Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 39
Rjettur]
TOGARAÚTGERÐIN
41
Pannig er búskaparlag okkar íslendinga, þannig notum
við þjóðarauðinn: fjármagnið og starFsorku þjóðarinnar.
Margur mun nú spyrja: Hvernig stendur á þessum
ósköpum? Hvers vegna eru allar þessar miljónir látnar
ónotaðar, skipin liggja aðgerðalaus og fólkið látið ganga
atvinnulaust veðurblíðasta tíma ársins?
Og útgerðarmenn hafa svarið á reiðum höndum: »Pað
borgar sig ekki að gera út; við töpum á því, og við höf-
um ekki efni á að gera út með tapi,« segja þeir. Þeir
kunna vel þann búmannssið, að berja sjer og forðast að
nefna gróða undanfarinna ára. Þeir eru Iíka oftast einir
til frásagna um efnahaginn, því að reikningar útgerðar-
fjelaganna eru almenningi lokuð bók.
Hjer skal ekkert um það fullyrt, hvort það hefði borg-
að sig fyrir útgerðarmenn að gera út í sumar. Margt
bendir til, að sæmilega hefði mátt borga sig að gera út
á síld. En hitt er víst, að fyrir þjóðina í heild sinni
hefði það verið hagur, að skipin hefðu gengið, jafnvel
þótt útgerðarmenn hefðu beðið nokkurt tap. Alt það,
sem fengist hefði fyrir aflann umfram aðkeyptar nauð-
synjar til skipanna og slit á þeim og veiðarfærum, hefði
orðið hreinn hagnaður fyrir þjóðfjelagið í heild sinni.
Engin skráð Iög skylda útgerðarmenn til að gera út.
Þeir eru þar alveg sjálfráðir. Þeir hafa að lögum rjett
til að hirða gróða góðu áranna og líka til að leggja skip-
unum og vísa fólkinu úr vistinni, þegar illa árar. Og
auðvitað nota þeir sjer þennan rjett sinn; þeir reka út-
gerðina í ábata skyni, en ekki til hagnaðar fyrir þjóðfje-
lagið eða í gustukaskyni við verkafólkið. Ef einhver
framkvæmdastjórinn færi að gera út með tapi til þess
eins, að firra fólk atvinnumissi og þjóðina tjóni, er hætt
við, að hluthafarnir myndu fljótlega segja honum upp
stöðunni.
Enginn heilvita maður neitar því, að þjóðin öll eigi
mikið undir því, hvernig útgerðin gengur, hvort togara-
flotinn liggur aðgerðalaus eða stundar veiðar. Útgerðar-