Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 20

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 20
Vík | Vorverkin eru byrjuð hjá vegagerðarmönnum. Vegir koma í misjöfnu ásigkomulagi undan vetri og er töluvert verk framundan. Bjarni Jón Finns- son hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal og Andrés Pálmason verktaki vinna við að laga mal- bikið fyrir framan Víkurskála. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vorverk í vegagerð Viðgerðir Suðurnes | Austurland | Akureyri | Höfuðborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ánægð með skólann | Foreldrar barna í Dalvíkurskóla eru ánægðir með skólann, en könnun var gerð eftir foreldraviðtöl fyrr í vetur. Þessi könnun er hluti af sjálfsmati Dalvíkurskóla og hafði sjálfsmatsnefnd skólans veg og vanda af framkvæmd þess- arar könnunar. Í ljós kom að yfir 90% for- eldra sögðu að barni sínu liði vel í skól- anum, telja að skólinn njóti virðingar í samfélaginu, voru ánægð með störf kenn- ara barns síns og telja Dalvíkurskóla vera góðan skóla. Öllum foreldrum fannst þeir vera velkomnir í skólann. Alls tóku for- eldrar 210 nemenda þátt í könnuninni. Frá þessu er sagt á vef Dalvíkurskóla. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kosið í Hofstaðaprestakalli | Almenn prestskosning fer fram í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi 28. maí næstkomandi, í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju. Eft- irtalin eru í kjöri, að því er fram kemur í til- kynningu frá Biskupsstofu: séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guð- fræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guð- fræðingur, Stefán Karlsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræð- ingur. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram frá 14. til 27. maí nk. á Biskupsstofu og hjá prófasti Múlaprófastsdæmis í safnaðar- heimili Vopnafjarðarkirkju. Einkahlutafélag | Bæjarráð Bolungar- víkur hefur tekið jákvætt í boð um að taka þátt í stofnun einkahlutafélags sem stofnað verður í samstarfi við önnur sveitarfélög á Vestfjörðum og þýska ferðaþjónustuaðila. Fyrirtækinu er ætlað að byggja og reka sumarhús og báta fyrir sjóstangveiði. Var óskað eftir 100 þúsund króna hlutafjár- framlagi Bolungarvíkurkaupstaðar. Eins og áður sagði tók bæjarráð jákvætt í málið en vísaði því til umsagnar atvinnumálaráðs að því er fram kemur á bb.is. Málefni Fram-haldsskólans áHúsavík hafa verið til umræðu á spjall- vefnum skarpur.is en þar varpar Magnús Hall- dórsson fram hugmynd um sameiningu þingeysku framhaldsskólanna og segir að eðlilegasta að- gerðin til að auka kraftinn á framhaldsskólastiginu í heimahéraði sé að sam- eina framhaldsskólana tvo, FSH og Framhalds- skólann á Laugum. Umræða um námstíma til stúdentsprófs eigi að reka stjórnendur skól- anna til viðræðna sem ættu að leiða af sér þá rökréttu lausn, að reyna að koma á sameinuðum framhaldsskóla í Þingeyj- arsýslu sem hefði alla burði til þess að standa sig betur í samkeppni við Akureyrarskólana heldur en tveir litlir og ólíkir skólar. Sameining? Uppskeruhátíð eldri borgara var haldin í Grund-arfirði fyrr í vikunni. Sýnd var handavinna sem eldri borgarar hafa unnið að í vetur og var þar margt góðra muna. Elsa Árnadóttir leikfimikennari afhenti viður- kenningar fyrir góða mætingu í leikfimi í sumar. Þá söng kór eldri borgara á hátíðinni. Uppskeruhátíð eldri borgara Safnahús Skaga-fjarðar hefurhleypt af stokk- unum vísnavef með mörg þúsund vísum og er slóðin www.skagafjordur.is/ skjalasafn. Þar eru margar perlur, s.s. eftir Jónas Jónsson frá Grjótheimi: Eina hef ég alltaf haft aðferðina tama; þeim sem byrja að brúka kjaft býð ég upp á sama. Undanfarna áratugi hefur Safnahúsið efnt til vísnakeppni í tengslum við Sæluviku Skagfirð- inga. Nú er yrkisefnið páfa- kjör, en einnig skulu hag- yrðingar botna eftirfar- andi fyrriparta, einn eða fleiri: Auðun flúði og útvarpsstjórinn Óðins- steytti á boðanum. Lífið þyngist land um kring launapyngjan tæmist. Er að baki veðra vá við mun taka blíða. Vefur og keppni pebl@mbl.is KÖNGULÓ og húsfluga eru myndefni á tveimur frímerkjum sem Íslandspóstur hef- ur nú gefið út. Um leið komu út fjögur frí- merki í heftum sem sýna ís- lenska vertíðar- báta frá miðbiki síðustu aldar. Á Íslandi hafa greinst um 90 tegundir köngulóa. Krossköngulóin er meðal stærstu köngulóa sem fyrirfinnast í íslenskri nátt- úru. Verðgildi frímerkis með mynd af henni er 50 kr. Örn Snorrason (EnnEmm auglýs- ingastofa) hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jan Ethelberg. Íslandspóstur hefur áður gefið út frí- merki tileinkuð skordýrum, þ.e. fiðrildum, járnsmið og húshumlu. Nú bætast við þá frí- merkjaröð húsfluga. Verðgildi frímerkisins er 70 kr. Örn Snorrason hannaði frímerkið einnig en ljósmynd tók Oddur Sigurðsson. Íslenskir vertíðarbátar Íslenska vetrarvertíðin stóð frá 2. janúar til 15. maí. Vertíðarbátarnir á frímerkjun- um voru allir smíðaðir hérlendis og hver með sínu bygg- ingarlagi. Þeir eru allir frá mið- biki síðustu ald- ar. Vörður ÞH 4 var smíðaður úr eik í Reykjavík 1947 og upphaflega gerður út frá Grenivík. Kári VE 47 var smíðaður úr eik í Vest- mannaeyjum 1944. Sædís ÍS 67 er elst þess- ara báta, smíðuð úr eik og beyki á Ísafirði 1938. Guðbjörg NK 74 var smíðuð úr eik í Neskaupstað 1948. Verðgildi tveggja fyrrnefndu frímerkj- anna er 70 krónur en þeirra síðarnefndu 95 krónur. Hlynur Ólafsson hannaði þau öll og Jón Björnsson tók ljósmyndirnar. Könguló og húsfluga á frímerkjum       Kelduhverfi | Stórslátrun var nú í vikunni á laxi í Silfurstjörnunni, var þá slátrað um 14 þúsund löxum eða um 30 tonnum. Sett var upp ný sláturlína í Silfurstjörnunni um áramótin, en keypt var notuð lína frá Fær- eyjum. Slægingarvélin, sem er af gerðinni Baader, getur slægt 16 fiska á mínútu „og er þetta mikill munur fyrir starfsfólkið að þurfa ekki að slægja og taka innan úr fisknum í höndum“, segir á vefnum detti- foss.is ♦♦♦   Aukinn afli | Ríflega 28% aukning varð á lönduðum afla á höfnum á Vestfjörðum í liðnum mánuði samanborið við mars í fyrra. Alls var landað 6.806 tonnum af sjávarfangi í höfnum vestra í síðasta mánuði og munar mestu um loðnuafla, 2.533 tonn, en engin loðna barst að landi í fyrra. Mikill samdráttur er í þorskafla milli ára, 2393 tonnum var landað í mars 2004, en ein- ungis 1.292 tonnum nú. Samdrátturinn nemur um 46%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.