. Síminn er 824-6622 og er alltaf opinn fyr- ir fólk sem glímir við offitu. Fólk getur allt- af hringt og fengið góð ráð. Í fyrstu ætluðum við að hafa símann opinn eingöngu fyrir þá sem hefðu farið í offituaðgerð á Íslandi en ákváðum seinna að víkka hringinn og hafa hann opinn öllum þeim er glíma við offitu og afleiðingar hennar. Stýrihópur hefur verið í gangi vegna samtakana. Við höfum ekki hist oft en þeim mun meira verið í tölvupóstssambandi. Það sem ég auglýsi eftir núna er einhverjir góðir aðilar sem til væru í að vera í stjórn samtakanna. Stjórninni hefði þá verið ætlað það hlutverk að halda utan um fundi, sjá um fjármál samtakana og margt, margt fleira er viðkemur svona rekstri. Þannig að ef einhverjir eru tilbúnir að hjálpa til við rekst- ur samtakanna þá er sú hjálp vel þegin. Við höfum einnig á und- anförnum dögum og vikum verið að leita eftir styrkjum frá hinum og þessum fyrirtækjum hér á landi. Við höfum leitað til banka og stærstu fyrirtækja hér á landi eftir smá peningum til að halda starfsemi okkar uppi. Það hefur nú ekki gengið vel sannast sagna. Það eru ekki margir viljugir til að styrkja samtök okkar, en vonandi er að það breytist. Það má samt geta þess að við feng- um höfðinglega gjöf frá tölvufyrirtækinu Einari J. Skúlasyni. Fyrirtækið gaf sam- tökunum mjög full- komna fartölvu sem mun nýtast okkur vel til komandi verka. Ég vil hér þakka for- svarsmönnum Einars J. Skúlasonar kær- lega fyrir þeirra framlag til samtak- anna. Ég og við sem er- um að koma þessum samtökum af stað höfum fengið mjög góðar viðtökur á und- anförnum vikum. Við fáum alls staðar gott orð í okkar garð. Enda allir ánægðir með það að svona samtök skuli vera að fara í gang. Enda ekki vanþörf á hér á landi. Það sem við þurfum núna að verða okkur úti um er fundaað- staða. Við þurfum einhvers staðar að funda. Ef það eru einhverjir aðilar hér í Reykjavík sem eru til í að leyfa okkur að vera með funda- aðstöðu þá væri mjög gott ef haft yrði samband við mig í síma 661-1113. Við erum eins og sagt er á götunni, hvergi með fast hús- næði. Það sem okkur hefur langað til er að fara í grunnskóla landsins og spjalla við ungu kynslóðina sem mun erfa þetta land. Það er alveg hræðilegt að sjá hvað unga kyn- slóðin er að fitna og þyngjast. Þessu viljum við breyta. En að lokum: Þeim sem vilja ganga til liðs við samtökin er bent á að hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið adgerd- @hotmail.com. Einnig getur fólk hringt í mig í síma 517-7661 eða 661-1113. Þá er upplýsingasími samtakanna alltaf opin. Númerið í upplýsingasímanum er 824-6622. Stöndum nú þétt saman og stofn- um öflug og heilsteypt heildar- samtök fólks, sem glímir við of- fitu, og aðstandenda. Upplýsingasími samtakanna er 824-6622. S. 517-7661 valgeirp@internet.is S. 661-1113 adgerd@hot- mail.com Fyrirhugaður stofnfundur heildarsamtaka fólks sem glímir við offitu á Íslandi Valgeir Matthías Pálsson fjallar um stofnfund fólks sem glímir við offitu ’Það er alveg hræðilegtað sjá hvað unga kyn- slóðin er að fitna og þyngjast.‘ Valgeir Matthías Pálsson Höfundur er nemandi. SAMRÁÐ olíufé- lagana olli því að allar vísitölur í landinu eru rangar. Skuldir heim- ilanna eru hærri vegna rangra vísitalna. Fisk- verð í landinu er hærra vegna rangs olíuverðs, svo mætti lengi telja. Afleiðingar svikanna eru mun viðtækari en unnt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Hvað ætla stjórnvöld að gera til þess að leið- rétta vísitöluútreikning landsins? Ekkert hefur heyrst frá ráðamönnum þjóðarinnar um það hvernig eigi að bregð- ast við. Oft hafa þeir látið í sér heyra af minna tilefni. Krafa landsmanna hlýtur að vera að leiðrétting fari fram. Þessir þrír forstjórar hljóta að teljast landráðamenn. Hvað á að gera við eignir þeirra? Eru þær ekki í raun eign þjóð- arinnar? Hvað um olíufélögin sjálf, er ekki rétt að gera þau upptæk til ríkisins? Nefnd hafa verið ol- íufélögin: Olíufélagið hf., Olís hf. og Skelj- ungur hf. Hvað með Orkuna er hún ekki eign Skeljungs? Atl- antsolía er eina olíu- félagið sem er fyrir utan þessi svik. Því ættu landsmenn að beina viðskiptum sín- um til þess félags. Vonandi setur Atl- antsolía upp starfs- stöð norðan heiða sem fyrst, þannig að sem flestir lands- menn geti beint við- skiptum sínum þang- að. Ef þú skyldir álpast inná bensínstöð gömlu félag- anna, mundu þá að kaupa „bara bensín“. Hvað gera stjórnvöld? Ragnar Hólm Bjarnason fjallar um olíumálið Ragnar Hólm Bjarnason ’Ef þú skyldirálpast inná bensínstöð gömlu félag- anna, mundu þá að kaupa „bara bensín“.‘ Höfundur er rekstrarfræðingur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Úrslitin úr spænska boltanum beint í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.