Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 65

Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 65 PLATA Brain Police frá því í fyrra, sem var þeirra önnur, tókst vonum framar – skotheld rokkskífa þar sem meðlimir Brain Police náðu loks að fanga feitan og kröftugan eyðimerk- urrokkhljóminn almennilega og koma honum á plast. Laga- smíðarnar voru allflestar eftir bókinni ef svo má segja, dæmigert trukkandi eyði- merkurrokk og smíðarnar vissu- lega nokkuð einsleitar á köflum. Slíkt er þó ekki uppi á ten- ingnum hér. Brain Police hafa, sem betur fer, séð að í raun var ekki hægt að fara lengra með hljóðheim síðustu plötu, slíkt hefði að öllum líkindum leitt til afkáralegrar endurtekningar. Í stað þess sér maður hljómsveit- ina næstum því fyrir sér sitj- andi á rökstólum, setjandi sam- an áætlun um hvernig hægt væri að þróa sig áfram án þess að fórna einkennishljómnum. Þess lags áætlun hefur auð- heyranlega verið hrint af stokk- unum og það er gleðilegt frá því að segja að hún gengur upp. Heyra má að menn hafa gefið sér tíma til hljóðversdútls. Lög- in eru margræðari en áður og heildarsvipurinn er á margan hátt rólegri, án þess að dragi eitthvað úr kraftinum. Tilraunir eru gerðar með hljóm, hvort heldur það er í kringum gítara eða trommur (sjá t.d. trommur í „2113 (Sea Weed)“) og skemmtilegar gítar- og bak- raddapælingar lyfta lögum oft upp. Þetta er þannig innhverf- ara verk og meiri völundarsmíð en fyrri útgáfur Brain Police. Hljómborð/orgel setja þekkileg- an svip á sum lagana, og er nettur Doors/Black Sabbath andi yfir þeim (mér verður ein- hverra hluta vegna alltaf hugs- að til lagsins „Planet Caravan“ með Black Sabbath af Paranoid þegar orgelið kemur inn). Öll þessi tilraunamennska, þessi leikur að eyðimerkurrokkinu sem er fremur rígbundið form, gengur vel upp og platan vex jafnt og þétt með hverri hlustun. Hljóðfæraleikur er pottþéttur svo og söngur. Brain Police er orðið þrusuþétt band og sú staðreynd hefur greinilega ýtt undir þetta frelsi sem þeir gefa sér hér. Þetta verkefni, erfiða verkefni vil ég segja, er nefni- lega leyst af býsna miklu öryggi Umslagið – hannað af Þor- móði Aðalbjörnssyni – er stór- glæsilegt, það besta sem ég hef séð á árinu. Þessi plata gæti mögulega verið á kostnað einhverra aðdá- enda en gróðinn er fólginn í því að allir sem einn geta Brain Police-liðar staðið keikir við þetta verk. Electric Fungus er metnaðarfull plata og sýnir visst hugrekki. Á henni sannar Brain Police að hún er „alvöru“ hljómsveit, líkleg til frekari stórræða ef vindarnir fara að blása þannig. Skipt um sand TÓNLIST Íslenskar plötur Í Brain Police eru Gunnlaugur Lár- usson (gítar, píanó, hljóðgervlar, bak- raddir, „vélin“), Hörður Stefánsson (bassi), Jón Björn Ríkarðsson (tromm- ur) og Jens Ólafsson (söngur). Öll lög eru eftir Brain Police, Upptökustjóri var Alex „Flex“ Árnason ásamt Brain Police og á hann einnig hlut í einu lagi. Hrafn Thoroddsen; The Flex- meister og Arnar Sigurðsson aðstoð- uðu í sínu laginu hver. Platan kemur einnig út í takmörkuðu upplagi ásamt mynddiski. Brain Police – Electric Fungus  Arnar Eggert Thoroddsen Bók um söngflokkinn Nylonvar að koma út. Hún ersamnefnd nýju plötunni ogheitir 100% Nylon og er fjallað um líf Ölmu, Emilíu, Stein- unnar og Klöru frá ýmsum sjón- arhornum. Höfundur bókarinnar er Marta María Jónasdóttir, sem starf- að hefur sem blaðamaður og stílisti hjá Fróða síðastliðin fjögur ár á blöð- um á borð við Mannlíf, Séð