Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar. Nýjasta meistarastykki meistara Mike Leigh, sem hefur rakað til sín verðlaunum og hlotið mikið lof hvarvetna. Byggð á 1000 sönnum sögum. Mögnuð og sláandi mynd frá Kolumbíu en leikkonan Catalina Sandino Moreno var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Stórkostleg vegamynd sem hefur farið sigurför um heiminn, fengið lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna. 3 ÓSKARSTILNEFNINGARH.L. MBL MBL Ó.H.T Rás 2 Ó.H.T Rás 2  Ó.H.T Rás 2 Beyond the Sea kl. 5.30 - 8 og 10.30 The Motorcycle Diaries kl. 5.30 og 8 9 Songs kl. 10,30 b.i. 16, Spurt & Svarað með Kieran O´Brien Napoleon Dynamite kl. 6 - 8 -10 Min Misunderlige Frisör kl. 6 Maria Full of Grace kl. 8 b.i. 14 Vera Drake kl. 10,05 Million Dollar Baby kl. 5,30 b.i. 14 Life and Death of Peter Sellers kl. 8 -10.30 Ævintýri hafa tekið nýja stefnu. TOPPMYNDIN Í USA i t ri f te i j stef . I Í Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd sem gerður hefur verið, eftir snillinginn Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og tónlist. Frábær lifandi tónlist með Franz Ferdinand, Primal Scream, Elbow, Dandy Warhols o.fl. Stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra. Ein vinsælasta kvikmyndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. SPURT OG SVARAÐ MEÐ KIERAN O'BRIEN KL. 22:30. Ein besta mynd ársins eftir Kevin Spacey sem hlaut Golden Globe tilnefningu fyrir frammistöðu sína í hlutverki Bobby Darin. VALDÍS Anna Jónsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson hafa haft í mörg horn að líta upp á síð- kastið. Þau eru framkvæmda- stjórar Birtingar – hátíðar ungs fólks, sem staðið hefur yfir í höf- uðstað Norðurlands frá því um síðustu helgi og lýkur annað kvöld með Söngkeppni fram- haldsskólanna í Íþróttahöllinni á Akureyri. Valdís Anna er í þriðja bekk VMA og Tryggvi í þriðja bekk MA. Lítill tími hefur verið aflögu til þess að kíkja í skólabækur síðustu vikur en þau kvíða engu; (enda gömul vísindi og ný að reynsla menntaskólaáranna fæst ekki einungis með skóla- bókalestri). „Hmmm... Við látum það nú bara koma í ljós,“ segir Vopnfirðingurinn Tryggvi þeg- ar þau eru spurð hvort ekki stefni í að meðaleinkunnir á vormisseri verði óvenju lágar. „Við verðum bara dugleg að lesa í sumar,“ segir þá Akureyringurinn Valdís Anna og brosir. Spurður um þetta fyr- irbæri, Birtingu, segir Tryggvi: „Hug- myndin var upphaflega sú að MA og VMA settu saman upp leiksýningu vegna þess að skólarnir voru alltaf að slást um áhorf- endur...“ Þarna hringir þarfasti þjónn nú- tímans, gemsinn, og Tryggvi er horfinn úr stólnum „med det samme“. Það er brjálað að gera við undirbúning. „Ég stillti minn á þögn og setti ofan í tösku,“ segir þá Valdís Anna og hlær. „Öðruvísi er enginn friður.“ Hún hefur því orðið að mestu leyti. Birting hófst sem sagt með frumsýningu sameiginlegrar leiksýningar framhaldsskól- anna tveggja í bænum, en vert er að geta þess að Rígurinn, eins og rokksöngleikur skólanna heitir, er um ríginn á milli tveggja framhaldsskóla í 16 þúsund manna bæjarfélagi norður í landi! En verkefnið vatt upp á sig: Þau langaði mikið til þess að bjóða upp á meira en leiksýninguna, og úr varð einhvers konar listahátíð í heila viku, tónleikar á hverju kvöldi; djass, klassík, rokk, gospel... Og boðið upp á list- sýningar. Tímaritið Birting kemur út á morgun; rit um ungt fólk unnið af nemendum fram- haldsskólanna á Norðurlandi, matreiðsl- unemar úr VMA verða að störfum í kvöld í eldhúsi veitingastaðarins Friðriks V og þjónanemar úr sama skóla í salnum – og framhaldsskólanemar flytja tónlist í mat- salnum, nema hvað! – í kvöld verða einnig stórleikar með Quarashi, Skyttunum, Kingstone og Múskat í KA-heimilinu og á morgun fer fram Hönnunarkeppni fram- haldsskólanna, áður en punkturinn verður settur yfir i-ið með Söngkeppninni en þar verður heiðursgestur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í framhaldsskólunum tveimur á Ak- ureyri eru hátt á annað þúsund nemendur og Birtingarstjórarnir eiga von á tvö til þrjú þúsund gestum