Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. NÆSLAND Sýnd kl. 8. Einu sinni var... Getur gerst hvenær sem er. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY KRINGLAN Sýnd kl. 4. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, 10.10 og 11.15. B.i. 16 ára. Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki. LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Ó.H.T. Rás 2 Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. *ATH. Aukasýning kl. 11.15 Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um öskubuskuævintýrið sem þú hefur aldrei heyrt um!Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki! ROKKTRÍÓIÐ Cream var fyrsta krafttríóið („power trio“) og sam- anstóð af þeim Eric Clapton, Jack Bruce og Ginger Baker. Sveitin var stofnuð árið 1966 en hætti rúmum tveimur árum síðar. Áhrif sveit- arinnar voru engu að síður mikil og segja má að hún hafi lagt grunninn að harðri rokktónlist og síðar þungarokki. Önnur plata Cream, Disraeli Gears (’67) þykir vera meistaraverk sveitarinnar, en þar er sýrurokki og blús blandað saman á áhrifaríkan máta. Tónleikar sveit- arinnar þóttu þá með eindæmum kraftmiklir en annað eins hafði ekki sést, hvað þá heyrst, fram að þeim tíma. Samkvæmt heimildum Billboard er nú líklegt að tríóið muni koma saman á nýjan leik og spili nokkra tónleika í Royal Albert Hall í Lond- on á næsta ári – en einmitt þar fóru lokatónleikar sveitarinnar fram, í nóvember 1968. Cream kom síðast fram saman árið 1993, er hljóm- sveitin var innlimuð í frægðarhöll rokksins. Samkvæmt Billboard ætlar sveit- in að hefja æfingar í byrjun næsta árs og er áætlað að halda tónleika á hverju kvöldi í heila viku. Ekki er vitað hvort framhald verður á starf- semi sveitarinnar eftir það. Tónlist | Cream kemur saman aftur Þeytt á ný? Cream: Baker, Bruce og Clapton. TÓNLISTINN ræður ríkjum á Ung- list, listahátíð ungs fólks, í Tjarnar- bíói í kvöld. Þar verður haldið Fram- sækniskvöld SPECAP eða SLÁTUR, samtök listrænt ágengra tónlistar- manna umhverfis Reykjavík í annað sinn og má búast við því óvænta á tónlistarlegum vettvangi. „Þetta verður spennandi,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson, um- sjónarmaður kvöldins, og upplýsir að fjögur atriði verði á dagskrá. Fyrstan má nefna „Elvar Auxpan, sem hefur getið sér gott orð fyrir noise-tónlist.“ Líka stígur á svið trommuleikarinn og tónsmiðurinn Ólafur Björn Ólafs- son ásamt Önnu S. Þorvaldsdóttur en þau útskrifuðust saman frá tón- smíðadeild LHÍ síðasta vor. „Ég veit í raun ekkert um þetta at- riði. Það kemur alveg í ljós,“ segir Steini, eins og hann er kallaður, og er það allt hluti af því að stuðla að fram- sækninni að skipta sér ekki af því hvað fólk hyggist gera. „Ég spyr bara fólk hvort það vilji gera eitthvað.“ „Ekki nóg með að við höfum liðs- mann úr Kanada (Óli Björn) heldur kemur fram hjómsveitin Adanak, sem er Kanada aftur á bak,“ segir Steini en hljómsveitin er skipuð djassistunum Helga Svavari Helga- syni trommara, Davíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara, Róbert Reyn- issyni gítarleikara og Hrafni Ásgeirs- son saxófónleikari. „Þetta verður mest djasslegt af því sem verður á dagskránni en það sem þeir hafa gert saman hefur farið í ýmsar áttir. Þeir eru með rafhljóð í þessu og flakka á milli stíla. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist.“ Steini er sjálfur með atriði á dag- skrá ásamt Páli Ivani Pálssyni en þeir eru saman í hljómsveitinni Hest- bak, sem var að senda frá sér plötuna Gratín. Í þetta skipti koma þeir fram sem dúettinn Steypa. „Þetta er spunaverk þar sem tólf manns verða að spila,“ segir Steini en fólkinu verður skipt upp í þrjá fjög- urra manna hópa. „Þetta er mikil til- raun,“ segir Steini, en hann og Páll Ivan eru báðir á síðasta ári í tón- smíðanámi í Listaháskólanum. Steini segir að samtökin SLÁTUR sé „hattur sem við höfum til að reka heimasíðu og halda tónleika öðru hvoru. Menn sem koma úr ólíkum geirum og hópum eru oft að pæla í svipuðum hlutum og geta sameinast í samtökunum. Þetta er hópur með framsækni að markmiði.“ Steini er þakklátur fyrir að vera með í Unglist. „Það er þvílíkur munur að geta haldið tónleika í góðu húsnæði og hljóðkerfi með stuðningi frá Hinu húsinu.“ Unglist | Tónlistarkvöld SLÁTUR í Tjarnarbíói Morgunblaðið/Golli Framsæknir og vel lesnir: Páll Ivan Pálsson, Róbert Reynisson, Guð- mundur Steinn Gunnarsson og Elvar Már Kjartansson (Auxpan). Framsækni að markmiði Framsækniskvöldið hefst í Tjarn- arbíói kl. 20 og er aðgangur ókeypis . www.unglist.is www.specap.com ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.