Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 37 UMRÆÐAN Í SEINNI tíð hefur athygli beinst nokkuð að svonefndum „geðrösk- unum“ barna og unglinga. Eru þar efst á blaði athyglisbrestur og at- hyglisbrestur með ofvirkni, ADD og ADHD. Ljóst er að athyglisbrestur og of- virkni eða einbeiting- arskortur geta haft veruleg áhrif á náms- vinnu og námsárangur. Ekki er óalgengt að leitað sé bóta með lyfjagjöfum og þá gjarnan methylpheni- date í einhverju formi; rítalini eða forðatöfl- unni concerta. Áður en farið er að líta á börn, sem kölluð eru ofvirk og börn sem sögð eru með athygl- isbrest, sem „sjúk- linga“ með „geðrask- anir“, sjúklinga sem þurfi á lyflækningum að halda, má vera að huga mætti að ýmsu í aðbúð þeirra og atlæti. Eitt af því sem líta mætti á er mataræði þeirra og möguleg áhrif þess, sem þau láta ofan í sig, á líðan, einbeitingu og námsárangur. Á árunum 1979–1983 var gerð merkileg rannsókn á áhrifum mat- aræðis á námsárangur í grunn- skólum New York-borgar. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast hafa verið vel varðveittar og þeim lítt flíkað. Rannsóknin náði til 803 skóla og var fjöldi nemenda ein milljón. Í rannsókninni var byggt á kenn- ingum Benjamin Feingold um mat- aræði og áhrif þess á vöxt, viðgang og líðan. Rannsóknin tók til mötu- neytanna eingöngu en nesti nem- enda sem ekki notuðu mötuneyti var óbreytt. Á fjögurra ára tímabili voru lit- arefni, bragðefni og rotvarnarefni eins og BHA og BHT fjarlægð úr matnum og mjög dregið úr sykurn- otkun. Til þess að meta áhrifin af breyttu mataræði á námsárangur tóku allir nemendur ákveðin próf (California Achievement Test, CAT), árlega í þrjú ár áður en til breytinganna kom og öll fjögur árin á meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í ritinu „The Int- ernational Journal of Biosocial Research“ 1986, í greininni „The Impact of a Low Food Additive and Sucrose Diet on Academic Perform- ance in 803 New York Public Schools“. Niðurstöðurnar eru sláandi. Á síðasta prófi á „gamla“ fæðinu 1979 er meðalskor milljón nemenda í þessum 803 skólum 39 stig af 100, en eftir ár á „nýja“ fæðinu hækkar með- alskor á prófinu 1980 upp í 47 stig af 100, eða um 20%. Á öðru ári hækkar meðalskor upp í 51 stig af 100 en á þriðja ári rannsóknarinnar var skipt yfir á „gamla“ fæðið til eins árs og það ár var engin mælanleg framför, 1982 er meðalskor aftur 51 stig af 100. Á fjórða ári er aftur skipt yfir í „nýja“ fæðið og á prófunum 1983 er meðalskor komið upp í 55 stig af 100. Á árunum 1979–1983 hækkaði því meðalárangur nemendanna í skólum New York borgar á CAT-prófinu úr 39 stigum af 100 upp í 55 stig eða alls um 41%. Þá kom það fram, að við upphaf breytinganna var árangur 124 þús- und nemenda tveimur árum eða meira undir aldurssvarandi árangri en við lok rannsóknar voru aðeins 49 þúsund í þessum hópi, eða um 60% færri! Það vakti einnig athygli, að fyrir breytinguna á mataræðinu sýndi það sig að eftir því sem færri nem- endur borðuðu í mötuneytinu þeim mun betur kom skólinn út í sam- ræmdu prófunum, (CAT). Eftir breytinguna kom í ljós, að eftir því sem fleiri borðuðu í mötu- neyti hvers skóla, þeim mun meiri urðu framfarir skólans á prófunum. Þótt þessi rannsókn sé gerð í bandarískri stórborg má ætla að svipuð áhrif hafi óholl fæða á börn og unglinga í dvergríkjum og jafnvel dreifbýli þeirra. Umrædd rannsókn er orðin nokk- uð gömul en ég efa það stórlega að mataræði barna og unglinga hafi batnað til muna á þeim tíma sem lið- inn er, fremur að við vaxandi óholl- ustu matar hafi bæst kyrrsetur og aukakíló. Ég óttast að skólamötuneytin og skólasjoppurnar séu að minnsta kosti dottandi á verðinum og æ fleiri máltíðir