Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 86
 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Umræðan Dagur íslenskrar tónlistar Samtónn, samstarfsvett-vangur tónlistarrétt- hafa, lét í októbermánuði síðastliðnum vinna þarfa- greiningu meðal íslenskra tónlistarmanna, fulltrúa helstu fyrirtækja og hagsmuna- samtaka. Niðurstöður leiddu m.a í ljós að íslensk tónlist eigi mikla möguleika á frekari útrás ef réttur stuðningsvettvangur væri skapað- ur. Þessi stuðningsvettvangur er nú orðinn að veruleika með stofn- un Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Með henni er stefnt að því að vinna bug á þeim ann- mörkum sem hingað til hafa verið til staðar í útrás íslenskrar tónlistar og byggja upp öfluga skrif- stofu með tilstyrk þriggja ráðuneyta og Landsbanka Íslands. Ráðuneyti þessi eru utanríkisráðuneytið, mennta- málaráðuneytið og iðnaðarráðu- neytið. Samtónn hefur um nokkurt skeið beitt sér fyrir stofnun skrif- stofunnar og verið í mjög góðu samstarfi við Útflutningsráð um kynningu tónlistar á Midem í Frakklandi, einni stærstu tónlist- arráðstefnu í heimi. Með stofnun skrifstofunnar var stórt skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með til- komu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlífi. Fylgt er eftir þeirri athygli sem íslensk tónlist og tónlistarmenn hafa á síðustu árum vakið utan landsteinana. Íslenskum tónskáld- um og hljómlistarmönnum eru enn fremur gefin aukin tækifæri til að ná athygli fleiri á mun stærri mörk- uðum og skapa sér með því lifi- brauð af listgrein sinni. Á sama hátt er þetta gert til að hljómplötu- framleiðendur geti á öflugri hátt sótt á nýja markaði utan Íslands. Rétt er að þakka utanríkisráð- herra Valgerði Sverrisdóttur, menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og iðnaðar- ráðherra Jóni Sigurðssyni fyrir stuðning þeirra og ráðuneyta þeirra, sem gerði stofnun þessarar skrifstofu að veruleika. Það er til algjörrar fyrirmyndar að ráðu- neyti komi sameiginlega sem ein heild að stuðningi verkefnis sem þessa. Markmið Samtóns er með sama hætti að sameina alla rétt- hafahópa í einni breiðfylkingu til að styrkja grundvöll til að ná betri árangri í sameiginlegum verkefn- um sem í þessu tilviki er útrás íslenskrar tónlistar. Jafnframt er stuðningur einkageirans með fram- lagi Landsbanka Íslands þakkar- verður og til fyrirmyndar. Vonandi er brautin rudd fyrir önnur fyrir- tæki að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi, en Landsbanki Íslands hefur margoft sýnt velvilja sinn í garð ýmissa verkefna á sviði tón- listar í landinu. Það er mín skoðun að bæði tón- listarfólk og almenningur í landinu meti fjárframlög sem þessi og allir ofangreindir stuðningsaðilar muni njóti ávaxtanna af þessum fram- lögum á einn eða annan hátt í fram- tíðinni. Höfundur er formaður Samtóns. Markviss kynning á íslenskri tónlist erlendis Umræðan Hjálparstarf Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Frétta- blaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borg- ar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á fram- færi og fá vinnu við sitt hæfi. Afr- íka býr yfir fjölskrúðugri menn- ingu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir. að byggja upp færni heimafólks Í þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þar- lenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heima- manna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verk- inu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. neikvæða hliðin er verkefni hjálp- arstofnana Það er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums stað- ar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf- úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórn- kerfi. Því miður rata þessar nei- kvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert. Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýs- andi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekk- ert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálp- arstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar. Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofn- ana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og vald- hafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk. Sanngjörn viðskipti Borgar nefnir í sinni grein vernd- artolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álf- unni. Hjálparstofnanir og sérfræð- ingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutnings- tolla á vörur frá Afríku væri senni- lega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni. Hjálp- arstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum við- skiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neyt- andinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleið- enda. Hingað til hafa Fair Trade- vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið. Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Afríka land andstæðnanna JónaS ÞóriSSon BJörn Th. ÁrnaSon www.ostur.is Lukkunúmerið er í Skólaostinum og þú sérð strax hvort þú hefur unnið á www.ostur.is Freistaðu gæfunnar!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.