og heyrt og Hús og híbýli. „Kristján B. Jón- asson, þróunarstjóri hjá Eddu, hafði samband við mig og bað mig um að taka þetta verkefni að mér. Ég hugs- aði mig ekki tvisvar um og fannst þetta mjög spennandi,“ segir hún en bókin er gefin út af Vöku-Helgafelli. Stelpur með fullt að segja „Maður heyrði það þegar verkefnið fór af stað að fólk skildi ekki hvað væri hægt að skrifa um, því þetta væri allt svona nýtt. En þetta eru fjórir einstaklingar sem áttu tilveru áður en þær byrjuðu í Nylon og þær hafa fullt að segja,“ segir Marta María. „Þegar við gerðum þessa bók skoð- aði ég ekki neinar gamlar hljómsveit- arbækur. Þetta er bara þeirra til- vera. Mér fannst mjög nauðsynlegt að það væri veglegur kafli um hverja og eina,“ segir hún, en líklegt er að aðdáendum þyki mestur fengur í kaflanum „Nylon fyrir Nylon“ þar sem hver stúlka um sig rekur ævi sína og birtar eru gamlar fjöl- skyldumyndir. Marta María hefur eins og gefur að skilja eytt miklum tíma með stelp- ununum og kaus að tala við þær hverja fyrir sig. „Þegar fleiri en tvær stelpur koma saman vilja þær oft tala hver ofan í aðra. Ég sá að við mynd- um aldrei skrifa neina bók ef við vær- um alltaf allar fimm saman. Ég vann þetta heima hjá mér og þær voru hjá mér ein og ein í einu og við áttum góða stund saman. Þetta var mjög heimilislegt,“ segir hún en á undan þeim kafla er byrjunin rifjuð upp. Í kaflanum „Sumarið“ er rakin at- burðarás síðasta sumars og fyrir Mörtu Maríu fólst nokkur heimildarvinna í því. „Eins og sést á bók- inni var þetta mjög stíft prógramm og þær fara úr því að vera al- gjörlega óþekktar í það að vera frægar á skömmum tíma. Það sást á útgáfu- tónleikunum í síðustu viku að þær eiga mjög þéttan aðdá- endahóp og mér finnst mjög gleði- legt að þetta skuli hafa þróast svona.“ Síðan er að finna í bókinni prófið „Hvaða Nylonstelpu líkist þú?“, textana af plötunni, fylgst er með stelpunum í hljóðveri og fleira. Mikið lagt upp úr útlitinu Það sem síðast en ekki síst ein- kennir bókina er fjöldinn allur af myndum, sem Nylon-aðdáendur verða áreiðanlega þakklátir fyrir. Marta María valdi myndirnar í sam- vinnu við hönnuð bókarinnar, Krist- ínu Agnarsdóttur, en mikið er lagt upp úr öllu út- liti bók- arinnar. „Ari Magg tók myndir sér- staklega fyr- ir bókina, sem marka upphafið að flestum köfl- unum. Svo er þarna að finna mynd- ir frá stelpunum sjálfum og úr myndatökum fyrir hitt og þetta,“ segir Marta María. „Þetta var mjög skemmtilegt. Mér finnst eins og ég hafi eignast fjórar yngri systur.“ Nylon | Bók um söngflokkinn komin út Eignaðist fjór- ar yngri systur ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Marta María Jónasdóttir, blaðamað- ur og stílisti, er höfundur nýju bók- arinnar um stelpurnar í Nyl- on sem heitir 100% Nylon. Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  H.L.Mbl.  ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki. AKUREYRI Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. LAND Einu sinni var... Getur gerst hvenær sem er. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 3.50. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.40, 5.50, 8 OG 10.20. LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Ó.H.T. Rás 2 Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um öskubuskuævintýrið sem þú hefur aldrei heyrt um! Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki! ÁLFABAKKI Sýnd kl.4 og 6. Ísl tal./ kl. 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.