Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 24

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Bestu leiðtogarnir eruþannig að fólkið tekurekki eftir þeim. Næst-bestu leiðtogarnir eru þannig að fólkið ber virðingu fyrir þeim. Næstnæstbestu leiðtogarnir eru þannig að fólkið óttast þá og næstnæstnæstbestu leiðtogarnir eru þannig að fólkið hatar þá. Þegar besti leiðtoginn hefur lokið störfum segir fólkið: „Við gerðum þetta sjálf.“ Þetta er meðal þess sem tvö hundruð konur í Garðabæ hafa verið að læra af bæjarstjóranum sínum, Ásdísi Höllu Bragadóttur, á leiðtoganámskeiði, sem sjálf- stæðisfélögin í Garðabæ buðu kon- um 18–40 ára upp á endurgjalds- laust. Fjórar ungar sjálfstæðiskonur í Garðabæ stóðu fyrir námskeiðinu. Þær sendu persónulegt bréf til allra kvenna í bænum til að stuðla að því að ungar konur í bænum létu að sér kveða í samfélaginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa því 200 konur sóttu námskeiðið og rúmlega 40 konur eru á biðlista, en upphaflega gerðu skipu- leggjendurnir ráð fyrir að 30–40 konur myndu skila sér á námskeiðið. „Námskeiðið náði yfir fjögur kvöld, þrjá tíma í senn. Fyrsta kvöldið talaði Ásdís Halla um mikilvægi þess að manneskjan hefði sýn og setti sér markmið til að ná þeirri sýn, bæði í persónulegum efnum sem fag- legum. Annað kvöldið fjallaði hún um mismunandi leiðtoga og tilfinningagreind út frá fræðum D. Goleman. Bæði kvöldin lagði hún verkefni fyrir hópinn og nokkrar konur deildu niðurstöðum þessara verkefna með stall- systrum sín- um. Þrátt fyrir allan fjöldann var lögð mikil áhersla á að konurnar fengju þjálfun í ræðu- mennsku í smærri hópum. Kven- sérfræðingar úr atvinnulífinu hafa verið fengnir til að miðla af eigin reynslu. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur fjallaði um samskipti fólks og mikilvægi þess að setja sér markmið í einkalífinu, Stein- unn Jónsdóttir, arkitekt og stjórn- armaður í Íslandsbanka, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Lára Jóhannsdóttir, sérfræð- ingur á sviði gæðamála, greindu frá því hvernig þær náðu árangri, hver á sinn hátt. Lokakvöldið var síðan haldið í gærkvöldi í hátíð- arsal Fjölbrautaskóla Garðabæjar þar sem boðið var til veislu og slegið á létta strengi. Heiðurs- gestur var Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum alveg svakalega glaðar með þessa frábæru aðsókn. Það verður örugglega haldið annað námskeið til að sinna biðlistanum, annaðhvort í vor eða haust, og svo hafa konur yfir fertugt óskað eftir þátttöku. Svo er spurning hvað við gerum fyrir karlpeninginn. Við þurfum að kanna hvort hugur þeirra beinist í átt að leiðtoga- námskeiði þótt við stelpurnar séum þess fullvissar að svona námskeið myndi henta þeim mjög vel,“ segir Halldóra Matthías- dóttir, sem er í undirbúnings- hópnum ásamt þeim Þorgerði Önnu Arnardóttur, Sigþrúði Ár- mann og Sesselju Sigurðardóttur. Vantar þjóðfélagið kvenleið- toga? „Allar konur geta orðið leiðtog- ar, hver á sínu sviði, sumar inni á heimilunum, aðrar í námi og enn aðrar í vinnunni. Ef við horfum á stóra sviðið eigum við margar frambærilegar konur, sem við get- um verið stoltar af. Ég get nefnt Vigdísi Finnbogadóttur, Rann- veigu Rist, Ragnhildi Geirsdóttur, Hildi Peterson, Ásdísi Höllu Bragadóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Ragnheiði Rík- harðsdóttur og margar fleiri. Að okkar mati má þó alltaf auka hlut kvenna í samfélaginu. Það er hins vegar nokkuð sem við viljum ekki handstýra heldur þarf þörfin og löngunin að koma frá konum sjálf- um. Vonandi finna einhverjar kon- ur á námskeiðinu þörfina til þess að verða þess konar leiðtogar, hvort sem er í einkalífi, atvinnulífi eða stjórnmálum,“ segir Halldóra.  