Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 2

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AUGLÝST Á ÍSLENSKU Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline á Íslandi hefur birt lyfjaauglýsingar á íslensku í takmörkuðu upplagi af breska læknatímaritinu British Medical Journal, og dreift því til hóps íslenskra lækna. Íþróttasvæði í Kópavogi Kópavogsbær og Knatt- spyrnuakademía Íslands hafa und- irritað viljayfirlýsingu um sameig- inlegan undirbúning að uppbygg- ingu heilsu-, íþrótta- og fræðaseturs á um 8 hektara landsvæði við Valla- kór í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust og ljúki eftir 3–4 ár. Ólögleg kvikmynd eða ekki? Kvikmyndaskoðun segir að það komi ekki í sinn hlut að ákvarða hvort kvikmyndin 9 Songs eftir Michael Winterbottom, sem sýnd er á kvikmyndahátíð í Reykjavík, sé ólögleg klámmynd sem varði við hegningarlög að sýna. Vopnasölubanni varla aflétt Flest bendir til þess að Banda- ríkjamönnum hafi í bili tekist að fá Evrópusambandsríkin til að falla frá þeirri ákvörðun að aflétta vopna- sölubanni á Kína. Bandaríkjamenn óttast að evrópsk vopn myndu raska jafnvægi í Asíu og verða ef til vill notuð gegn Taívan. Þing ESB sam- þykkti í gær ályktun gegn því að banninu yrði aflétt. Gagnrýnir trúarofstæki Margrét Danadrottning segir í nýrri viðtalsbók að íslam sé áskorun sem kristnar þjóðir verði að takast á við. Hún gagnrýnir trúarofstæki og varar við því að fólk sýni því um- burðarlyndi. Slíkt umburðarlyndi geti í reynd verið afsökun til að koma sér hjá því að taka afstöðu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 36/42 Fréttaskýring 8 Minningar 43/50 Úr verinu 14 Brids 52 Viðskipti 15 Dagbók 54/57 Erlent 18/19 Myndasögur 54 Minn staður 20 Víkverji 54 Suðurnes 21 Velvakandi 55 Austurland 21 Staður & stund 56 Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 57 Akureyri 22 Leikhús 58 Daglegt líf 24/27 Af listum 60 Vigdís 75 ára 28/32 Bíó 62/65 Menning 33, 58/65 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 Viðhorf 36 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #          $         %&' ( )***                     Reyðarfjörður | Steypuvinna við und- irstöður fyrri kerskála álvers Fjarðaáls-Alcoa á Reyðarfirði er hafin. Við steypuna í álverið er not- uð ný og öflug 36 metra löng sem- entsdæla og sérstök stálsteypumót sem þykja mun skilvirkari í notkun en hefðbundin timburmót. Tveir kerskálar verða í álverinu á Reyð- arfirði, hvor um sig 1,1 km að lengd. Áður en undirstöðurnar eru steypt- ar, er steypt á klöppina svokallað þrifalag, sem að sögn Andy Cam- eron, staðarstjóra Bechtel á Reyðar- firði, gerir vinnu við undirstöðurnar bæði tryggari og skilvirkari, auk þess sem það gerir klöppina undir vatnshelda. Meðan verið er að steypa undirstöður fyrir fyrsta kerið í kerskálanum, er annar verkhópur að störfum við að steypa þurralag fyrir næsta ker við hliðina og er skil- ið á milli hópanna með öryggisgirð- ingum. Cameron segir aðferðir við uppsteypuna, bæði hvað varðar gerð þrifalags, dælingu og hin sérhönn- uðu steypumót, spara allt að helm- ingi vinnutíma við verkið. Steypustöðin ehf. hefur reist steypustöð í jaðri hinnar 100 hekt- ara stóru álverslóðar. Steypustöðin hefur tvö síló sem anna samtals 160 kúbikmetrum á klukkustund. Framkvæmdir við álverið á Reyðarfirði ganga vel Steypuvinna hafin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Dælt í stálsteypumótin við álverið. Um 300 starfsmenn vinna nú á álverssvæðinu, þar af eru 83% Íslendingar. ÚRSKURÐARNEFND þjóð- kirkjunnar hafnaði í gær öllum kröfum sóknarprestsins í Garðasókn, sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar, í deilu sem staðið hefur milli hans og aðila innan safnaðarins. Mun nefnd- in leggja til við biskup Íslands að sóknarpresturinn verði fluttur til í starfi. Samkvæmt heimild Morgun- blaðsins gerði sóknarprestur- inn, sem var málshefjandi, þá kröfu að formanni og vara- formanni sóknarnefndar, Matthíasi G. Péturssyni og Arthuri Farestveit, yrði veitt áminning. Þessari kröfu var vísað frá af úrskurðarnefnd. Einnig gerði málshefjandi kröfur um að Nanna Guðrún Zoëga djákni og sr. Friðrik J. Hjartar, prestur safnaðarins, yrðu flutt til í starfi. Þeim kröfum var hafnað. Að kröfu gagnaðila, þ.e. for- manns og varaformanns sókn- arnefndar, auk djáknans, legg- ur úrskurðarnefndin til við biskup Íslands að sóknarprest- urinn verði fluttur til í starfi. Úrskurðinum er hægt að skjóta til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar innan þriggja vikna frá því hann var birtur. Sóknar- prestur verði fluttur til Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fimm manna fjölskylda geti skráð lögheimili sitt á skipulögðu sumarhúsasvæði í Bláskógabyggð en fjölskyldan flutti þangað í vor. Hagstofan