Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 134
136 ÍSLENSK MENNINGARMÁL [Rjéttur
svo um reksturslag, að reka mætti hann með nútíma
skipulagi, með fullkomnum vjelum. Ennfremur hefur á það
skort, að hann hafi tekið vísindin svo í sína þjónustu,
sem krefjast verður af hverjum atvinnurekstri nú á tím-
um; en landbúnaðurinn hefur einkum þurft þess við
hvað áburð og kynbætur snerti. Pað hafa komið fram
margar tillögur um hvernig ráðin skuli bót á þessu.
Hjer skal ein rædd, sem er mun mikilvægari en flestir
hyggja.
Aðaleinkenni á rekstri atvinnufyrirtækja nú og það,
sem veldur gróða þeim, er flest þeirra gefa af sjer, er
að þau eru rekin í stórum stíl og því hægt að nota sjer
við þau allar nýtísku uppfyndingar mannlegs anda, eink-
um vinnusparandi vjelar. F*etta þarf landbúnaðurinn líka
að gera, ef hann á að fylgjast með. Nú hafa fæstir
bændur því fjármagni á að skipa, er til þarf, og þótt
lánsstofnanir yrðu þeim frekar opnaðar en nú er, myndi
það vart nægja til að þéir gætu gert mjög stórkostlegar
breytingar á jörðum sínum, enda gæti orðið mjög hættu-
legt og órjettlátt að leggja stórfúlgur þannig í hendur
einstakra manna — eins og sýnt hefur sig við sjávarút-
veginn. En hinsvegar væri full trygging fyrir að slíkar
lánveitingar kæmu að almennu gagni, ef ríkið annaðist
sjálft rekstur slíkra stórbúa í þeim tilgangi að efla ræktun
Iandsins, bæta bústofninn á ríkisbúinu og hjeraðinu í
kring með kynbótum, gera vísindalegar tilraunir með
áburð og gróðurmöguleika íslenskrar moldar og verða
smærri bændum í kring fyrirmynd og stoð við breytingu
búskaparlags. Pað er urmull af stórum ágætisjörðum
í Iandinu, sumum í landssjóðseign, sem væru ágætlega
fallnar til slíks og væru vissar með að gefa stórgróða,
auk þess að kosta alla ræktuna sjálfar. Hver áhrif það
gæti haft að taka kynbótum á bústofni, einkum kúm, al-
mennilegu taki, ala upp kálfa aðeins undan bestu mjólk-
urkúnum og selja til nágrannanna þá, sem eigi yrðu
notaðir heima — það er erfitt að sjá fyrir. Og mjög lík-