Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 85

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 85
MIÐVIKUDAGUR 13. desember 2006 29 bréf til blaðsins Útsýni forseta bæjarstjórnar á Álftanesi Yfirlýsing – Henrik thorarensen Vegna yfirlýsingar Kristjáns Svein- björnssonar í Fréttablaðinu laugar- daginn 10. 12. 2006 varðandi lóðina að Miðskógum 8 vil ég að eftirfarandi komi fram: Kristján hefur persónulega staðið í málaferlum vegna eignarhalds á lóðinni árum saman. Hann hefur tapað öllum þessum málaferlum og því marg sannreynt af dómstólum að enginn efi leikur á eignarhaldi lóðarinnar. Það er því mál að linni að Kristján sætti sig við að hann á ekkert tilkall til þessarar lóðar og tilburðir hans við framkvæmdir og notkun á lóðinni eru með öllu óásættanlegir. Umdeilda málsmeðferð vegna veitingar byggingarleyfis á lóðinni, hefur hann ekki aðeins gert að máli bæjarfélagsins heldur reynir hann að snúa málinu í pólitískan slag við sam- starfsmenn sína í minnihluta bæjar- stjórnar til að hylma yfir persónulegu hagsmunamáli. Bókun D-listans vegna meðferðar málsins hjá bæjarráði sýnir glöggt hvað hér hefur verið í gangi í það tæpa ár sem umsóknin hefur legið inni án þess að fá réttmæta afgreiðslu. Málið var til umfjöllunar í byggingar- nefnd frá því í desember 2005 og fram til 13. nóvember 2006. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 1980, er lóðin Miðskógar 8 tiltekin sem íbúðarlóð og er byggingarreitur markaður fyrir einbýlishús, á sama stað og þar sem áður voru hús. Í aðalskipulagi Álftaness fyrir árin 2005 til 2024, er Miðskógarsvæðið, þar á meðal þessi lóð, skilgreind sem íbúðarbyggð. Lóðin er þinglýst sem byggingarlóð hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Vegna aðgerða Kristjáns hefur málið í tvígang verið sent til umsagnar Skipu- lagsstofnunar undanfarin misseri og í áliti stofnunarinnar kemur fram að fyrirhuguð bygging á lóðinni brýtur ekki í bága við náttúrverndarlög enda voru byggingar á lóðinni áður. Það var álit Skipulagsstofnunar að lóðin væri byggingarlóð enda aðeins lítill partur lóðarinnar sem nær niður í stór- straumsfjöru og fjarri byggingarreit. Einnig var það álit Skipulagsstofnunar að deiliskipulag frá 1980 væri gilt. Þá liggja fyrir tvö lögfræðiálit, sérstakur ráðgjafi bæjarstjóra í skipulagsmálum hefur skoðað málið ítarlega, embættis- menn bæjarfélagsins hafa komið að því, rætt hefur verið við Siglinga- stofnun og eflaust fleiri aðila. Þessar tilraunir meirihlutans undir forystu Kristjáns, til að finna lögmæta ástæðu til að hafna umsókn um byggingar- leyfi, hafa engan árangur borið. Allir þessir aðilar hafa gefið það einróma álit að ekkert sé því til fyrirstöðu að veita hið umbeðna leyfi til byggingar á lóðinni. Síðasta aðgerð meirihlutans, (vísun í bókun frá bæjarráðsfundi 13. nóv.), er að hafna umsókn um byggingarleyfi, svæðið á að setja í nýtt deiliskipu- lagsferli, jafnvel þó að þar séu fáar lóðir óbyggðar. Fyrirætlanir Kristjáns eru augljósar, hann ætlar með öllum ráðum að halda útsýninu. Lóðin er yfir 1400 m2 (algeng stærð á lóðum er 800m2), fyrirhugað hús er 268m2 og því af sömu stærðargráðu og þau hús sem eru á næstu lóðum. Við Skógartjörn standa mörg hús í svipaðri afstöðu til tjarnarinnar og fyrirhugað hús. Á Álftanesi eru mörg hús sem standa nær opnu hafi og neðar en húsin við Skógartjörn. Áform um lausnir á fráveitumálum taka ekki mið af þessu eina húsi heldur hljóta þau mál að vera skipu- lögð í samræmi við alla byggðina við tjörnina. Í kjölfar þeirra greinaskrifa sem um málið voru í síðustu viku, hef ég feng- ið fjölda upphringinga frá fólki sem ofbýður ofríki og yfirgangur Kristjáns. Mikið af þessu fólki eru nágrannar og skattgreiðendur á Álftanesi. Ég hvet alla íbúa Álftaness og þá sem áhuga hafa á stjórnsýsluháttum í lýðræðisþjóðfélagi að skoða þetta mál þar sem kjörinn fulltrúi fólksins er að misnota vald sitt í persónulega þágu og ýtir bæjarfélaginu út í dýr- keypt skaðabótamál. Höfundur er eigandi lóðarinnar að Miðskógum 8. UMræðan Tónlist Tónlistin er stór hluti af lífi okkar. Hún birtist í ýmsum myndum, ýmsum tegundum og á mismunandi stöðum. Fyrir mjög marga er hún jafn nauðsynlegur þáttur að njóta í okkar daglega lífi eins og maturinn sem við neytum og súrefnið sem við öndum. Tón­ listin skiptir því máli bæði í and­ legum og menningarlegum skiln­ ingi. Tónlistin skilar einnig þjóðarbúinu tekjum og vonandi einnig auknum tekjum í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar samkvæmt tillögu fjármála­ ráðherra að lækka virðisaukaskatt­ inn úr 24,5 prósentum í 7 prósent. Þetta ber sérstaklega að þakka og ekkert ætti að vera því til fyrir­ stöðu að sala muni aukast eftir 1. mars á næsta ári þegar þetta kemst í framkvæmd. Aukin sala gæti haft í för með sér að ríkissjóður fái þessa lækkun til baka á sama hátt og gerðist þegar sænska ríkið fékk hærri fjárhæð í sinn hlut af greidd­ um virðisaukaskatti af bókum eftir lækkun hans. Í Frakklandi var virðisaukaskattur af hljómplötum lækkaður árið 1987 sem hafði í för með sér að sala hljómplatna jókst samtals um 91 prósent næstu þrjú árin á eftir. Lækkun virðisauka­ skattsins úr 24,5 niður í 7 prósent færir okkur: • Bætt aðgengi að tónlist fyrir almenning og er hvatning til auk­ innar notkunar hennar. • Stuðlar að aukinni sköpun og fjölbreytni í tónlist. • Styður við bakið á tónlistarfólki og þeim sem lifa af tónlist á erf­ iðum tímum þegar barist er gegn ólöglegri og endurgjaldslausri notkun á tónlist. • Skilar ríkissjóði hugsanlega til baka stórum hluta af lækkun virðisaukaskattsins vegna stór­ aukinnar sölu eins og dæmi hafa sannað í nágrannalöndum. Eftir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóra SFH. Lækkun skatts á geisladiskum Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hirz lan. is VÖNDUÐ HÚSGÖGN FRÁ DANMÖRKU OG ÞÝSKALANDI Á LÁGU VERÐI Bókahillur Stofuhúsgögn Skrifborðsstólar Tölvuborð Fataskápar Barnahúsgögn Skrifstofuhúsgögn Gæði og gott verð! Opið alla daga til jóla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.