Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 33
Rjettur]
AUÐU SÆTIN
35
dýpra og dýpra. Stunur hans urðu æ hærri og hærri. Einn
góðan veðurdag urðu þær að svo sáru angistarópi, að guð
almáttugur rumskaðist og lyfti höfði frá koddanum.
»Ouð minn, guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig?* heyrð-
ist hrópað í dauðans örvæntingu niður á jörðunni. Guð
þekti þar raust sonar síns. Önnur rödd, sem guði fanst að
hann mundi hafa heyrt einhvern tíma í öndverðu, svaraði í
kulda og kersknisróm: »Ef þú ert guðs son, þá hjálpaðu
sjálfum þjer.«
Guð almáttugur draup höfði og hallaði sjer aftur út af í
skýjunum. Hann var ekki búinn að sofa út.
III.
Þúsund ár liðu og þúsund betur, Einn góðan veðurdag
vaknaði droltinn og var nú búinn að hvíla sig. »Nú ætla
jeg að fara að sjá, hvernig sonur minn hefir rækt skyldur
sínar,« sagði hann, sparkaði frá sjer þykku ullarskýjunum og
steig niður til jarðar.
Þar var ekki greiður gangur. Par úði alt og grúði í ill-
gresi og óþrifum. Árnar úr paradis, sem einu sinni voru
silfurtærar, lágu nú eins og þefill skolpræsi eftir ömurlegum
dölunum. Sleikjulegar verur komu niður á árbakkana, löptu
skolpið úr ánum og sögðu: »F*etta er úrgangurinn frá úlf-
inum óseðjandi. Guði sje lof fyrir úlfinn óseðjandi. Hann
heldur í okkur lífinu!«
Konur og börn lágu á hnjánum á ökrunum. Pau voru
þreytuleg, mögur og niðurlút. »Hvað eruð þið að gera,
vesalingar?® spurði drottinn.
»Við sáum og uppskerum fyrir úlfinn óseðjandi,« sögðu
þau. »F*egar hann er í góðu skapi, lofar hann okkur svo
að horfa á, þegar hann er að eta. Tefðu ekki fyrir okkur,
því að þá verður hann reiður.«
»Hver er hann þessi úlfur óseðjandi?« spurði guð almátt-
ugur, og röddin bar það með sjer, að hann kveió svarinu.
• F’ekkirðu hann ekki? Hann hefir svínshöfuð og úlfsmaga.
3*