Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 102
104
KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR
[Rjettur
lendur 1914 voru samtals 16,5 milj. ferkílómetrar að stærð með
437,5 mil. íbúum. Maður getur gert sjer nokkra hugmynd um
ástandið þegar þess er gætt, að örlítil klíka innan þessa til-
tölulega fámenna hóps (hinna 437,2 mil. heimalandanna) hirðir
meginhluta gróðans af öllum atvinnurekstri í heiminum. Gróði
iðnaðarauðmannanna streymir nú úr öðrum heimsálfum inn í
löndin. Peir eru nú ekki lengur háðir innlenda markaðinum.
Við þetta fjarlægist borgarastjettin bændurna. Einangrun borg-
arastjettarinnar frá vinnandi stjettunum, verkamönnum og bænd-
um, og ótti við byltinguna verður auðvitað til þess að aðall-
inn og iðjuhöldarnir nálgast hverjir aðra. Borgarastjettin var
þess ekki megnug, að fullkomna borgaralegu byltinguna og
alt fram að styrjöldinni miklu, ríktu leifar einveldisins, einkum
í Austur- og Mið-Evrópu.
Nú kemur heimsstyrjöldin mikla 1914; Austur- og Mið-
Evrópulöndin urðu verst úti. Hinar vinnandi stjettir gripu til
vopna og lögðu sumstaðar undir sig ríkisvaldið, en annars-
staðar neyddust valdhafarnir til að verða við háværustu kröf-
unum og lofa gulli og grænum skógum í kapp við bylt-
ingaflokkana. Þessi umrót voru í senn lokahríð borgaralegu
byltingarinnar og upphaf kommúnistísku þjóðfjelagsbyltingar-
innar. Hver urðu nú úrslitin og hvernig voru loforðin haldin?
I þeim löndum, sem borgararnir urðu ofan á í umrótum
þessum, neyddust þeir til að gera ráðstafanir til að útvega
landþurfa bændum jörð til ræktunar. I Rúmeníu og Ungverja-
landi t. d. var allmiklu landi útbýtt. En vonbrigði bænd-
anna urðu mikil. í fyrsta Iagi höfðu margir stórjarðeigendur
beinlínis hag af að selja ófrjóasta landið á þessum kreppu-
tímum. í öðru lagi fjekk allur fjöldinn svo lítið land, að ekki
nægði tíl að framfleyta fjölskyldunni sæmilega. í þriðja lagi
var verðið og vextirnir svo háir, að bændur sliguðust undir
skuldasúpunni og hagur þeirra batnaði hvergi. I Eystrasalts-
löndunum fór borgarastjettin kænlegast að. Þar hefur bændum
verið útbýtt landi í örsmáum skömtum og jafnan lofað meiru,
og þannig stöðugt Iátnir Iifa í voninni. — í síðasta hefti
»Rjettar« gerði jeg nokkra grein fyrir auðvaldsskipulaginu og