Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 44
MARKAÐURINN 13. desember 2006 miðvikudagur6 ú t l ö n d Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætl- anir gerðu ráð fyrir, aukinnar samkeppni frá Japan og hærra eldsneytisverðs. Stjórnendur bílaframleiðand- ans segja eftirspurn eftir sport- jeppunum stöðuga en komið verði í veg fyrir að birgðir af bílunum aukist mikið með því að draga úr framleiðslu á þeim. Ekki liggur fyrir hvort til u p p - sagna komi vegna þessa hjá General Motors, en minni sala á bílunum hefur haft þær afleið- ingar í för með sér að neikvæð afkoma fyrirtækisins hefur aukist ár frá ári. Sportjeppar GM hafa sætt harðri gagnrýni frá hendi umhverfisverndarsinna allt frá því þeir komu fyrst á markað en þeir þykja miklir bensínsvelgir. Í kjölfar mikilla hækkana á eldsneytisverði á seinni hluta ársins dróst sala á jeppunum talsvert saman. GM er ekki eitt um samdráttinn því svipaða sögu er að segja af jeppasölu hjá Ford. Á fyrstu tíu mánuð- um ársins hefur salan dregist saman um 5,5 prósent. Hún hríðféll hins vegar í nóvember þegar salan dróst saman um rúm 15 prósent á milli mánaða. - jab chevrolet sub- urban frá gm Sala á sportjeppum hefur verið mun minni en áætlan- ir gerðu ráð fyrir, meðal annars vegna hækkunar á eldsneytisverði. Markaðurinn/GettyiMaGeS GM dregur úr framleiðslu jeppa Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir banda- ríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka mál- sókn á hendur æðstu stjórnend- um fyrirtæksins. Stjórnendurnir voru sakaðir um að láta njósna um aðra stjórnarmenn og starfs- menn HP. Patricia Dunn, stjórn- arformaður HP, neyddist til að segja af sér vegna málsins. Æðstu stjórnendur HP eru sakaðir um að hafa beitt vafa- sömum aðferðum til að komast fyrir leka af stjórnarfundum fyr- irtækisins. Patricia Dunn, stjórn- arformaður HP, var meðal annars sökuð um að hafa látið njósna um aðra stjórnarmenn, látið hlera síma þeirra og skoða tölvuskeyti starfsmanna. Hún sagði af sér eftir að málið komst í hámæli í september. Rannsóknin leiddi í ljós að einn stjórnarmanna lak fréttum af stjórnarfundum til fjölmiðla. Hann neitaði að segja af sér en hefur gefið kost á sér í stjórnina á nýjan leik. Í bandarískum fjölmiðlum í lok síðustu viku segir að dóms- yfirvöld vestanhafs muni ekki leggja fram ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi stjórn- endum fyrirtækisins vegna máls- ins en fyrirtækið mun áfram verða undir smásjá bandarískra dómsyfirvalda. - jab Patricia dunn á leið í réttarsal innanhússrannsókn bandaríska tölvufram- leiðandans HP leiddi til þess að stjórnarfor- maður fyrirtækisins varð að segja af sér. Markaðurinn/aFP Sátt í vafasamri rannsókn HP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Flugfélög í Bandaríkjunum búast við hörðum slag verði eignir seldar undan bandaríska flugfélaginu Delta. Delta hefur átt við mikla rekstrarörðugleika að stríða og fóru stjórnendur félagsins fram á greiðslu- stöðvun á síðasta ári. Fyrir um mánuði síðan gerði bandaríska flugfélagið US Airways 8 milljarða dala óvinveitt yfirtökutilboð í Delta en það svarar til um 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi. US Airways er sjöunda stærsta flugfélag Bandaríkjanna en hjá því starfa 35.000 manns. Delta er hins vegar þriðja stærsta flugfélag lands- ins með 47.000 starfsmenn. Í kjölfar þess að yfirtökutilboðið var lagt fram í nóvember greindi Gerald Grinstein, forstjóri Delta, og aðrir stjórnendur flugfélagsins, frá því að þeir ynnu að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að hluthafar Delta taki tilboði US Airways. Þá segjast þeir enn fremur vera að vinna að því eftir fremsta megni að vinna stuðning lánadrottna, því þörf væri á stífri hagræðingu í rekstri flugfélagsins til að forða því frá gjaldþroti. Hvað sem verður er reiknað með að eignir flug- félagsins verði seldar frá því í hagræðingarskyni á helstu flugvöllum vestanhafs fyrir allt að 8,6 millj- arða bandaríkjadali eða um 600 milljarða íslenskra króna. Paul Tate, fjármálastjóri bandaríska lággjalda- flugfélagsins Frontier, segir harða baráttu