Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 72
74 VIÐSJÁ [Rjettur
Hetjur eru þeir einnig, þótt þeir verði að hníga, verði að
iáta undan síga; hetjudáðin er hin sama.
Hetjur eru konur námumannanna, sem kveðast heldur
vilja svelta í hel en telja kjarkinn úr mönnum sínum og
telja þá á að bregðast málstað stjettarinnar. — Hetjur
eru rússnesku verkamennirnir, sem styrkja þessa námu-
menn nú svo drengilega með því að brjóta 8 tíma vinnu-
dag og vinna eftirvinnu, einungis handa ensku námu-
mönnunum. Að brjóta reglur þannig er að halda þær í
sínu insta eðli, það er að framkvæma anda þeirra, bræðra-
lags- og frelsisandann, þótt hann komi í bága við bók-
staf þeirra. — En eilíflega mun smánarblettur hvíla á
öllum þeim, sem brugðist hafa hetjum þessum í hinni
voldugustu stjettabaráttu, sem enski verkalýðurinn enn
þá hefir háð.
Slíkar eru hetjur framtíðarinnar. Valdhafana rámar
þegar í það, er þeir nú reisa »hinum óþekta hermanni«
voldug minnismerki. En þegar betur er að gáð, virðist
þetta aðeins hræsni — að reisa hetjunum minnismerki
og fórna þeim jafnt eftir sem áður - hræsni gerð í
þeim tilgangi að blíðka þær, er þær vakna til meðvitundar
um, hvernig þeim er fórnað á blótstalli hinna voldugu.
Minnismerkið, sem mannkynið þarf að reisa þessum lretj-
um, er ekki slíkt. Hið eina sanna minnismerki þeirra
verður í því falið, að byggja heiminn hjeðan af handa
þeim og þeirra líkum, skapa skipulag þjóðanna í sam-
ræmi við nauðsyn og hagsmuni »smælingjanna« í þjóð-
fjelaginu, smáhetjanna, hvort sem þeir heyja baráttu sína
í fátækum kofum, leiguhúsum borganna eða starfsölum
verkalýðssamtakanna, hverjar svo sem þær eru. Handa
þeim skal heimur framtíðarinnar verða bygður, en ekki
handa stórmennum, skurðgoðum sögunnar, konungum
valda og auðs, sem heill og velferð smælingjanna hingað
til hefir verið blótað. E. O■