Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 36
38
AUÐU SÆTIN
[Rjettur
grunna. Hvernig gat jeg gert það? Þú fjekst mjer heiminn
til þess að jeg skyldi halda honum við. Átti jeg þá að láta
hann hrynja í rústir? Alt, sem jeg átti sjálfur, hefir farið í
að viðhalda heimi þínum, og ekkert, sem þú fjekst mjer,
hefir getað bjargað mjer. Sonurinn, sem þú sendir mjer,
varð jafnvel til þess að sökkva mjer enn þá dýpra í eymd
og þrældóm, Hvað viltu mjer? Böndin særa mig til blóðs,
lýsnar þínar bíta mig og alt, sem jeg framleiði, fer í auðnina
miklu, sem þú hefir skapað. Farðu til úlfsins óseðjandi og
heimtaðu heim þinn af honum.«
»Hann hefir djöfullinn skapað, en ekki jeg,* sagði drottinn
hryggur. »Er það ekki hann, sem er kallaður óskabarn and-
skdtans? Pú ert reiður, sonur sæll, og mjer þykir mikið
fyrir, að þjer hefir ekki farist betur en raun er á orðin að
ávaxta pund það, er jeg fjekk þjer.«
»Hvernig átti jeg að geta það, þegar sá, sem skapaði mig,
bjó mig til úr hrörnun elli sinnar?« sagði maðurinn þrjósku-
lega. »Jeg sje ekki betur en þú hafir sjálfur lýs í skegginu.*
Pá skelti guð almáttugur upp úr.
»Jeg sje að þú ert að fá sjónina aftur,« sagði hann »Þú
hefir rjett að mæla. Jeg var þreyttur þá og vanrækti að gefa
þjer brœði blóðsins. En vissulega ert þú skapaður í minni
mynd fyrst þú þorir að tala svona við mig. — Nú skulum
við breyta helvíti jarðarinnar aftur í paradís; við skulum í fje-
lagi útrýma öllum óþrifum af himni og jörðu.
Upp frá þessu skal rautt vera litur þinn.«