Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 47
Rjettur]
TOGARAÚTGERÐIN
49
og óumflýjanlegt er að selja strax og komið er til Eng-
lands fyrir hvað sem er.
Aðrar þjóðir sjóða mikið niður af fiski. Ekki er ólík-
legt, að það ætti einnig að geta borgað sig hjer.
Niðursuðuverksmiðjur, kæliskip, íshús og verksmiðjur
til að vinna úr fiskiúrgangi, alt kostar þetta stórfje og
er því ofvaxið hverjum einum útgerðarmanni, enda því
aðeins nóg að gera fyrir þessi fyrirtæki, að þau fái afla
frá mörgum skipum. Sama máli gegnir um að hafa fisk-
stöðvar víða um land og að gera dýrar tilraunir og rann-
sóknir til endurbóta á veiðiáhöldum og aðferðum; alt er
þetta ofvaxið hverju einstöku fjelagi eða útgerðarmanni.
En með fullkominni samvinna allra útgerðarmanna undir
sameiginlegri yfirstjórn, ætti þetta að vera vel kleyft fjár-
hagslega. Auðvitað munu margir syngja gamla barlóms
og fátæktarsönginn og segja, að við getum þetta ekki,
höfum ekki efni á því. En sannleikurinn er sá, að við
höfum ekki efni á að láta það ógert.
Venjulegur veiðitími togaranna undanfarið hefir verið
um 9 mánuðir á ári hverju; ísfisksveiðarnar hafa verið
stundaðar frá því snemma á haustin og fram til miðs
vetrar, en síðan saltfisksveiðar fram á vor og sumar.
Miðpartinn úr sumrinu hafa flesíir togararnir látið ónot-
aðan hin síðari ár, aðeins örfáir farið til síldveiða. Ef
togararnir alment tæku upp síldveiðar að sumrinu, myndi
það lengja veiðitíma þeirra um lijer um bil 2 mánuði á
ári.
Síidveiðin er nú af flestum talin áhættuspil og ástæð-
an sú, að síldarverslunin er og hefir verið í megnasta
ólagi. Má með sanni segja, að »hin frjálsa verslun« með
síldina hafi J>ví nær riðið þessum atvinnuvegi að fullu.
Alþingi síðasta viðurkendi þetta með því, að heimila
stjórninni að gefa einu fjelagi einkarjett til að flytja út
og selja saltaða síld og kryddaða, og útgerðarmenn ját-
uðu þetta líka með því að samþykkja, að stofna til fje-
lagsskapar í þessu skyni. Pví miður var þar stóru skrefi
4