Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FITUBRENNSLA a u k i n b r e n n s l a v a t n s l o s a n d i m e i r i o r k a m i n n k a r n a r t Easy body Burner hylki er frábær lei› til a› tapa flyngd á árangursríkan og skynsaman hátt. Hylkin innihalda m.a koffín, H‡droxísítruss‡ru, króm pikkólant og L-Carnitine. sérhanna› fyrir konur Sölusta›ir: og Heilsuhúsi› LÖGMAÐUR GT-verktaka, fyrir- tækisins við Kárahnjúkavirkjun sem hefur verið ákært fyrir brot á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlend- inga, telur að gildandi lög hér á landi heimili ríkisborgurum allra EES-ríkja að dvelja og starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði án dvalar- og atvinnuleyf- is. Lögmaðurinn, Mar- teinn Másson, bendir á að í lögum um útlend- inga, nr. 96/2002, séu sérreglur um útlend- inga sem falli undir EES-samninginn. Í 1. mgr. 35. gr. laganna komi fram að útlend- ingur sem falli undir reglur EES- samningsins megi koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast eða starfa hér á landi í allt að þrjá mán- uði frá komu hans til landsins, eða allt að sex mánuðum sé hann í at- vinnuleit. Við inngöngu nýrra ríkja í Evr- ópusambandið nýtti Ísland sér heimild til að hafa aðlögunartíma til 1. maí 2006 um frjálsa för launa- fólks milli landa. Aðlögunartíminn, samkvæmt bráðabirgðaákvæði með útlendingalögunum, gildir hins veg- ar ekki í þeim tilvikum þegar EES- útlendingur frá einu hinna nýju að- ildarríkja kemur til landsins og dvelur hér og starfar, svo fremi sem það sé ekki lengur en í 3 mán- uði. Aðlögunartíminn gildir ekki um þjónustusamninga, að sögn Marteins. „Samkvæmt bráða- birgðaákvæði með lögum um atvinnu- réttindi útlendinga geta starfsmenn er- lendra fyrirtækja, sem selja hingað tíma- bundna þjónustu, komið hingað án at- vinnuleyfis. Þetta er afar skýrt í mínum huga og ég tel það vera rangt þegar því er haldið fram að starfsmenn erlendra fyrirtækja, sem koma hingað af EES-svæðinu á grund- velli þjónustusamnings, þurfi at- vinnuleyfi,“ segir Marteinn. Ekki starfsmenn GT-verktaka Marteinn segist fallast á það með fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði að hér sé um prófmál að ræða. Nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort fyrirtæki á EES-svæðinu megi selja hingað þjónustu og senda hingað starfs- menn sína til að efna þá samninga. Marteinn bendir á að Lettarnir tveir sem hafa verið ákærðir séu ekki starfsmenn GT-verktaka held- ur starfsmenn fyrirtækisins Vis- landia í Lettlandi. Þeir hafi verið sendir hingað til lands á grundvelli þjónustusamnings. Marteinn bendir jafnframt á að gildandi lög, t.d. lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á veg- um erlendra fyrirtækja, skilgreini ekki hvað sé þjónusta og hvað ekki. Svo fremi sem um lögmæta starf- semi sé að ræða geti nær hvað sem er flokkast sem þjónusta. GT-verk- takar hafi séð sér hag í því að kaupa umrædda þjónustu vegna tímabundins ástands. „Vinnumálastofnun hefur haldið því fram að þjónustusamningar gildi aðeins um sérfræðiþjónustu en um það segir ekkert í lögunum. Ef það á að refsa mínum umbjóðend- um fyrir meint brot á lögum þá