Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 43
Rjettur]
TOGARAÚTGERÐÍN
45
til að tryggja henni markað fyrir afurðir sínar, og það
vílar ekki fyrir sjer, að girða fyrir atvinnumöguleika blá-
snauðs verkafólks svo hundruðum skiftir, til þess að gera
útgerðarmönnunum auðveldari samkepnina við útlendinga.
Alt þetta hefir þjóðin lagt á fórnarstall útgerðarinnar,
stórútgerðarinnar fyrst og fremst.
En þessi fórn virðist vera of smávaxin. Togararnir
liggja bundnir, miljónir ónotaðar, og fólkið gengur at-
vinnulaust. »Við töpum á að gera út,« segja útgerðar-
menn, og þar við situr.
Margir segja sjálfsagt, að það sje ekki nema rjett og
eðlilegt, að þjóðin hlúi að útgerðinni, veiti henni fje og
fríðindi, því að skylt sje að hlúa að atvinnuvegum lands-
ins. En flestir munu líta svo á, að skyldunni beri og að
fylgja nokkur rjettindi, og að hver, sem fríðinda nýtur,
fái og skyldur við þann, sem veitir þau. Útgerðarmenn
hafa því skyldur við þjóðfjelagið, og það rjett til að
heimta, að þeir inni þær af hendi, rétt til að krefjast þess,
að útgerðin sje rekin með hagsmuni þjóðarinnar allrar
fyrir augum.
Pað er ekki gert nú.
Þegar rætt var um fiskiveiðalöggjöfina, fullyrtu útgerðar-
menn, að ef útlendingum væri leyft að Ieggja á iand og
verka afla sinn, myndi óðara alt fyllast af erlendum skip-
um, sem hefðu hjer bækistöð. Svo miklu arðvænlegra
töldu þeir þá að stunda veiðina frá stöðvum hér á landi
en að sækja hana hingað frá útlöndum, eins og reyndar
líka liggur í augum uppi.
En nú, á sama tíma og íslensku útgerðarmennirnir
binda togarana og segja að ekki borgi sig að gera út,
senda erlendir útgerðarmenn hundruð samskonar skipa,
margra daga siglingu, á sömu mið og þeir íslensku vilja
ekki líta við, þótt þau liggji aðeins fárra stunda siglingu
frá útgerðarstöðvum þeirra.
Einkennilegt er þetta.
Norðmenn munu telja rjettinn til að veiða síld og verka