Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 29 VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR 75 ÁRA uppi á vegg heima á Ásvallagötu 79, það hús byggðu foreldrar mínir og þangað fluttum við þegar ég var fjögurra ára gömul. Á Evrópu- kortinu var sífellt verið að skoða hvar víglín- urnar voru. Hugur foreldra minna dvaldi hjá vinunum í Danmörku, það var mikið áfall á mínu heimili þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku. Mamma var líka í loftvarnarnefnd. Niðri í kjallara voru geymdar gasgrímur og þar var borð með tveimur þykkum ull- arteppum yfir, okkur var sagt að ef til loft- árása kæmi í Reykjavík ættum við að fara nið- ur í kjallara og undir þetta borð. Við fórum niður þegar loftvarnaræfingar voru en þá skundaði mamma niður í Rauða kross. Tvennt er yfirgnæfandi í mínum huga frá þessum árum – herinn og svo það að verið var að leggja hitaveituna. Allar götur voru sund- urgrafnar eins og skotgrafir. Þegar við fórum í bíó voru alltaf sýndar fréttamyndir frá styrj- aldarátökunum áður en aðalmyndin byrjaði. Ég tók gríðarlega nærri mér og það hafði djúp áhrif á mig þegar ég sá í einni fréttamynd prest blessa hóp af ungum mönnum sem voru að fara upp í Spitfireflugvélar til þess að varpa sprengjum á Þýskaland. Mér fannst hræðilegt að nota Guðsnafn til að blessa menn sem voru að fara til að drepa aðra menn.“ Máttum nota allt húsið til leikja Hvað með æskuleikina? „Ég átti nokkrar góðar vinkonur, eina sem tók sérstaklega mikinn þátt í skapandi leikj- um með mér, Vigdísi Kristjánsdóttur, við teiknuðum dúkkulísur, heilu fjölskyldurnar og lifðum okkur inn í það. Mamma hafði fallegt umburðarlyndi á þann veg að við systkinin máttum nota allt húsið til leikja. Bróðir minn lagði undir sig bestu stofuna, þar var hann með vinum sínum að leika sér með tindáta og töfl. Ég teiknaði dúkkulísurnar og fatabirgðir þeirra með vinkonu minni uppi í herbergi okk- ar systkinanna. Eftir fermingu fór ég í gagnfræðaskóla Vesturbæjar á horni Vonarstrætis og Lækj- argötu. Mér þótti drjúgt að ganga vestan úr bæ í skólann, en ég fór aldrei í strætisvagni. Ég var einum bekk á undan í Landakoti. Einar Magnússon hafði eins vetrar nám til að undirbúa fólk fyrir framhaldsnámið. Ég fór í þá deild og þar eignaðist ég vini unglings- áranna, sem svo fóru með mér í gagnfræða- skólann. Enn höldum við saman tólf stelpur sem vorum í þessum hópi. Tvær eru nú fallnar frá. Til er mjög skemmtileg mynd af þessum stelpnahóp sem tekin var á hlaðinu á Bessa- stöðum 1992. Það henti mig einnig í deildinni hjá Einari Magnússyni það undarlega að ég var tekin inn í „intellectual-klúbb“ með strákum. Það var líka mjög skemmtilegur klúbbur. Margt af þessu fólki var svo samtíða mér í Mennta- skólanum í Reykjavík og hluti af hópnum var einnig um leið og ég við nám í Frakklandi.“ Í sveitinni lærði ég margt mikilvægt En hvernig skyldi Vigdísi hafa liðið á ung- lingsárunum? „Mér fannst þau að sumu leyti ekkert sér- staklega skemmtilegur tími. Ég var leitandi manneskja og fremur feimin. Auk þess var ég freknótt og fannst það ekki mér til fram- dráttar. Það komst ekki í móð að vera frekn- óttur fyrr en um 1970, þegar leikkonur með freknur urðu frægar. Skemmtileg voru þó sumrin, þá var ég í sveit í Eystra-Geldingaholti, fólkið þar var mér sem traust fjölskylda, eins og systkini mín, svo nákomið var það mér. Við Þorvaldur bróðir vorum í Geldingaholti sumar eftir sum- ar. Veran í Eystra-Geldingaholti hafði mikil áhrif á mig, þar lærði ég svo margt um sveit- ina að ég hef haft áhuga á landbúnaði alla tíð síðan. Ég hefði jafnvel getað hugsað mér að gera landbúnað að starfsvettvangi mínum. Raunar dreymdi mig um tíma um að eignast jörð og koma þar upp skóla fyrir þá sem ekki gætu farið í skóla í Reykjavík. Nemendurnir gætu þá komið þarna til mín og unnið við land- búnaðarstörf og síðan ætlaði ég að fá ýmsa kennara þangað til að halda námskeið, þetta var reyndar mjög nútímaleg hugmynd um skólahald.