Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 14
16 ERLENDIR MENNINGARSTRAUMAR fRjettur
kallar »djöfulóðan«, »Antikrist« og talar með eldmóði um
hans »höggormshaus« og að »heil legio djöfla« sje »farin
í hann«; og loks nær velvilji hans hámarkinu, er hann
vill forða landi sínu frá þessum ófögnuði. »Ó, nú er
inn glóandi andi forfeðranna út slokknaður! Þessi nýi
Aríus er elcki rekinn í útlegð! Þessi Servet er ei brendr
á báli!« »Þessi opinberi guðlastari, þessi skarpi Satans
þjónn gengur óáreittur« (bls. 71). Hann heimtar, að
Magnús sje »gjörðr rækr úr ríkinu« og bók hans sje
»brend á báli«-----»og þetta er ið mildasta sem vera
má«, bætir mannúðarboðberinn við. Þetfa er gott dæmi
um æði það, er íhaldslundina kann að grípa stundum,
og hvernig misnota má miskunnarlaust hið »þjóðlega«
og rjett erfikenninganna. Og jjað er engin vissa fyrir,
að gáfaðir og all-»frjálslyndir« menn geti ekki fallið fyrir
þessu líka. T. d. gerist Jón Thoroddsen skáld svo djarf-
ur út af þessu máli, að kalla Magnús »djöfulóðan« og
hvetja ríkisstjórnina til að setja hann »í svarthoIið« (12.
tbl. sama árgangs). Og þessir tveir voru ekki einir, síð-
ur en svo.
Þannig hefir nú brautryðjendum nýrra hreyfinga verið
tekið hjer — sem annarstaðar. Þegar Gestur Pálsson
kom hingað og »Suðri« hóf göngu sína, gengu trölla-
sögur um, að nú ætti að flytja »rússneskan Nihilismus«
hingað til lands og stóð mönnum mikill stuggur af, eink-
um þeim, er þóttust eiga að gæta hugsunarhátlar lýðs-
ins. Birtist þá í »Fjallkonunni« (7. júní 1884) þessi kafli
»úr brjefi frá presti í sveitinni«: »Öflugustu fylgjarar
þessarar heiðinglegu skoðanar eru realistarnir .... Því
er miðr, að vér erum sannfærðir um, að þessi andleysis
og guðleysis skoðun er farin að festa rætur hjá æði
mörgum af inni uppvaxandi kynslóð hér á landi, og
nærri má geta, hver áhrif það hafi á siðferðið. Oss er
ekki ókunnugt um þennan SPILLINGAR GEST, vér ætl-
um að hann sé kominn frá Kaupmannahöfn, og óttumst
að hann hafi smeygt sér inn hjá einstökum latínuskóla-