Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 15.04.2005, Síða 53
FRÉTTIR Fréttasíminn 904 1100 Höfn | Fjöldi manns fylgdist með þegar björgunarskip kom til heima- hafnar á Hornafirði í fyrsta skipti. Formleg móttökuathöfn verður á sumardaginn fyrsta og þá verður skipinu gefið nafn. Björgunarskip Hornfirðinga er af Arun-gerð, fimmtán ára gamalt og keypt af Konunglega breska björg- unarfélaginu (RNLI) fyrir um 15 milljónir króna. Þetta er gjafverð því samskonar skip kostar um 200 millj- ónir króna. Það er afhent í topp- standi og er eins og nýtt. Þetta er samskonar skip og í Neskaupstað, Grindavík, Hafnarfirði, Reykjavík, Rifi og nú síðast á Skagaströnd og hafa þau reynst mjög vel. Þetta er 42 tonna plastbátur, 16,3 m að lengd og 5,2 að breidd. Farsvið skipsins er um eitt hundrað sjómílur og ganghraði átján sjómílur. Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, segir að þótt alltaf sé merkilegt þegar nýtt björg- unarskip kemur til heimahafnar í fyrsta sinn marki skipið á Hornafirði ákveðin tímamót. Skipið er síðasti hlekkurinn í keðju stærri björgunar- skipa en alls eru fjórtan skip í þess- um stærðarflokki hringinn í kringum landið. Segir Jón að nú sé staðan orðin ákjósanleg en þó sé kominn tími til að endurnýja skip á Vopna- firði, Patreksfiði og Siglufirði. Friðrik Jónas Friðriksson, for- maður Björgunarfélags Hornafjarð- ar, segir mikla ánægju með skipið. Fjögurra manna áhöfn sigldi skipinu heim frá Hafnarfirði. Síðasti hlekkurinn í keðju björgunarskipa Morgunblaðið/Sigurður Mar Síðasti hlekkurinn Nýja björgunarskipið við Hornafjarðarós. BORGARALEG ferming verður haldin sunnudaginn 17. apríl kl. 11, í stærsta sal Háskólabíós. Í ár fermast 93 börn borgaralega og hefur fermingarhópurinn aldrei verið fjölmennari. Fermingarstjóri í ár er Sigrún Valbergsdóttir leik- stjóri. Á fermingarnámskeiðum Sið- menntar er fjallað um siðfræði, mannleg samskipti, mannréttindi, jafnrétti, ábyrgð, efahyggju, gagn- rýna hugsun, mismunandi lífsskoð- anir, trúarheimspeki, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, ofbeldi og ein- elti o.fl. Að námskeiðinu loknu fer fram athöfn og taka fermingarbörn virk- an þátt í henni með tónlistarflutn- ingi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig verða fluttar ræður. Í ár munu þau Felix Bergsson, sjónvarpsmaður og leikari, og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona flytja hátíðarávörp. Yfir 90 börn fermast borgaralegri fermingu Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 16. apríl 2005 Tannlæknafélag Íslands efnir til málþings á Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 16. apríl klukkan 9.30-13.00, undir yfirskriftinni „Áhrif reykinga á tannheilsuna og úrræði tannlækna". Áhrif reykinga á tannheilsuna og úrræði tannlækna Málþing Tannlæknafélags Íslands 09.30 Morgunverður. 10.00 Setning. Heimir Sindrason, formaður Tannlæknafélags Íslands. 10.10 Hvað gerist í munnholi við reykingar? Sigurjón Arnlaugsson, sérfræðingur í tannholdssjúkdómum og lektor við tannlæknadeild HÍ. 10.25 Reykingar og tannheilsa – hvað segja rannsóknir? Dr. Helga Ágústsdóttir tannlæknir. 10.40 Það er ekkert mál að hætta! Valgeir Skagfjörð leikari. 11.00 Reykingar og hjartasjúkdómar. Gunnar Sigurðsson læknir. 11.15 Kaffihlé. 11.40 Reykingar og krabbamein í munni. Hannes Hjartarson læknir. 11.55 Að hætta að reykja – en ekki á hnefanum! Þorsteinn Blöndal lungnasérfræðingur. 12.15 Úrræði tannlækna vegna reykskemmda. Ingólfur Eldjárn tannlæknir. 12.30 Fyrirspurnir og umræður. 13.00 Fundarlok. Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir fréttamaður. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Sætafjöldi er takmarkaður og því þarf að tilkynna þátttöku til Tannlæknafélags Íslands í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 15. apríl í síma 575 0500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið tannsi@tannsi.is. Sjá heimasíðu TFÍ, www.tannlaeknar.is. Dagskrá A P al m an n at e n g sl / H 2 h ö n n u n Tannanna vegna MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 53

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.