fjölda barna og unglinga séu óhollir skyndibitar ofhlaðnir aukaefnum, óhollri fitu og sykri. Eðlilegt væri að skólar sýndu hér gott fordæmi og komið verði á fót mötuneytum með vistlegum mat- stofum við alla skóla landsins. Vand- að verði til skólamáltíða og standi hollur og góður matur öllum nem- endum til boða. Við matargerð verði sneitt hjá óhollum aukaefnum og sykurneysla verði takmörkuð. Ef marka má umrædda rannsókn mætti þannig bæta líðan, hegðun og árangur í námi og starfi. Með bættri líðan og hegðun barna og unglinga gæfust væntanlega færri tilefni til að stimpla þau „geð- röskuð“ og setja þau á örvandi geð- lyf sem enginn veit hverjar afleið- ingar geta haft. Hér er drepið á áhrif mataræðis á líðan, hegðun og námsárangur. Að fleiru má hyggja áður en kemur að sjúkdómsgreiningu og lyfjagjöf. Öll aðbúð barna og unglinga getur skipt sköpum, – næring, hvíld, fé- lagslegt umhverfi, tilfinningaleg tengsl – því svo sem líðan ræður at- höfnum geta og dáðir breytt líðan. Má í því sambandi benda á nýleg- ar rannsóknir á áhrifum hreyfingar á andlega líðan. Matur er mannsins megin Sturla Kristjánsson fjallar um hugsanleg áhrif mataræðis á líðan, „raskanir“ og náms- árangur ’Eðlilegt væri að skólarsýndu hér gott fordæmi og komið verði á fót mötuneytum með vist- legum matstofum við alla skóla landsins.‘ Sturla Kristjánsson Höfundur er kennari, sálfræðingur og Davis® leiðbeinandi og rekur LES.IS Námsþjónustu. www.les.is Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 16. apríl nk. Kl. 09.00 Fundarsetning: Erna Gísladóttir, formaður BGS. Kl. 09.15 - 10.00 Erindi: Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka „Góðæri í efnahagsmálum og bílgreininni - er toppnum náð?“ Eyþór Eðvarðsson, MA vinnusálfræði „Framúrskarandi þjónustufyrirtæki“ Kl. 10.00 - 10.45 Aðalfundur. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 10.45 - 11.00 Kaffihlé. Kl. 11.00 - 12.30 Sérgreinafundir: Verkstæðafundur 1. Staðlar BGS - viðurkennd verkstæði. 2. Menntamál. 3. Sölumál. Bílamálarar og bifreiðasmiðir 1. Cabas - staða - breytingar - fræðsla. 2. Umhverfi verkstæða í dag. a) Kröfur bílaframleiðanda. b) Nýjungar í tækjum. c) Menntun. d) Umhverfiskröfur. 3. Vottun réttingaverkstæða - endurskoðun. 4. Meistaranám. Bifreiðainnflytjendur 1. Bílasala - horfur í bílainnflutningi. 2. Birting raunverða - nýr bílavefur. 3. Vörugjöld á ökutæki - undanþágur - einföldun. 4. Önnur mál. a) Olíugjald - reglur - eftirlit. b) Framkvæmd BER reglna. c) XML upplýsingar úr ökutækjaskrá. Smurstöðvar 1. Gæðaátak á smurstöðvum. a) Endurskoðun. b) Eftirlit. 2. Upplýsingar og fræðsla. 3. Ábyrgð - þjónustukaup. Varahlutasalar 1. Menntun varahlutasala. 2. Cabas kerfið. 3. Ábyrgðir - kaupalög. 4. Önnur mál. a) XML upplýsingar. b) Vörugjöld á varahluti - öryggisbúnaður c) Upplýsingar - hættulegar vörur - geymsla. Stjórn BGS. Erna Gísladóttir Ingólfur Bender Eyþór Eðvarðsson AÐALFUNDUR Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, föstudaginn 29. apríl 2005 kl. 17.15. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningsskil. 3. Fjárfestingarstefna. 4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12. 2004 - skýrsla tryggingafræðings sjóðsins. 5. Stjórnarlaun. 6. Breytingar á samþykktum. 7. Kosning tveggja manna í stjórn og eins til vara. 8. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna. 9. Önnur mál. Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins, ásamt skýrslu tryggingafræðings, munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Ársreikning má einnig nálgast á heimasíðu sjóðsins www.lifsverk.is . Reykjavík, 14. apríl 2005. Stjórnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.