Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 1

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 100. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Listin að vera leiðtogi Konur í Garðabæ fjölmenntu á leiðtoganámskeið | Daglegt líf Bílar | Volvo XC90 V8 reynsluekið  Toyota fremstir í tvinn- bílum Íþróttir | Milljón punda leikmaður til Fáskrúðsfjarðar 32 síðna aukablað um garða og gróður LYFJAFYRIRTÆKIÐ Glaxo- SmithKline á Íslandi hefur birt lyfjaauglýsingar á íslensku í tak- mörkuðu upplagi af breska lækna- tímaritinu British Medical Journal (BMJ), og dreift því til hóps ís- lenskra lækna. Í kynningarbréfi til læknanna segir að GlaxoSmithKline sé öflug- ur samstarfsaðili BMJ víða í ná- grannalöndunum og í krafti þessa samstarfs fái fyrirtækið ákveðinn fjölda eintaka af tímaritinu til dreif- ingar. Býðst fyrirtækið til að senda læknunum BMJ á hálfsmánaðar fresti næstu 12 mánuði. Eingöngu dreift til lækna hér Linda Björk Ólafsdóttir, mark- aðsstjóri GlaxoSmithKline á Ís- landi, segir útgefendur tímaritsins bjóða upp á þennan kost. „Við get- um keypt ákveðið upplag af tíma- ritinu fyrir viðskiptavini okkar og setjum inn auglýsingar með. Þetta er sama blaðið og dreift er annars staðar en auglýsingarnar eru ein- göngu í upplaginu sem dreift er á íslenska markaðinum,“ segir hún. Að sögn Lindu þekkist þetta fyr- irkomulag víða, m.a. á öðrum Norð- urlöndum og samræmist fyllilega ströngustu reglum. Strangar siðareglur Nýverið kom fram í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu að lyfjafyr- irtæki hefðu fækkað auglýsingum sínum í Læknablaðinu eftir greina- skrif í blaðinu um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Aðspurð segir Linda þó að auglýsingar Glaxo- SmithKline í BMJ og dreifing þess til lækna hér á landi varði ekki Lækna- blaðið á neinn hátt. „Við erum með mjög strangar siða- reglur sem við förum eftir varðandi allt sem við gerum með okkar við- skiptavinum,“ segir hún. Linda hafði ekki tiltækar upplýs- ingar um í hversu stóru upplagi tíma- ritinu er dreift hér en segir að því sé eingöngu dreift til lækna. Ekki eru þekkt önnur dæmi þess að fyrirtæki hafi keypt auglýsingar á íslensku í er- lendum tímaritum til dreifingar til ákveðins markhóps hér á landi. Lyfjaauglýsingar á íslensku í virtu erlendu læknatímariti Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is múslíma sem annarra. Þá segir hún, að íslamskir innflytjendur verði að læra skammlausa dönsku til að geta orðið hluti af samfélaginu. Hættum á að vera stimpluð Margrét segir, að íslam verði að svara „og taka um leið þá áhættu að fá á okkur einhvern stimpil fyrir vik- ið. Það er nefnilega ýmislegt, sem ekki á skilið neitt umburðarlyndi. Þeir, sem það sýna í þessum efnum, verða að spyrja sig hver ástæðan sé. Stafar þetta af sann- færingu eða bara af því, að það er svo þægilegt að hafa enga skoðun?“ Múslímar eru nú um 3% íbúa Danmerkur en stjórnvöld vilja draga úr innflytjendastraumnum þangað. Kaupmannahöfn. AP. | „Við höfum allt of lengi reynt að leiða hjá okkur þau vandamál, sem tengjast íslamstrú. Ástæðan er að sumu leyti umburðarlyndi en líka leti.“ Þetta er haft eftir Margréti Þórhildi Danadrottningu í nýrri bók um hana. „Það má vissulega segja margt gott um það fólk, sem hefur trúna að leiðarljósi frá morgni til kvölds, frá vöggu til grafar. Þannig er það líka með margt kristið fólk,“ segir drottning, sem dregur hins veg- ar enga dul á andúð sína á „alræðishyggjunni sem einnig er hluti af íslam“. Hún fordæmir jafnframt trúarofstæki, Margrét Danadrottning Áskorun íslams verði svarað UNNIÐ var hörðum höndum að því að moka út sandi í kjallara Hótel Reykjavík Centrum í Að- alstræti þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Sandurinn hefur legið ofan á jarðvegsdúki sem var settur til þess að vernda þær skálarústir sem þar liggja undir. Rústirnar fundust við framkvæmdir á hót- elinu og var ákveðið að varðveita þær og gera þær sýnilegar með sýningu í kjallara hótelsins. Mörgum rúmmetrum af sandi var hand- mokað á færiband sem fyllti ker sem voru svo tæmd með dælubíl sem sogaði sandinn úr ker- unum. „Þetta er alveg bakbrjótsvinna,“ sagði einn starfsmanna Garðvéla sem tóku að sér sandmoksturinn. Mokað ofan af landnámsskálanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílar, Íþróttir og Vorboðinn BANDARÍKJAMÖNNUM virðist hafa tek- ist að fá ríki Evrópusambandsins ofan af því í bili að aflétta 16 ára gömlu banni við sölu á vopnum til Kína. Þing ESB ítrekaði í gær að sögn AFP andstöðu sína við að banninu yrði aflétt en það var sett eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. Ráða- menn margra Evrópu- ríkja vilja að banninu verði aflétt í júní. „Viðskiptalegum refsiaðgerðum er ætlað að einangra og refsa; þýska stjórnin vill þróa samstarf sem getur ýtt undir breytingar,“ sagði Gerhard Schröd- er, kanslari Þýska- lands, í gær. En ljóst er að ekki er eining um málið í þýsku stjórninni. Joschka Fischer utanríkisráðherra hefur lát- ið í ljós efasemdir um að bannið verði fellt úr gildi og bent á slæm áhrif sem slík aðgerð myndi hafa á samstarfið við Bandaríkin. Ráðamenn í Washington telja að evrópsk há- tæknivopn í höndum Kínverja gætu raskað jafnvægi í Austur-Asíu og benda m.a. á að Bandaríkin ábyrgist öryggi Taívana. Taívan „lýðræðisfyrirmynd“ Þing ESB í Strassborg hefur áður lýst andúð á því að aflétta banninu og samþykkti í gær með miklum meirihluta ályktun þar sem sú stefna var ítrekuð. Var vitnað til þess að ekki hefðu orðið framfarir á sviði mannrétt- inda og lýðræðis í Kína og styðja bæri Taívan sem „lýðræðisfyrirmynd fyrir allt Kína“. Þingmenn í Washington segja að endur- skoða yrði allt varnarsamstarf við Evrópu- ríkin ef sölubanninu yrði aflétt, þ. á m. sam- starf um smíði hátækni-herþotu. Sumir þingmenn gagnrýndu þó í gær að Banda- ríkjamenn seldu, ekki síður en Evrópumenn, mikið af vörum og þekkingu til Kína er hægt væri að nota bæði til friðsamlegra hluta og í hernaði. „Erum við fyrirmyndir eða hræsn- arar?“ spurði repúblikaninn Curt Weldon. Kínverjar samþykktu nýlega lög um heim- ild til valdbeitingar ef Taívanar lýstu yfir sjálfstæði. Segja Bandaríkjamenn það röng skilaboð til Kínastjórnar að aflétta banninu; hún gæti túlkað það sem veiðileyfi á Taívan. Vopnasölu- banni verði ekki aflétt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Gerhard Schröder Evrópuþingið ber við slæmu ástandi mann- réttindamála í Kína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.