á hátíðina um helgina, annars staðar af landinu. Þau segja mikla samheldni framhaldsskóla um allt land ein- kenna Birtingu. Valdís Anna skellti sér hringinn í kringum landið á dögunum, ók 3.200 kíló- metra á fáeinum dögum og kynnti dagskrána í öllum fram- haldsskólum landsbyggðarinnar svokölluðu, en stöllur hennar fóru í sams konar kynningarferð til höfuðborgarsvæðisins. „Við- brögðin voru frábær; okkur var rosalega vel tekið alls staðar og gaman að segja frá því að það voru ekki síst krakkarnir í Reykjavík sem hvöttu til þess að Söngkeppnin færi fram á Ak- ureyri, vegna þess að þá kæmu örugglega fleiri. Það tekur 10 til 12 tíma að keyra til Reykjavíkur frá Egilsstöðum og Neskaupstað, hvora leið, en Akureyri er miðsvæðis fyrir alla.“ Umfang Birtingar er mikið eins og lesa má og skýrist „líklega af mikilmennsku- brjálæði á háu stigi“, eins og Valdís Anna orðar það en bætir svo við: „Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði í vikunni að við værum miklu duglegri, unga kynslóðin núna en þegar hann var ungur og við erum auðvitað montin af því sem hann sagði.“ En Valdís Anna og Tryggvi leggja áherslu á að ekki standi þau ein í brasinu. „Það eru alls um 200 krakkar, fljótt á litið, sem hafa lagt sig í líma við að undirbúa þessa hátíð,“ segir Tryggvi um leið og hann slekkur á gemsanum og sest aftur í stól- inn. Og svo hann þurfi ekki að standa upp al- veg strax aftur, er spurt um ástæðu þess að hátíðin er haldin, og Valdís Anna svar- ar: „Þetta er átak hjá okkur til þess að efla ímynd ungs fólks í landinu. Okkur finnst of oft einblínt á slæmu hliðarnar, það virðist oft gleymast að erum að gera góða hluti líka og það langar okkur til þess að sýna.“ Birtingu – hátíð ungs fólks – lýkur með Söngkeppni framhaldsskólanna Þúsundir framhaldsskólanema flykkjast til Akureyrar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alltaf á ferðinni – framkvæmdastjórar Birtingar, hátíðar ungs fólks, Valdís Anna Jónsdóttir úr VMA og Tryggvi Aðalbjörnsson úr Menntaskólanum á Akureyri. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÍRAFÁR er nú að leggja lokahönd á nýtt lag, sem vonast er til að komist í spilun eftir tíu daga eða svo. Hljómsveitin hefur hafist handa við upptökur á næstu stóru plötu, sem ráð- gert er að komi út fyrir næstu jól. Vignir Snær Vig- fússon, gítarleikari og laga- höfundur Írafárs, segir að ekki sé enn komið nafn á nýja lagið. Aðspurður segir hann að lagið sé í svip- uðum stíl og fyrra efni. „Þetta er lag í millihröðum takti, með kröftugu og björtu viðlagi,“ segir hann. Í svipuðum stíl og áður Vignir segir að hljómsveitin sé nokkurn veginn búin að ákveða hvaða lög verði á plötunni, þótt ein- hver geti farið út og ný lög komið í staðinn. „Þetta er í svipuðum stíl og það sem við höfum áður verið að gera, en auðvitað með einhverjum nýjungum.“ Hann segir að enn sem komið er séu bara komin lög eftir hann, „en svo er aldrei að vita nema hin læði inn lögum, eins og síðast þegar Birgitta samdi eitt lag“, segir hann. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar sem fyrr upptökum með Vigni. Mannabreytingar urðu nýlega í sveitinni, þegar Arnar Gíslason tók við trommuleiknum af Jóhanni Bachmann. Vignir er spurður hvort nýi trymbillinn hafi haft áhrif á nýju lögin. „Það er nú eiginlega ekki komið í ljós, því við byrjum núna á hinum end- anum og prógrammerum þau áður en upptökur fara fram. Ég er hins vegar viss um að hann mun ljá tónlistinni nýjan karakter, enda eru hann og Hanni [Jóhann] ólíkir trommarar, báðir þrusugóðir á sinn hátt,“ segir hann. Kemur út fyrir jólin Stefnan er sett á að ljúka við hljóðblöndun plöt- unnar í október, þannig að hún gæti komið í versl- anir í lok þess mánaðar. „Ég reikna fastlega með því að við förum í kynningarferð um landið þegar platan kemur út, svipað og þegar síðasta plata kom út. Svo eru allar líkur á því að við verðum eitthvað á ferðinni í sumar,“ segir Vignir. Tónlist | Upptökur hafnar á nýrri plötu Írafárs Nýtt lag í spilun innan skamms Birgitta Haukdal Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.