verða lögin að vera mjög skýr hvað þetta varðar,“ segir Marteinn. Hann bendir jafnframt á að sam- kvæmt reglugerð um útlendinga beri fyrirtækjum að tilkynna Út- lendingastofnun um komu erlendra starfsmanna til landsins með minnst viku fyrirvara. Þetta hafi GT-verktakar og Vislandia gert og fengið staðfestingu til baka frá Út- lendingastofnun um að tilkynningin hafi borist. Vinnumálastofnun hafi hins vegar sagt þessa tilkynningu enga þýðingu hafa í málinu, þetta sé gert til að halda utan um töl- fræði. Upphaflega komu fjórir starfs- menn Vislandia hingað til lands, um miðjan febrúar síðastliðinn, en einn fór fljótlega aftur til Lettlands og annar fór nýlega af landi brott. Því voru bara tveir starfsmenn eftir, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði ákærði. Hafa bæði málin, gegn GT- verktökum og starfsmönnum Vis- landia, verið þingfest hjá Héraðs- dómi Austurlands og aðalmeðferðar er að vænta í næsta mánuði. Saksóknara sent bréf Marteinn segist hafa sent rík- issaksóknara bréf þar sem athygli hans er vakin á þeim heimildum sem ríkisborgarar hinna nýju EES- ríkja hafa hér á landi. Var bréfið al- menns eðlis og ekki tengt máli GT- verktaka sérstaklega, enda hafa fleiri sambærileg deilumál risið. Segist Marteinn ennfremur hafa sent Vinnumálastofnun og Útlend- ingastofnun bréf og óskað lagalegra skýringa á ýmsum atriðum, m.a. hvernig Vinnumálastofnun skil- greini þjónustusamninga, en ekki fengið svör enn. Lögmaður GT-verktaka segir nauðsynlegt að fá úrskurð dómstóla í málinu Telur Lettana geta starfað hér án atvinnuleyfis Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir GT-verktakar hafa aðallega sinnt rútubílaakstri við Kárahnjúka og tóku þar við af SBA-Norðurleið. Marteinn Másson Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is. UM 3.000 börn alls staðar að af landinu verða væntanlega víða á ferðinni í dag og yfir helgina með söfnunarbauka, en árleg söfnun ABC-barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hefst í dag. Auk barnanna sem ganga munu í hús munu söfn- unarbaukar liggja frammi í ákveðnum fyrirtækjum næstu 4–6 vikur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, munu hefja söfnunina með táknrænum hætti, og munu börn úr Melaskóla syngja afmælissönginn fyrir Vig- dísi, sem er 75 ára í dag. Að þessu sinni verður safnað fyr- ir stórri byggingu á Heimili litlu ljósanna á Indlandi þar sem verður svefnaðstaða fyrir 800 drengi, en áætlaður kostnaður við bygginguna er tæpar 10 milljónir króna. Á Heimili litlu ljósanna búa 2.000 börn, og er það alfarið rekið fyrir íslenskt styrktarfé. Auðunn Snævar Ólafsson, skrif- stofustjóri ABC-barnahjálpar, segir að mikil þörf sé á því að endurnýja húsnæði drengjanna, aðstæðurnar í dag séu ekki viðunandi. Hann segir að vonast sé til þess að nægilegt fé safnist til þess að ljúka byggingu hússins sem fyrst. Reikningur fyrir söfnunina Börn hjálpa börnum er í Íslandsbanka, nr. 515-14-110 000, kennitala 690688-1589. Börn hjálpa börnum með söfnun í dag FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavíkur sendi í gær frá sér lista yfir nöfn þeirra umsækjenda sem sýslumað- urinn í Reykjavík