Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 32
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR4 Jólaprófin í skólunum eru eitt af því sem ótvírætt skapar sér- staka stemningu í desember. Það styttist í að nemendur fái jóla- fríið en fram að því eru flestir á kafi í próflestri og sumir sofa því með minna móti á þessum árstíma. Þjóðarbókhlaðan er einn þeirra staða sem nemendur safnast á til að læra undir jólaprófin. Þar hitti Fréttablaðið fyrir nokkra hressa. Magnea S. Guðmundsdóttir, Birna Kristrún Halldórsdóttir og Sverrir Hjálmarsson eru saman úti á stétt að teyga ferska loftið. Magn- ea er á fyrsta ári í viðskiptafræði og er á leiðinni í stærðfræðipróf. Það er annað prófið af fimm fyrir þessi jól. Allt snýst um tölur, hagfræði og stjórnun. Birna og Sverrir eru bæði á öðru ári í sálfræði og öfugt við Magneu eru þau búin í prófi dags- ins. Það var í próffræði. Þau hlæja þegar blaðamaður spyr í fávísi sinni hvort þau geti þá ekki komið með einhverjar æðislegar lausnir við prófkvíða. „Nei, aðallega voru próf- in nú í því að stressa okkur,“ segir Sverrir brosandi. Birna tekur undir það og útskýrir að prófið hafi snúist um greindarpróf. Hafa þau þá virki- lega engar ráðleggingar til próf- stressaðra? „Jú, læra yfir allan vet- urinn og glósa. Lesa jafnt og þétt og ekki frumlesa fyrir próf!“ Öll eru þau sammála um að gott sé að læra á Þjóðarbókhlöðunni. Þar helgi þau sér bása og hafi sínar tölv- ur með sér. „Ég sit hér öll kvöld,“ segir Magnea. Hin taka undir það en koma því líka að að opnunartím- inn sé alls ekki nógu langur um helgar því þá sé lokað klukkan fimm. Fram undan? Fleiri próf! gun@frettabladid.is Frí fram undan en fyrst lestur, próf og stress Sverrir, Magnea og Birna hafa þau góðu ráð að gefa öðrum „að læra allan veturinn og glósa“. fréttaBlaðið/Stefán atli er sallarólegur og laus við stress. atli Sigþórsson: Hef voða litlar áhyggjur atli Sigþórsson er í smá kaffi- pásu. Hann nemur sagnfræði en kveðst alveg pollrólegur og laus við stress. „Mér finnst ég vera í svo ágætum prófum núna og þó ég eigi ritgerðaskil eftir hef ég voða litlar áhyggjur af þessu. ég er sæmilega lesinn og þá er þetta ekkert sem maður þarf að missa svefn yfir.“ Jakobína er að þreyta frumraun sína í prófum í háskólanum. Hún nemur sálfræði. Jakobína Jónsdóttir: Verður gott að fá jólafríið Jakobína Jónsdóttir er á fyrsta ári í sálfræðinni og kveðst vera þokkalega stressuð fyrir prófin. Segir svolítið klipið af svefntímanum stundum. „Það er óneitanlega dálítill munur á námi í háskóla og menntaskóla. Hér er maður algerlega ábyrgur fyrir náminu sjálfur. Þetta hefst allt en það verður rosalega gott að fá jólafríið.“ Sigríður Pálsdóttir: Smá vökustand og vesen Sigríður Pálsdóttir er á fyrsta ári í verkfræði. Þó ekki alger nýgræðingur í prófum í Verkfræðideild því hún byrjaði um áramót í fyrra. Þó að ekki séu um fjöldatakmarkanir að ræða í deildinni þá segir hún prófin óneit- anlega skapa stress. „Þetta er dálítið erfitt,“ viðurkennir hún. Sigríður tók fyrsta prófið í fyrradag og þrjú eru eftir. „ég verð búin 20. desember. Þetta er smá vökustand og vesen þangað til. Sigríður á þrjú próf eftir í verkfræðinni. Jólagjöf heimilisins í ár Nýtt kortatímabil ÁSKRIFTARSÍMI 550 5060 | WWW.VISIR.IS 100 HUGMYNDIR FYRIR JÓLABÖRNIN LAGT Á HÁTÍÐARBORÐIÐ ÆVINTÝRIÐ Í ENGLABORG JÓLABLAÐIÐ KOMIÐ ÚT! MÁLUM BÆINN RAUÐAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.