hafnaði beiðni fjölskyldunnar um skrán- ingu lögheimilisins eftir að hafa fengið umsögn um málið frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Í dómi Hæstaréttar segir að fjölskyldan njóti stjórnarskrárbundins réttar til að ráða búsetu sinni og hefði ekki verið vísað til haldbærra heimilda sem sett gætu skorður við búsetu þeirra í sumarhúsa- byggðinni. Lagði Hæstiréttur til grundvallar, að nýting fjölskyldunnar á húsinu samræmdist laga- ákvæði um lögheimili og þau teldust því hafa þar fasta búsetu í skilningi laga. Fékk ekki skráða skólavist fyrir börnin Fjölskyldan flutti í febrúar á síðasta ári frá Reykjavík í hús, sem hún hafði byggt í landi Iðu. Jafnhliða flutningnum sóttu hjónin um skólavist fyrir tvo syni sína. Bláskógabyggð tilkynnti fjöl- skyldunni hins vegar, að hún fengi ekki skráð lög- heimili í sveitarfélaginu auk þess sem börnunum var neitað um skólavist í grunnskóla sveitarfé- lagsins. Fjölskyldan óskaði þá eftir að fá skráð lögheimili í sveitarfélaginu með óstaðsetta búsetu, en hún bjó þá ekki lengur í Reykjavík og taldi sér óheimilt að hafa lögheimili skráð þar. Þessu hafnaði sveitar- stjórnin. Taldi húsið reist sem frístundahús Fjölskyldan kærði þetta til menntamálaráðu- neytisins sem vísaði kærunni frá. Í kjölfar þess var óskað eftir að sveitarfélagið tæki upp ákvörðun sína um höfnun skólavistar barnanna. Þeirri málaleitan var hafnað, en samið var í apríl um bráðabirgða- skólavist fyrir drengina út það skólaár sem þá stóð yfir. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að börnin hafi sótt skóla í Bláskógabyggð og er það m.a. lagt til grundvallar þeirri niðurstöðu, að fjölskyldan hafi fasta búsetu í húsinu. Fimm hæstaréttardómarar dæmdu í málinu en einn þeirra, Garðar Gíslason, skilaði séráliti, og vildi hafna kröfu fjölskyldunnar. Segir hann að þar sem umrætt landsvæði hafi verið skipulagt sem frí- stundabyggð og hús fjölskyldunnar reist sem frí- stundahús, sem ekki væri ætlað til heilsársbúsetu heldur tímabundinnar dvalar, yrði húsnæðinu að þessu leyti jafnað til þess húsnæðis, sem talið sé upp í lögheimilislögum. Geti fjölskyldan því ekki með dvöl í húsinu uppfyllt skilyrði laganna um fasta búsetu og því ekki átt kröfu til lögheimilis þar. Meirihluti dómsins var skipaður hæstaréttar- dómurunum Markúsi Sigurbjörnssyni, Guðrúnu Erlendsdóttur, Gunnlaugi Claessen og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Kristinn Hallgrímsson hrl. og Óskar Thorarensen hrl. fluttu málið fyrir Bláskóga- byggð og ríkið. Karl Axelsson hrl. og Guðjón Ægir Sigurjónsson hdl. fluttu mál fjölskyldunnar. Hæstiréttur dæmir fjölskyldu sem vildi eiga lögheimili í Bláskógabyggð í vil Réttur til búsetu varinn NAFN Jóhönnu Sigurðardóttur al- þingismanns hefur nú bæst í hóp þeirra Samfylkingarmanna sem orð- aðir hafa verið við varaformannsemb- ættið í Samfylkingunni. Jóhanna hef- ur ekkert gefið út um það opinberlega hvort hún hyggist gefa kost á sér, en skv. upplýsingum blaðamanns hefur hún tekið vel í þá hugmynd að bjóða sig fram. Stuðningsmenn hennar telja þó lík- legt að hún muni ekki tilkynna fram- boðið, ef af verður, fyrr en á lands- fundi Samfylkingarinnar í lok maí, þ.e. eftir að úrslitin í formannskjörinu verða ljós. Framkvæmdastjórn Ungra jafnað- armanna skoraði á Ágúst Ólaf Ágústsson þingmann að gefa kost á sér í varaformannsembættið í byrjun vikunnar. Öruggt er talið að hann muni tilkynna framboð sitt opinber- lega í dag. Verður hann þar með fyrstur til að gefa formlega kost á sér í varaformannsstólinn. Má búast við því að sú ákvörðun verði til þess að ýta við öðrum þeim sem orðaðir hafa verið við stólinn, um að taka af skarið. Þeir sem hafa sérstaklega verið nefndir í þessu sambandi eru Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og þingmenn- irnir Kristján L. Möller, Lúðvík Bergvinsson og Guðmundur Árni Stefánsson. Landsfundur Samfylkingar- innar hefst 20. maí nk. For- mannskjörið fer fram með póst- kosningu, en kosið er um varaformanninn á fund- inum sjálfum. Hingað til hefur verið talið að væntanleg varaformannsefni myndu ekki gefa formlega kost á sér fyrr en formannskjörið lægi fyrir. Jóhanna Sigurðardóttir Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir nefnd sem varaformannsefni UM 4.500 manns höfðu í gær- kvöldi skráð sig fyrir mögu- legum kaupum á hlut í Síman- um. Að sögn Orra Vigfússonar, eins aðstandenda hóps áhuga- samra kaupenda, má reikna með að loforð séu komin fyrir ríflega 10 milljörðum króna. Orri og hans samstarfsmenn í verkefninu, Agnes Bragadótt- ir og Ingvar Guðmundsson, áttu í gær fundi með fulltrúum fjármálastofnana og verður þeim heimsóknum haldið áfram næstu daga. Orri segir viðtök- urnar hafa verið góðar. Loforð frá um 4.500 manns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.