Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 40
42
TOGARAÚTGERÐIN
[Rjettur
mönnum er það sjálfsagt ljósast allra manna. Þeir hafa
haldið því fram, að útgerðin væri svo þýðingarmikill
þáttur atvinnulífsins, að þjóðfjelaginu bæri skylda til að
hlúa að henni, tryggja vöxt hennar og viðgang.
Og ekki verður heldur annað sagt, en að íslenska
þjóðin, bankar, Alþingi og stjórnarvöld hafi sýnt það í
verkinu, að þau viðurkenni þessa skyldu. Skal hjer drepið
á hið helsta, sem gert hefir verið til að ljetta undir með
þeim, sem teljast eiga og stjórna þessum stórvirkustu
framleiðslutækjum okkar:
Veltufje þjóðarinnar hefir síðari árin að langmestu leyti
runnið til stórútgerðarinnar beinlínis eða óbeinlínis og
til þeirra, sem verslað hafa með íiskinn. Þar sem nú
veltufjeð ekki er ótakmarkað, hefir afleiðingin orðið sú,
að aðrir atvinnuvegir, svo sem landbúnaður og smábáta-
útgerð, hafa orðið útundan og því eigi getað tekið þeim
framförum, sem ella hefði mátt og þjóðinni eru engu síð-
ur nauðsynlegar en einhliða vöxtur stórútgerðarinnar.
Þótt togaraútgerðin yfirleitt hafi þótt arðsöm eigendun-
um, þá fer þó jafnan svo, að menn eru misjafnlega slyngir
eða heppnir og hefir því komið fyrir, að einstök fjelög
hafa farið á höfuðið. Hluthafarnir hafa enga ábyrgð um-
fram hlutafje sitt og hafa því skellirnir jafnan lent á láns-
stofnununum, þegar illa hefir farið. Mestur hluti stór-
tapa bankanna hefir orðið á lánveitingum til útgerðar-
og fiskkaupmanna.
En það eru fleiri en bankarnir einir, sem hafa verið
örir á fje til stórútgerðarinnar. Enginn tekur til þess,
þótt þeir, sem auðgast hafa á útgerð, noti gróða sinn
og Iánstraust til þess að færa út kvíarnar. Slíkt er eðli-
legt og sjálfsagt, og sýnir jafnframt, að þeir hafa trú á
því, að þessi fyrirtæki sjeu gróðavænleg. Hitt kann að
vera sumum nokkurt undrunarefni, að embættismenn og
kaupmenn fjölmargir hafa einnig lagt gróðafje sitt og
sparifje til útgerðarinnar. Þetta örlæti hefir jafnvel gengið
svo langt, að ófáir bændur, sem auðgast hafa á búskap