Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 124
Í26
FRA RUSSLANDÍ
[Rjettur
an frá 36° norður að 68° og vestan frá 26° og austur
fyrir 180°, eða h. u. b. yfir hálfa breidd jarðarinnar,
landflæmi, sem nær frá Finnlandi og alla leið austur
undir Ameríku, sunnan frá Persíu og Afghanistan og
jafnlangt til norðurs og suðuroddi Svalbarða, og nær
milli Noregs og Kína. Hugmyndin um skiftingu Rúss-
lands er gömul, yfir 100 ára. Sú hugmynd var þó ekki
alveg á sama hátt og skiftingin, sem nú er verið að
framkvæma af framleiðslunefnd rikisins (Gasplan). Grund-
völlur hennar er sá, að takmarka svæðin þannig, að
hvert þeirra framleiði aðeins eftir því, sem það er best
fallið fallið til samkvæmt lands- og loftslagi og skifti svo
á framleiðslu við önnur svæði o. s. frv.
Gasplan skiftir öllu S. S. S. R. í 21 svæði (»rajonny«,
»oblastj«), sem svo aftur skiftist í smærri og smærri
deildir (»oblastj« í »okrug« og »okrug» i »volostj«), en
undirskiftinguna framkvæma sjerstakar nefndir á staðnum.
Af þessum 21 svæði eru 12 í Evrópu og 9 í Asíu. Með
þessari skiftingu er afnumin gamla skifting Rússlands í
Iandsstjórnarumdæmi (gubernii), en hin þjóðlegu landa-
mæri lýðveldanna haldast. Skiftingin er sem hjer segir:
1 Norðvestur-svæði
2 Norðaustur-svæði
3 Vestur-svæði
4 Iðnaðarsvæði í mið-Rússl.
5 Vetluga-Vjatka-svæði
6 Ural-svæði
7 Suðvestur-svæði
8 Námusvæði suður-Rússl.
9 Mið-svörtu-moldar-svæði
10 Mið Volgu-svæði
12 Kavkas-svæði
13 Vestur-Síberíu-svæði
14 Jenissei-svæði
15 Kusmetsk-Altai-svæði
lö Lena-Bajhae-svæði
17 Jakuta-svæði
18 Fjær-austur-svæði
19 Vestur-Kírgísasvæði
20 Austur-Kírgísasvæði
21 Turkestan-svæði.
11 Neðri Volgu-svæði
Pegar er farið að koma þessu í framkvæmd. Fyrst var
Ural-svœðið tekið til meðferðar. Pað var árið 1923. Pað
er aðallega námugraftarsvæði. Auk þessa er mikið skóg-
arhögg (43% alls svæðisins er skóglendi) og landbún-