dró úr hópi 5.658 aðila sem sóttu um 30 lóðir í Lambaseli. Voru dregnar út 50 umsóknir, þar af 20 til vara. Umsækjendur fá valnúmer í þeirri röð sem umsókn var dregin. Eftirtaldar umsóknir komu upp: Nr. 1, umsókn nr. 893, Magnús Davíð Ingólfsson og Ingólfur Friðjón Magnússon. Nr. 2, umsókn nr. 1270, Áslaug Tóka Gunnlaugs- dóttir og Björn Ingi Guðjónsson. Nr. 3, umsókn nr. 70, Bergdís Finnbogadóttir og Árni Guðmundsson. Nr. 4, umsókn nr. 2869, Sigríður Gerður Guðbrands- dóttir. Nr. 5, umsókn nr. 1303, Björn Guðmundsson og Birna Björg Sigurðardóttir. Nr. 6, umsókn nr. 2512, Sigurbjörg Vignisdóttir. Nr. 7. umsókn nr. 490, Stefán Árnason. Nr. 8, umsókn nr. 4251, Bryndís Harðardóttir. Nr. 9, umsókn nr. 134, Guðrún Á. Bjarnþórsdóttir og Guðmundur B. Hermannsson. Nr. 10, umsókn nr. 1119, Hjálmar Örn Jóhannsson. Nr. 11, umsókn nr. 188, Brynjar Þór Jónasson og Guðlaug M. Júlíusdóttir. Nr. 12, umsókn nr. 4929, Sigríður Hvönn Karlsdóttir. Nr. 13, umsókn nr. 419, Jóhannes Geir Rúnarsson og Guðrún Bergmann Franzdóttir. Nr. 14, umsókn nr. 545, Vilhjálmur Jón Sigurpálsson. Nr. 15, umsókn nr. 546, Dofri Þórðarson. Nr. 16, umsókn nr. 5483, Christian Arthur Staub. Nr. 17, umsókn nr. 3371, Haukur Eggertsson. Nr. 18, umsókn nr. 2898, Sverrir Jóhannesson. Nr. 19, umsókn nr. 2400, Haukur Halldórsson. Nr. 20, umsókn nr. 935, Guðni Einarsson og Guðfinna Helgadóttir. Nr. 21, umsókn nr. 492, Svanþór Þorbjörnsson. Nr. 22, umsókn nr. 522, Ingvar Elíasson. Nr. 23, umsókn nr. 758, Ófeigur Grétarsson og Ragn- heiður Þorvaldsdóttir. Nr. 24, umsókn nr. 140, Ásdís Paulsdóttir og Emil R. Kárason. Nr. 25, umsókn nr. 672, Jakobína E. Sigurðardóttir. Nr. 26, umsókn nr. 412, Sæberg Guðlaugsson og Matt- hildur Kristensdóttir. Nr. 27, umsókn nr. 556, Ólafur Magnús Helgason og Berit Noesgaard Nielsen. Nr. 28, umsókn nr. 2351, Björk Ína Gísladóttir og Gísli Kristinn Ísleifsson. Nr. 29, umsókn nr. 525, Jón Þ. Gíslason. Nr. 30, umsókn nr. 167, Heiðar M. Vilhjálmsson og Sigríður Pétursdóttir. Nr. 31, umsókn nr. 3646, Sigríður Anna Árnadóttir. Nr. 32, umsókn nr. 1133, Rannveig Möller og Baldvin Haukur Júlíusson. Nr. 33, umsókn nr. 2432, Lúðvík Leósson. Nr. 34, umsókn nr. 701, Sigurður Þorgeirsson. Nr. 35, umsókn nr. 82, Gylfi Guðmundsson. Nr. 36, umsókn nr. 899, Atli Ágústsson. Nr. 37, umsókn nr. 4801, Tryggvi R. Valdimarsson. Nr. 38, umsókn nr. 312, Peter L. Mogensen. Nr. 39, umsókn nr. 3414, Stefán Viðar Guðmundsson. Nr. 40, umsókn nr. 1151, Henrik Óskar Þórðarson og Elín Hlíf Helgadóttir. Nr. 41, umsókn nr. 1100, Magnús Pálmason og Erna Aðalsteinsdóttir. Nr. 42, umsókn nr. 445, Ólafur Elíasson. Nr. 43, umsókn nr. 1306, Eva Hauksdóttir. Nr. 44, umsókn nr. 3000, Grímur Davíðsson og Svan- hildur H. Sigurfinnsdóttir. Nr. 45, umsókn nr. 1116, Arnar Snorrason. Nr. 46, umsókn nr. 540, Rafn Hjaltason. Nr. 47, umsókn nr. 1823, Sveinbjörn Runólfsson. Nr. 48, umsókn nr. 17, Björg Helgadóttir og Halldór Dungal. Nr. 49, umsókn nr. 3411, Einar Ingi Einarsson. Nr. 50, umsókn nr. 5161, Jörgen Þór Þráinsson. Útdráttur úr umsókn- um um einbýlishúsa- lóðir í Lambaseli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.