Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 68

Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi að gerð deiliskipulags á íþróttasvæðinu. Þá mun Knattspyrnuakademían sjá um uppbyggingu heilsu- og fræðaseturs, með aðstöðu fyrir meist- ara- og doktorsnema í íþrótta-, sjúkraþjálfun- ar-, og lýðheilsufræðum, og fyrir stofnanir tengdar lýðheilsu, o.fl. Einnig eru áform uppi um byggingu nýs framhaldsskóla og eru viðræður hafnar við menntamálaráðuneytið. Knattspyrnuakademían hefur í á annað ár boðið upp á einstaklingsbundna knattspyrnu- þjálfun sem viðbót við starfsemi íþróttafélag- anna. Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðs- KÓPAVOGSBÆR og Knattspyrnuakademía Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um sam- eiginlegan undirbúning að uppbyggingu heilsu-, íþrótta- og fræðaseturs á um 8 hektara land- svæði við Vallakór í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust og að þeim ljúki eftir 3–4 ár. Í framkvæmdalýsingu er gert ráð fyrir íþróttahúsi, lítilli sundlaug, fjölnota knatt- og sýningahúsi í svipaðri stærð og Egilshöll, lík- amsræktaraðstöðu, þremur knattspyrnuvöllum utandyra í fullri stærð, o.fl. Stefnt er að því að aðilar vinni sameiginlega fyrirliði í knattspyrnu og forsvarsmaður Knattspyrnuakademíunnar, segir að Akadem- ían hafi fengið frábærar móttökur og alls hafi um 1.500 knattspyrnuiðkendur sótt þar nám- skeið. Hann sér fyrir sér að með uppbyggingu við Vallakór skapist fyrsta flokks aðstaða fyrir ungt afreksfólk í knattspyrnu sem skort hefur á hér á landi, að hans mati. Aðstaðan sé þó engu að síður hugsuð fyrir hinn almenna knatt- spyrnuiðkanda. Viðræður hafa staðið yfir við KSÍ, ÍSÍ og fleiri aðila um þátttöku í verkefninu. Vilja byggja upp 8 ha íþróttasvæði í Kópavogi  Umfangsmikil/22 LÖGBÓKANDI hjá Sýslumann- inum í Reykjavík dró síðdegis í gær út nöfn þeirra sem hlutu 30 einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík og nöfn 20 til vara. Alls bárust 5.658 umsóknir um lóð- irnar. Stefnt er að því að þeir sem dregnir voru út fái að velja sér lóð- ir 4. maí næstkomandi. Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra hjá Reykjavík- urborg, verður haft samband í dag og næstu daga við þá sem voru dregnir út. Umsækjendur þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. M.a. mega þeir ekki vera í vanskilum með opinber gjöld. Þeir þurfa að standast greiðslumat fyrir 25 millj- óna króna húsbyggingu og hafa átt lögheimili í Reykjavík í a.m.k. eitt ár talið frá ársbyrjun 2000. Umsækjendur þurfa að mæta sjálfir 4. maí eða senda fulltrúa með skriflegt umboð til að velja lóðir í sömu röð og þeir voru dregnir út í gær. Ef einhver mætir ekki fær sá næsti að velja. Ef lóð- irnar ganga allar út fellur val- réttur þeirra sem dregnir voru til vara niður að svo stöddu, þar til búið er að ganga formlega frá út- hlutun lóðanna. Greiðslufrestur fyrir lóðirnar er einn mánuður./6 Morgunblaðið/Sverrir Umsækjendur velja lóðir 4. maí Gögn vegna lóða við Lambasel voru færð á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík í gær, þar sem dregið var úr númerum umsækjenda. Þórir Hallgrímsson lögbókandi, lengst til hægri, fylgdist með útdrættinum. RÁN var framið í skartgripaverslun á Skólavörðustíg á fimmta tímanum í gær. Ungt par, karl og kona, fór inn í versl- unina, réðst á eigandann og beitti hann afli til að koma ætlun sinni fram. Að sögn lögreglu hafði parið eitthvað af vörum á brott með sér en um verðmæti þeirra er ekki nánar vitað. Ránið var tilkynnt lög- reglu klukkan 16.24. Unga parið lét greip- ar sópa og hraðaði sér síðan í burtu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var staðfest að par í annarlegu ástandi hefði verið handtekið í lyfjaverslun í Kópavogi skömmu eftir ránið er það reyndi að greiða fyrir lyf með skart- gripum. Skartgripirnir reyndust ekki vera úr ofangreindu ráni heldur teknir úr skartgripaverslun skammt frá. Ýmislegt bendir til þess að um sömu aðila sé að ræða, þ.e. parið hafi framið rán í tveimur verslunum í miðbænum. Rannsókn á mál- inu mun væntanlega leiða í ljós hvort um sömu aðila er að ræða. Reyndu að fá lyf fyrir skartgripi Morgunblaðið/Júlíus Sérfræðingur tæknideildar lögreglunnar rannsakar skápinn þar sem gripirnir voru. „EF veitt væru Nóbelsverðlaun fyrir störf tengd tungumálum held ég að Vigdís [Finnbogadóttir] myndi vinna þau,“ sagði David Crystal, enskur prófessor og sér- fræðingur í tungumálum, við opn- unarathöfn á ráðstefnunni Sam- ræður um menningarheima í Háskólabíói í gær. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti ráðstefnuna form- lega og sagði Íslendinga samfagna Vigdísi á 75 ára afmæli hennar. „Líf þitt hefur verið litríkt ævin- týri og mikil forréttindi að hafa fengið að taka þátt í því með þér,“ sagði Ólafur. Mary Robinson, sem var forseti Írlands árin 1990–1997, og er nú mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna og formaður Council of Women World Leaders, heldur fyrirlestur á ráðstefnunni Sam- ræður um menningarheima í dag kl. 13 í Háskólabíói – aðalsal. Í fyr- irlestrinum mun hún fjalla um stöðu kvenna og mannréttindamál, en fyrirlesturinn ber heitið Máttur samræðnanna. Fjöldi annarra fyrirlestra verð- ur í boði á ráðstefnunni í dag, þar með talin málstofa þar sem Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræð- ingur mun fjalla um kosningabar- áttu Vigdísar Finnbogadóttur og þá orðræðu sem myndaðist í kring- um hana, sem Rósa segist hafa snúist mikið um það að Vigdís var ekki bara kona, heldur líka ein- stæð móðir. Í blaðinu í dag er ít- arlegt viðtal við Vigdísi um ævi hennar og starfsferil. Morgunblaðið/Golli Vigdís Finnbogadóttir og Þórunn Björnsdóttir á setningarathöfn ráðstefnunnar. Ætti að fá verðlaun fyrir störf tengd tungumálum  Vigdís/28, 34 FJÓRIR myndlistarmenn hafa verið til- nefndir fyrir Íslands hönd til Carnegie Art- myndlistarverðlaunanna að þessu sinni. Þetta eru Finnbogi Pétursson, Eggert Pét- ursson, Jón Óskar Hafsteinsson og Stein- grímur Eyfjörð. Að sögn Halldórs Björns Runólfssonar, lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands sem situr í dómnefnd verðlaunanna, segir þetta sína sögu um hversu gott listafólk Íslendingar eiga, því einungis 21 myndlistarmaður er tilnefndur til verðlaunanna, 12 karlmenn og 9 konur. Carnegie-sýningin verður opnuð í Henie- Onstad-safninu í Noregi, en flyst síðan hingað til lands í byrjun næsta árs, þegar hún verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Tveir af íslensku myndlistarmönnunum voru einnig tilnefndir til Carnegie Art-verð- launanna síðast þegar þau voru veitt, árið 2003. Það voru Steingrímur Eyfjörð og Eggert Pétursson. Aldrei hafa fleiri ís- lenskir myndlistarmenn verið tilnefndir. Fjórir til- nefndir í ár Carnegie Art-myndlistar- verðlaunin 2005 „ÞETTA er átak hjá okkur til þess að efla ímynd ungs fólks í landinu. Okkur finnst of oft einblínt á slæmu hliðarnar, það virðist oft gleymast að við erum að gera góða hluti líka og það langar okkur til þess að sýna,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, annar framkvæmda- stjóra Birtingar – hátíðar ungs fólks, sem staðið hefur yfir í heila viku á Akureyri og lýkur annað kvöld, með árlegri Söngkeppni framhaldsskólanna. Von er á 2–3 þúsund framhalds- skólanemum hvaðanæva af landinu til bæjarins vegna þessa, en nem- endur skólanna tveggja á Akur- eyri, MA og VMA, eru hátt í 2 þús- und. Í bænum um helgina verða því jafnvel saman komnir 4–5 þúsund framhaldsskólanemar. Valdís Anna og Tryggvi Aðal- björnsson eru framkvæmdastjórar hátíðarinnar og segja þau sam- heldni framhaldsskólanemenda um allt land mikla. „Það voru ekki síst krakkarnir í Reykjavík sem hvöttu til þess að Söngkeppnin færi fram á Akureyri, vegna þess að þá kæmu örugglega fleiri,“ segir Valdís Anna. Á þriðja þúsund nemendur í heimsókn  Þúsundir/64 SAMNORRÆNU sjónvarps- stöðinni Skandinavia verður hleypt af stokkunum í janúar 2006, hugsanlega fyrr. Um er að ræða sjónvarpsstöð sem sendir einvörðungu út nor- rænt efni, kvikmyndir, heim- ildarmyndir og stuttmyndir. Stofnandinn og fram- kvæmdastjórinn, Niels Aal- bæk Jensen, segir að um marghliða útsendingu verði að ræða. Þannig verður dag- skráin send út eins og um hefðbundna útsendingu væri að ræða en einnig um Netið og í formi greiðsluvarps („pay-per-view“). Stöðin verður í helmingseigu þeirra sem útvega munu efnið og í helmingseigu almennra fjár- festa. Samnorræn sjónvarps- stöð 2006

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.