um eignirnar fram undan. Tate segir Frontier ætla að fylgjast grannt með þróun mála og séu líkur á að félagið festi sér ein- hverjar eignir, sér í lagi þær sem verði seldar á vesturströnd Bandaríkjanna. „Ef einhverjar eignanna höfða til okkar þá munum við kanna málið. En við vitum að önnur flugfélög horfa á sömu eignir,“ sagði Tate og lagði áherslu á að hart yrði barist um eignir Delta. ein af vélum delta Stjórn bandaríska flugfélagsins Delta íhugar að selja hluta af eignum félagsins til að forða því frá gjaldþroti. Önnur flugfélög hafa hug á eignunum. Markaðurinn/aFP Búist við hörðum slag um Delta Bandaríska flugfélagið Delta hyggst selja eignir til að kom- ast hjá gjaldþroti og forðast yfirtöku. Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðand- inn CSN gerði yfirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 millj- arða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna. Verði af kaupum CSN á Corus verður til fimmti stærsti stál- framleiðandi í heimi með 24 milljóna tonna framleiðslugetu á ári. Tilboðið kom nokkuð á óvart enda hafði indverski stálfram- leiðandinn Tata Steel, sem fram til þessa hefur verið orðaður við Corus, fengið samþykki stjórnar Corus fyrir yfirtökutilboðinu í félagið nokkrum klukkustundum fyrr. Síðasta tilboð Tata Steel hljóð- aði upp á 500 pens fyrir hvern hlut í Corus eða jafnvirði 640 milljarða íslenskra króna. Tilboð CSN var hins vegar 15 pensum hærra og hefur verið haft eftir talsmanni fyrirtækisins að stjórn Corus hefði mælt með því við hluthafa stálframleiðandans að þeir tækju tilboðinu. Kapphlaupið um Corus hefur keyrt verðið upp á bresk-hol- lenska stálframleiðandanum en gengið hækkaði um 5,5 prósent á markaði í dag. Gengið stendur nú í 527,75 pundum á hlut sem er 12,75 pensum yfir tilboði CSN. - jab ein af verksmiðjum corus tveir stálframleiðendur hafa keppst um að gera yfirtökutilboð í bresk-hollenska stálfyrirtæk- ið Corus. Markaðurinn/aFP Brasilíumenn að kaupa Corus? Frederick Smith, forstjóri bandarísku póstflutningaþjón- ustunnar FedEx, sagði í sam- tali við franska viðskiptablaðið Les Echos í byrjun vikunnar, að fyrirtækið hefði enn hug á að kaupa A380 fraktflugvélar frá evrópsku flugvélaverksmiðjun- um Airbus. Smith greindi ekki nákvæmlega frá því hversu margar vélar fyrirtækið myndi kaupa. FedEx afpantaði nýverið tíu fragtflugvélar af sömu gerð frá Airbus og sagði Smith, að það hefði verið gert til að létta undir með EADS, móðurfélagi Airbus, sem greint hefur frá töfum á afhendingu vélanna. - jab a380 þota frá airbus Póstflutningafyrirtækið hefur hug á að kaupa þotur frá airbus þótt það hefði afpantað 19 þotur fyrir skömmu. Airbus fyrir FedEx Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors svipti hulunni af umhverfisvænum bíl sem gengur fyrir etanólblöndu á bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Framleiðsla hefst á næsta ári. Bíllinn er liður í bættri umhverfisstefnu fyrirtækisins en vél hans byggist á tækni frá Toyota, einum helsta keppinauti Nissan í Japan. Nissan kynnti sömuleiðis í vik- unni nýja áætlun til næstu fjög- urra ára sem draga á úr útblæstri bíla. Eftir 2010 vonast fyrirtæk- ið til að kynna til sögunnar raf- magnsbíl, en hann yrði sá fyrsti sinnar tegundar í Japan. Nissan hefur hafið samstarf við franska bílaframleiðandann Renault um smíði á tveggja lítra bíl, sem líta mun dagsins ljós á fyrri helmingi næsta ári. Nissan stóð framarlega á tæknisviðinu í japanska bílaiðnaðinum á árum áður. Með bættri umhverfisstefnu og markmiðum til næstu ára sem stuðla eiga að minni útblæstri stefnir fyrirtækið að því að verða leiðandi á sviði umhverfisvænna og sparneytinna bíla á heimsvísu. Sérstaklega er horft til banda- ríska markaðarins en ökutækja- eigendur þar í landi hafa marg- ir snúið baki við bandarískum bensínsvelgjum í kjölfar snarpra hækkana á eldsneyti á þessu ári og horfa til sparneytinna jap- anskra bíla. - jab varaforstjóri nissan við bílinn nissan ætlar að setja umhverfisvænan bíl á markað á næsta ári. Markaðurinn/aFP Nissan framleiðir umhverfisvæna bíla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.