Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 65

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 65 ÞETTA er mesti viðbjóður sem ég hef séð. Í þessari mynd skrifar leikstjórinn texta sem hann lætur íbúa hjólhýsabæjar lesa upp fyrir framan myndavélina sína. Þetta er klippt saman og verður þannig kvikmynd. Það vottar ekki fyrir neinu áhugaverðu eða fallegu í þessari mynd, bara mannfyrirlitn- ingu. Hún er um ógeðslegt fólk, sem viðhefur alls konar perverskar at- hafnir fyrir framan myndavélina á meðan það blindfullt ælir út úr sér soratexta fullum af kvenfyrirlitn- ingu og kynþáttahatri. Hér er eng- in frásögn eða saga, kvikmyndatak- an er svo hroðvirknisleg að stundum sést ekki hvað er verið sýna, sem verður að teljast eini ljósi punktur myndarinnar. Leik- stjórinn hefur ekki áhuga á að gefa raunsæja mynd af fólkinu sem býr í hjólhýsabæjum, heldur pikkar upp nokkra svarta sauði, af- skræmir þá enn meira og kemur þannig óorði á hina íbúana. Eini til- gangurinn með myndinni virðist vera að búa til viðbjóð, sem og tókst. Maður hefur heyrt af ungu fólki í Bandaríkjunum sem gefur utan- garðsfólki bjór, lætur það slást fyr- ir framan myndavélarnar og selur síðan myndböndin. Hvort sem þessi mynd er angi af þeirri sjúku stefnu eða ekki finnst mér hún ekki sæma þessari annars ágætu kvik- myndahátíð. Lægra verður ekki lagst. Alger viðbjóður KVIKMYNDIR Regnboginn – IFF Leikstjórn og handrit: Giuseppe Andrews. Aðalhlutverk: Walt Dongo, Bill Nowlin, Tyree og fleiri. 80 mín. Bandaríkin 2003. Hjólhýsabærinn (Trailer Town) 0 Hildur Loftsdóttir ÞORGEIR Guðmundsson og Óttarr Proppé fengu hugmyndina að heim- ildarmyndinni Bítlabærinn Keflavík fyrir fimm árum. „Við hringdum í Rúnar Júlíusson og hittum hann og konuna hans, Maríu Baldursdóttur, á veitingastaðnum Glóðinni í Kefla- vík. Þar var vísir að poppminjasafni, með „Rúnars Júl-básnum“, „Magga Kjartans-básnum“, „Jóa G-básnum“ og þar fram eftir götunum. Þarna sáum við í myndum þessa miklu rokksögu og fengum brennandi áhuga á spurningunni af hverju svona margir rokkarar voru úr Keflavík,“ segir Þorgeir. Vinnsla myndarinnar hófst svo fyrir um einu og hálfu ári, þegar þeir félagar fóru að hringja í söguhetjur rokksögunnar og hitta þær. „Svo smám saman varð umfjöllunarefni eða boðskapur myndarinnar að hvert land gæti átt sitt Liverpool; enda ýmsar hliðstæður milli þessara tveggja bæja. Báðir eru hafnarbæir og þar eru bandarískar herstöðvar. Þetta er mynd um hvernig unglinga- og dægurmenning kemur til Íslands; kanaútvarp, kanasjónvarp og allt þetta.“ Þorgeir segir aðspurður að nið- urstaða myndarinnar sé að í Kefla- vík hafi skapast mjög frjótt um- hverfi, sem getið hafi af sér þetta tónlistarlíf. „Á þessum ólíklega stað mætast bítlastraumarnir frá Eng- landi annars vegar og bandarísku straumarnir hins vegar. Svo var náttúrlega bara eftirspurn á Vell- inum eftir hljómsveitum; þar voru fjölmargir klúbbar sem vildu fá bönd úr Keflavík til að skemmta. Það var einfaldara og auðveldara en að fá þau úr bænum. Strákarnir fengu mikla æfingu þar og um leið og Hljómar voru komnir á kortið spruttu upp 10–12 hljómsveitir á þessu svæði,“ segir hann. Enginn brast í grát Þorgeir segir það hafa verið frá- bært að taka viðtöl við rokkarana. Aðspurður segir hann þó að enginn hafi brostið í grát, átökin hafi ekki verið það mikil. „En það voru ein- hver átök. Menn voru á þessum tíma að stela mannskap úr öðrum bönd- um, sumir urðu sárir og aðrir voru reknir. Menn voru alveg til í að tala hreinskilnislega um þetta núna.“ Fyrirtæki Þorgeirs, Óttars og Björns Blöndals, Glysgirni, fram- leiðir myndina. Hún verður frum- sýnd í kvöld á Alþjóðlegu íslensku kvikmyndahátíðinni, í Sambíóunum í Keflavík, og verður svo tekin til sýn- inga á hátíðinni í Reykjavík. Kvikmyndir | Rokkbærinn Keflavík frumsýndur í kvöld Rokk í Keflavík Morgunblaðið/Jim Smart Óttar Proppé og Þorgeir Guðmundsson standa að gerð myndarinnar Rokkbærinn Keflavík ásamt Birni Blöndal. Rokkbærinn Keflavík verður frum- sýndur í Sambíóunum Keflavík kl. 20 í kvöld. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Hringrás óttans hefur náð hámarki kvikmyndir.is SK  K&F XFM Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. T H E INTERPRETER Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga  Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Sýnd í Sambíóunum Kringlunni Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmyndmeð ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Frá framleiðendum Tryllimögnuð hrollvekja.Ekki dæma hana eftir útlitinu ÁLFABAKKI SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 THE PACIFIER kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 3.45 - 6 - 8.15 RING TWO kl. 10.30 B.I. 16 Sýningartímar THE INTERPREDER kl. 6 - 8 - 10.30 B.I. 16 SAHARA kl. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 10.30 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6 THE PACIFIER kl. 8.30 SAHARA kl. 6 - 8 - 10.20 BOOGEY MAN kl.10 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON kl 6 THE PACIFIER kl. 6 SAHARA kl. 5.30, 8 og 10.30 HIDE AND SEEK kl. 10.30 Heimsfrumsýnd á Íslandi Magnaður spennutryllir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.