Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 30

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR 75 ÁRA gengið“. Auðvitað voru erfiðleikar í þessum rekstri, þar þurfti að gæta gríðarlegrar út- sjónarsemi, en engu að síður stendur þetta tímabil mér fyrir hugskotssjónum sem skap- andi í mínu lífi. Það var verið að berjast fyrir betri aðstöðu. Ég var meðal þeirra sem börð- umst eins og ljón fyrir Borgarleikhúsinu, ég undirritaði samningana á milli Reykjavík- urborgar og Leikfélags Reykjavíkur þegar samningar tókust um að borgin byggði þetta hús með LR. Borgin hafði góðan fulltrúa, Baldvin Tryggvason, sem er gríðarlegur vel- gjörðarmaður Leikfélags Reykjavíkur. Við hjá LR létum allan húsbyggingarsjóð- inn okkar í Borgarleikhúsið og áttum drjúgan fjárhagslegan hlut í að þetta verkefni varð að veruleika. Miðnætursýningarnar, sem allar voru sett- ar upp með drauminn um Borgarleikhús að leiðarljósi, höfðu skilað okkur talsverðum pen- ingum, auk þess voru þær vitni um fagurt mannlíf, þar komu saman allar kynslóðir og hlógu og skemmtu sér – enda settum við upp hvert gamanleikritið af öðru. Þetta var dýr- legur tími og margir góðir leikarar og aðrir gáfu vinnu sína af mikill óeigingirni. Ég var mikil hugsjónamanneskja á þessum tíma, félagar mínir í stjórn leikfélagsins þurftu stundum að toga mig aðeins niður. Ég lagði líka mikið á mig til þess að finna verk þar sem leikarar félagsins gætu notið hæfi- leika sinna vel, ég bar hag þeirra fyrir brjósti, það var mín hugsýn. Það er einkum áskorun fyrir leikhússtjóra að finna verk þar sem leikkonur fá að njóta sín. Í heimsbókmenntunum eru verkin skrifuð kringum konur en hlutverk fyrir þær eru fá – karlhlutverkin eru miklu fleiri. Það var oft þungur róður að finna leikverk þar sem voru hlutverk fyrir allt okkar góða kvennalið. En ég lagði mig alla fram, málefnin hafa alltaf skipt mig miklu. Ég hef aldrei verið stífur yf- irmaður, ég er það sem á dönsku er kallað „medarbedjer“. Ég var leikhússtjóri í átta ár, ég miðaði við samþykkt Alþingis sem hafði samþykkt að þjóðleikhússtjóri ætti að sitja í tvö fjögurra ára tímabil, ekki lengur, ég vildi alltaf að Leikfélag Reykjavíkur sæti við sama borð og Þjóðleikhúsið.“ Mikið gæfuspor þegar Ástríður kom til sögunnar Ekki aðeins var þessi tími í lífi Vigdísar markaður mikilli sköpun í starfi – árið 1972 eignaðist hún dóttur. „Mig hafði alltaf langað til að eignast barn og þegar þarna var komið sögu í lífi mínu var ljóst að það yrði að vera kjörbarn. Ég fór að leita upplýsinga um þetta mál en var sagt að það gæti ekki gengið, einhleypur aðili gæti ekki eignast kjörbarn. Ég skoðaði lögin en fann ekkert þar um að einhleypur aðili gæti ekki eignast kjörbarn. Ég fór því aftur af stað og var svo gríðarlega lánsöm að ég fékk að eignast Ástríði dóttur mína. Ég átti góða að í því máli, þar er ég þakklátust öllum Huldu Jensdóttur sem fannst eðlilegt að ég fengi að ættleiða barn og stóð með mér svo sú ráð- stöfun mætti verða að veruleika. Ég fæ aldrei fullþakkað þeirri konu fyrir það gæfuspor sem það var mér að eignast Ástríði. Hún hefur verið slíkt yndi í lífinu og gefið mér markmið. Ég vissi að ég gæti gefið barni bæði kær- leika og öryggi og nú á ég auk þess tvö barna- börn og góðan tengdason. Ekkert er til fal- legra en öryggi fyrir börn.“ Mesta gleðin og stærsti harmurinn „Ég fór að gráta af gleði þegar ég sá Ástríði fyrst, hún er mitt mesta gleðiefni í lífinu. Á hinn bóginn er missir Þorvaldar bróður míns minn stærsti lífsharmur. Þar er að leita mestu andstæðnanna í mínu lífi. Þorvaldur drukknaði að sumarlagi í Hreða- vatni. Ég gerði allt sem ég gat til að létta harm foreldra minna og ég dáist að þeim enn í dag fyrir það að reyna ekki að telja mig af því að fara utan um haustið til Frakklands. Harmur þeirra var mikill og þau komust aldr- ei yfir sonarmissinn. Stór mynd var jafnan af Þorvaldi í svefnherbergi foreldra minna og ég hef alltaf haft uppi myndir af honum. Hann er enn með mér, er hluti af mér og býr innra með mér. Hinir dánu lifa með okkur meðan við lifum sjálf. Við áfall af þessu tagi er sem lífið nemi staðar, maður undrast að allt skuli halda áfram í kringum mann. Það tekur sinn tíma að reyna að laga sig að því, lífið verður að halda áfram. Það er fyrir sterkar tilfinningar – þján- ingu og sælu, sem þroskinn kemur.“ Í barnauppeldi á Bessastöðum En hvernig var að ala upp barn samhliða starfinu sem forseti Íslands? „Það komu svo margir að uppeldinu hennar Ástríðar með mér. Hún átti góðar stundir í eldhúsinu hjá Sigrúnu Pétursdóttur, ráðskonu á Bessastöðum og Halldóru Pálsdóttur. Bjarni minn Guðmundsson, heimabílstjórinn okkar, fór með hana í skólann og var henni svo und- urgóður. Við vorum sem mjög samþjöppuð fjölskylda á Bessastöðum meðan Ástríður var að alast upp. Ég vissi að ég þyrfti oft að fara til útlanda og var hugsi yfir hvernig ég ætti að leysa það. Ég leysti það með því að fá ynd- islega unga konu, Eddu Ottósdóttur, með unga dóttur sína, sem hafði verið hjá okkur um tíma á Bessastöðum, til þess að koma jafn- an og vera hjá Ástríði meðan ég var erlendis. Hún bjó í Borgarnesi en kom á Aragötuna alltaf þegar þörf krafði. Ég leið því ekki af samviskubiti þótt ég þyrfti stundum að fara frá, meiri áhyggjur hafði ég af því hvernig ég myndi standa mig er út kæmi. Ég bar oft kvíðboga fyrir frammi- stöðu minni, ég fann að fólk vænti mikils af mér, fyrstu konunni sem var þjóðkjörin for- seti.“ Besta veganestið hve vænt mér þykir um fólk „Ég hafði mikið fyrir heimsóknum mínum til annarra landa, vildi standa mig vel og vissi að kröfur til mín voru miklar. Ég vissi að ég var talin öðruvísi af því ég var kona. Alltaf gerði ég mér far um að kynna útfutningsvörur okkar eins og kostur var. Ég er þannig gerð manneskja að mér er lagið að opna samræður, þann hæfileika sæki ég til föður míns, hann var hreinn samræðuhestur, ef svo má segja. Mamma var oft með boð heima í tengslum við Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands fyrir utan Bessastaði árið 1981. Vigdís og Ástríður dóttir hennar árið 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.