Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 61 HOLLYWOOD-myndinni Sahara hefur verið líkt við einhvers konar blöndu af Indiana Jones-myndunum með Harrison Ford og Romancing The Stone og Jewell of the Nile með Michael Douglas, mynda sem nutu mikilla vinsælda á 9. áratug síðustu aldar. Enda ekki að ósekju því hér er á ferð spennandi ævintýramynd með gamansömu ívafi. Hún skartar þeim Matthew McConaughey og Pené- lope Cruz í hlutverkum könnuðarins Dirk Pitt og Evu Rojas sem er vís- indamaður fyrir Sameinuðu þjóð- irnar. Þegar Pitt er í leit að fjársjóði í hinu týnda Dauðaskipi í Sahara- eyðimörkinni lendir hann fyrir til- viljun í að bjarga Rojas und- an glæpamönnum, þar sem hún er að rannsaka dular- fullan farsjúkdóm sem breið- ist hratt út og veldur alvar- legri sturlun. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og fór þá beint á topp- inn. Leikstjóri hennar er Breck Eisner, sonur Mich- aels fyrrum forstjóra Disney- samsteypunnar, en með önnur hlut- verk fara Steve Zahn, William H. Macy, Delroy Lindo. Sem sé; stjörn- um hlaðin mynd. Hver vill líka segja nei þegar sonur hins valdamikla Michael Eisner kallar? Frumsýning | Sahara Eltingaleikur í eyðimörkinni Af dómum erlendra miðla að dæma er hér á ferð alls enginn Ishtar-skellur en sú mynd gerðist einnig í Sahara. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Guardian  BBC  Metacritic.com 41/100 New York Times 70/100 Variety 50/100 ÞAÐ sætir ætíð nokkrum tíðindum þegar erlendar stórmyndir eru heimsfrumsýndar hér á landi, sér- staklega er þær skarta stjörnum á borð við Nicole Kidman og Sean Penn í aðalhlutverkum. The Interpreter verður heims- frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni og Laugarásbíói. Þarna er á ferð nýjasta mynd hins gamalreynda leikstjóra, framleiðanda og leikara Sydneys Pollacks (Tootsie, Out of Africa, The Day of The Condor). Hér er á ferð pólitískur samsær- istryllir sem gerist í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem leyniþjónustumanni FBI (Penn) er falið það verkefni að vernda túlk sem virðist vera í bráðri lífshættu vegna mikilvægra upplýs- inga sem hún hefur vitneskju um. Myndin var að hluta tekin í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en þetta var í fyrsta sinn sem veitt var leyfi til að taka upp atriði fyrir kvik- mynd þar. Penn og Kidman þarfnast vart kynningar, eru bæði meðal virtustu leikara samtímans og Óskars- verðlaunahafar líkt og leikstjórinn Pollack, sem fékk tvenn Óskars- verðlaun fyrir Out of Africa, sem framleiðandi og leikstjóri. Frumsýning | The Interpreter Svik og ráðabrugg ERLENDIR DÓMAR BBC  Variety 80/100 Hollywood Reporter 90/100 Empire 60/100 KVIKMYNDAHÁTÍÐ Íslands – IIFF 2005 – sem stendur yfir í öll- um helstu kvikmynda- húsum landsins, hefur mælst mjög vel fyrir. Aðsóknin að henni er mun meiri en dæmi eru um af öðrum við- líka hátíðum en að sögn Ísleifs Þórshalls- sonar, framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, hafa nú á ellefta þús- und gesta sótt myndir á hátíðinni samanlagt. Ekkert lát verður á sérstökum viðburðum í tengslum við hátíðina og eru allnokkrir erlendir gestir væntanlegir sem tengdir eru myndum sem frumsýndar verða um helgina. Í kvöld mun Kieran O’Brien, að- alleikari bresku myndarinnar 9 Songs eftir Michael Winterbottom, verða viðstaddur frumsýningu á myndinni í Háskólabíói. 9 Songs er einhver umdeildasta mynd síð- ustu ára en þykir geyma ein- hverjar þær kræfustu kynlífslýs- ingar sem sést hafa í kvikmynd eftir virtan kvikmyndagerðarmann og með viðurkenndum leikurum í aðalhlutverkum. Myndin hefur valdið mikilli úlfúð í Bretlandi þar sem fjölmiðlar hafa sakað höfund- inn og leikarana um að hafa búið til klám. Kvikmyndaskoðun á Íslandi hef- ur ályktað svo að myndin kunni að varða 210 gr. hegningarlaga um sýningu kláms en nánar er fjallað um það í fréttaskýringu á blaðsíðu 8 í Morgunblaðinu í dag. O’Brien mun sitja fyrir svörum að lokinni frumsýningu á myndinni en hann hefur staðfastlega haldið uppi vörnum fyrir myndina og til- ganginn með gerð hennar. Kvikmyndir | Kvikmyndahátíð Íslands Atriði úr hinni umdeildu kvikmynd 9 Songs. Rífandi aðsókn Spurt og svarað-sýning á 9 Songs með Kieran O’Brien verður í kvöld kl. 22.30. www.icelandfilmfestival WES Craven er leikstjóri tryllisins Cursed þar sem þau Christina Ricci og Jesse Eisenberg fara með að- alhlutverkin. Syskinin Ellie og Jimmy búa í Los Ang- eles og kvöld eitt þegar þau eru í bíltúr veldur eitt- hvað ókennilegt í myrkinu því að þau neyðast til að sveigja út af veginum og hafna þau óðar í gili nokkru. Mannbjörg verður þó blessunarlega en fljótlega eftir slysið kemur í ljós að eitthvað er ekki með felldu í fari systkinana. Þannig hefur líkamlegur styrkur þeirra eflst til mikilla muna og öll skynfæri eru orðin til muna næmari. Þau hafa þó rænu á því að reyna að komast til botns í þessu undarlega máli því þessi skringilega breyting virðist á góðri leið með að tortíma þeim sem manneskjum. Wes Craven er einn þekktasti hryllings- myndaleikstjóri samtímans. Hann endurskóp unglingahryllingsmyndina með hinni sígildu Martröð á Álmstræti árið 1984 og átti síðar eftir að leikstýra hinum geysivinsælu Scream myndum. Bölvað … Christina Ricci leikur aðalhlutverkið. Frumsýning | Cursed ERLENDIR DÓMAR BBC  Los Angeles Times 50/100 Village Voice 30/100 Metacritic.com 31/100 New York Times 30/100 Variety 40/100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.