NÁMSKEIÐ | Tvö hundruð konur í Garðabæ fjölmenntu á leiðtoganámskeið Morgunblaðið/Sverrir Skipuleggjendurnir, frá vinstri: Sesselja Sigurðar- dóttir, Þorgerður Anna Arnardóttir, Sigþrúður Ár- mann og Halldóra Matthíasdóttir. Góður leiðtogi virkjar aðra með sér Það hefur svo sannarlega verið þétt setinn salur Tónlistarskólans í Garðabæ undanfarin kvöld þar sem konur í bænum hafa verið að læra listina að vera leiðtogi. Jóhanna Ingvarsdóttir slóst í hópinn. join@mbl.is VÍSINDAMENN í Svíþjóð og Bretlandi þróa nú nýja aðferð til að meðhöndla sjúklinga með arf- gengt afbrigði brjóstakrabba- meins þar sem tvö gen eru sködd- uð. Niðurstöður dýratilrauna benda til að ákveðin efni geti drepið æxlisfrumur og vonir standa til þess að hægt verði að þróa lyf sem hægt verði að nota fyrirbyggjandi, nokkurs konar bóluefni. Þetta kemur m.a. fram í Svenska Dagbladet og Göteborgs Posten, en niðurstöður rannsókn- anna birtast í vísindatímaritinu Nature. Einn vísindamannanna, Thomas Helleday hjá Stokk- hólmsháskóla, segir í samtali við GP að aukaverkanir verði líklega engar og að líkurnar á að aðferðin virki séu miklar. Nú verði byrjað að nota bóluefnið í meðferð nokk- urra kvenna í Bretlandi. Ekki er um að ræða bóluefni í hefðbundn- um skilningi en orðið „cancer- vaccin“ hefur verið notað þar sem um fyrirbyggjandi meðferð er að ræða. Um er að ræða efni sem getur hindrað virkni ensíms að nafni Parp, að því er fram kemur á vef SvD. Helleday bendir á að í meðferðinni felist nýr hugsunar- háttur í meðhöndlun krabba- meins og svona meðferð hafi ekki verið beitt áður. Hann telur að innan fimm ára verði meðhöndl- unin orðin algengari innan heilbrigðiskerfisins. Aðferðin gengur út á að stöðva vöxt krabbameinsfrumna. Bóluefnið fer inn í frumurnar sem geta þróast í krabbameinsfrumur og stöðvar þá þróun. Brjósta- krabbamein er algengasta tegund krabbameins meðal kvenna en í GP kemur fram að tíunda hver kona greinist með brjóstakrabba- mein á ævinni. Lítið hlutfall þeirra fær arfgengu tegundina af brjóstakrabba, eða um 5–10%, en það eru þær sem geta notið góðs af nýju meðferðinni. Margar þeirra kvenna sem vita af því að þær beri gen sem geta valdið arf- gengu brjóstakrabbameini hafa látið taka af sér brjóstin í fyrir- byggjandi tilgangi, en með nýju meðferðinni eru líkur til að hægt verði að binda enda á að heil- brigður vefur sé skorinn burtu. Bóluefni gegn brjóstakrabbameini  HEILSA ÞÆR Ragnheiður Ágústsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Katr- ín Stefánsdóttir eru á misjöfnum aldri, en ákváðu allar að grípa tækifærið eftir talsverða umhugs- un yfir boðsbréfinu, sem kom inn um lúguna einn daginn. Þær segj- ast svo sannarlega ekki sjá eftir því að hafa slegist í hópinn enda hefðu þær fengið bæði fræðslu og skemmtun út úr námskeiðinu. Það hefði að sama skapi eflt sjálfs- traustið, kennt þeim að marka sér sýn til framtíðar og opnað augu þeirra fyrir því að allar væru þær leiðtogar á einn eða annan hátt og gætu tekið virkan þátt í samfélag- inu. Þær viðurkenndu þó að erfið- ast hefði verið að yfirstíga ræðuótt- ann og líklega hefði boðsbréfið góða farið rakleiðis í ruslafötuna ef á það hefði verið minnst að þátttak- endur þyrftu að skrifa og halda ræður. „Það var hins vegar leynd- armál og ekkert á það minnst fyrr en við vorum mættar.