“ Las skáldsögur um mannlegt eðli „Í Menntaskólanum í Reykjavík var Ólafur Hansson sá kennari sem sagði okkur mest fyr- ir utan námsefnið. Hann var mikill fróðleiks- brunnur og sagði okkur fjölmargt. Ég lifði í nokkrum draumaheimi, oft hafði ég skáldsög- ur um mannlegt eðli ofan á námsbókunum. Ég var ekki lausbeisluð, mig langaði kannski til að vera það – en ég var það ekki. Barna og unglinga var líka vel gætt á því tímabili ring- ulreiðar sem herinn leiddi inn í íslenskt þjóð- líf. Mér eins og öðrum stúlkum var tekinn vari fyrir að láta glepjast af silkisokkum og tyggi- gúmmíi – og undir engum kringumstæðum máttu stúlkur líta framan í hermann, hvað þá að horfast í augu við einhvern slíkan. Ég var hins vegar aldrei í stórri hættu, fékk hvorki tilboð um silkisokka né tyggigúmmí. Við stelpurnar í menntó vorum lengi vel í pilsum eins og sæmdi siðprúðum stúlkum þeirra tíma. En við vorum í reynd framúr- stefnukonur, stofnuðum Kvenfélagið Aþenu sem stóð m.a. fyrir dansæfingu þar sem stúlk- ur máttu aðeins bjóða upp og höfðum stóra og stæðilega stelpu sem útkastara við dyrnar – ef einhver væri með múður. Kvenfélagið lifði í nokkur ár en lagði svo upp laupana. Við stelp- urnar í bekknum mínum ákváðum dag einn að taka okkur saman og koma allar í buxum dag- inn eftir. Þetta gekk eftir en skólabræður okk- ar tóku ekki einu sinni eftir breytingunni. Skólabræður mínir voru fínir strákar enda giftist ég einum þeirra. Við Ragnar Arinbjarn- ar fórum að vera saman í kringum stúdents- prófið 1949. Hann fór um haustið í læknadeild HÍ, en ég til Frakklands, stundaði þar nám í frönsku og frönskum bókmenntum við háskól- ann í Grenoble og Sorbonne-háskóla í París með leikbókmenntir sem aðalgrein til ársins 1953. Í Frakklandi fannst mér vera vagga Evrópumenningarinnar. Þar hafði löngum verið mikið í deiglunni og ég vildi verða áhorf- andi að ólíkum menningarheimi þeim sem ég hafði þekkt, það tók mig talsverðan tíma að flétta saman hið norræna og rómanska. Sú samfléttun hefur m.a. gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég fór auðvitað heim í fríum á sumrin á námsárunum og vann þá í Útvegsbankanum. Ég var 25 ára þegar við Ragnar giftum okk- ur og fórum til Danmerkur þar sem hann stundaði framhaldsnám í læknisfræði en ég fór að nema leiklistarsögu við Kaup- mannahafnarháskóla, ég hafði alltaf mikinn leiklistaráhuga og beinlínis teygaði í mig hið alþjóðlega. Þetta var skemmtilegur tími. Svo fórum við yfir til Svíþjóðar þar sem ég nam franska málsögu við háskólann í Uppsölum. Í Svíþjóð lauk hjónabandi okkar Ragnars. Þá var ég 32 ára og fór heim til Íslands. Á gangi á Austurvelli hitti ég Guðlaug Rósinkranz sem bauð mér vinnu við bókasafn Þjóðleikhússins, þar hafði ég áður starfað tímabundið sem blaðafulltrúi og ritstjóri leikskrár og við því starfi tók ég á ný árið 1961. Ég settist í fyrstu að hjá foreldrum mínum en keypti mér svo íbúð á Lynghaga. Fannst óskaplega gaman að kenna Ég starfaði við Þjóðleikhúsið, kenndi og var um tíma leiðsögumaður og lauk auk þess BA- prófi í ensku og frönsku árið 1968. Frönskukennari var ég við MR frá árinu 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamra- hlíð árin 1967 til 1972 og skipulagði þá jafn- framt frönskukennslu skólans. Franskar bók- menntir kenndi ég við Háskóla Íslands 1972 til 1980. Mér finnst óskaplega skemmtilegt að kenna, lagði sál mína í kennsluna og var ósínk á þann fróðleik sem ég gat miðlað nemendum mínum fyrir utan námsefnið, vildi koma því áfram sem ég vissi. Ég eignaðist marga góða vini meðal nemenda minna. Leiklistaráhuginn átti sterk ítök í mér. Ég var einn stofnenda tilraunaleikfélagsins Grímu 1962 og hafði bæði numið leikhúsfræði og kennt þau en eigi að síður var ég hikandi þeg- ar komið var að máli við mig og ég hvött til að sækja um leikhússtjórastarfið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ég „stökk út í laugina“ fimm mínútum áður en umsóknarfresturinn var út- runninn. Ég hugsaði með mér; ef ég geri þetta ekki sé ég kannski eftir því seinna! Ég tók með þessu skarpa beygju fyrir horn og það sama gerðist þegar ég bauð mig fram til að gegna embætti forseta Íslands. Fjöldi fólks skoraði á mig að gera það og ég hugsaði með mér: „Því í ósköpunum að taka ekki þess- ari ögrun?“ Þótt ég sé innra með mér stundum hikandi þá hef ég eigi að síður kjark sem ég hef sjálf stundum undrast. Ég hef líka alltaf verið mikil jafnréttismanneskja. Ég vildi veg kvenna mik- inn og var tilbúin til að leggja þar mitt af mörkum.“ Átti yndisleg ár í leikhúsinu „Í leikhúsinu átti ég yndisleg ár. Þar eign- aðist ég góða vini, við köllum okkur „gamla einstök þó Morgunblaðið/Árni Sæberg 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.