“ Þrátt fyrir svefnleysi og stress yfir ræðunni þróuðust málin þann- ig að ræður þessara þriggja kvenna þóttu það góðar að ástæða þótti til að flytja þær frammi fyrir 200 kvenna sal, sem þær gerðu auðvitað með stæl. Góð fyrirmynd Ragnheiður, sem er tæplega fer- tug að aldri, er sjúkraliði að mennt, en hefur verið heimavinnandi und- anfarin fimm ár. Hins vegar hafi hún lengi hugsað sér til hreyfings þar sem dæturnar tvær séu nú orðnar vel stálpaðar. „Ég hef hins vegar alltaf talið úr mér kjarkinn og fundist ég hvorki tilbúin né haft trú á sjálfri mér. Á námskeiðinu lærði ég nauðsyn þess að hafa sýn, en það hef ég aldrei haft fyrir sjálfa mig. Það má því segja að námskeiðið hafi opnað fyrir mér nýjar víddir og nú er ég harð- ákveðin í að stefna á heimspeki- deildina í HÍ í haust. Maður þarf líka að vera góð fyrirmynd fyrir dæturnar.“ Ópólitískt og æðislegt Bergrún Íris Sævarsdóttir, tví- tug að aldri, er að ljúka námi á list- námsbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ og hefur starfað við að- hlynningu aldraðra á sumrin. „Mér leist ekkert á þetta í byrjun, hélt að þetta væri bara fyrir sjálfstæð- iskonur, en ég er mjög langt frá því að falla inn í hægrisinnaðan hóp. Mamma mín tók hins vegar af skar- ið, hvatti mig til að sækja nám- skeiðið og skráði mig til leiks. Hreint út sagt er þetta búið að vera æðislegt, ópólitískt og hentar öll- um, sem vilja komast að því hvort þeir eru leiðtogar eða fylgjendur. Mínar langanir og þrár hafa breyst talsvert ört, en núna langar mig til að læra allt sem fallið getur undir lista- og sögutengt efni, og líklega stefni ég á listfræðina í HÍ í haust.“ Kynni af bæjarstjóra Katrín Stefánsdóttir er þrítug að aldri, lærður förðunar- og nagla- fræðingur, og hefur undanfarin tæp fjögur ár starfað sem dagfor- eldri í Garðabæ, en hefur hug á því að nema hjúkrunarfræði. „Þar sem ég er aðfluttur Garðbæingur fannst mér kjörið að nota þetta tækifæri til þess að kynnast bæjarstjóranum mínum persónulega og öðrum kon- um í sama bæjarfélagi. Við lærðum að sortera markmið okkar í lífinu auk þess sem námskeiðið þvingaði okkur til að horfast í augu við það hvernig við viljum nálgast þessi markmið. Það var sömuleiðis mikil áskorun að þurfa að standa og tjá skoðanir sínar frammi fyrir fullum sal af fólki, en því miður eru marg- ar konur svo fatlaðar að þær hafa hvorki þor né getu til þess. Bæjarstjórinn okkar opnaði augu okkar fyrir því að allar værum við leiðtogar, hver á sínu sviði, og þá hæfileika gætum við ekki aðeins nýtt heima, heldur ekki síður á vettvangi atvinnulífs eða stjórn- mála. Leiðtogi er hins vegar ekki stjórnandi. Leiðtogi fær aðra í lið með sér og virkjar þá til dáða, leynt eða ljóst.“ Morgunblaðið/Sverrir Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Katrín Stefánsdóttir. „Allar erum við leiðtogar“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.