Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 114
116 YFIR EYÐIMÖRKINA [Rjettur
Eitt af mikilvægustu skilyrðunum fyrir því að við get-
um verið nýtir menn og sannir þegnar guðsríkisins, er
það, að við skiljum köllun okkar sem leitendur nýs lands,
sem guð hefur fyrirbúið þjóðunum í löndum framtíðar-
innar hjer á jörðu, þar sem meiri eru skilyrði til ham-
ingjusamra lífdaga og þar sem mannúð og drenglyndi
eru betur vernduð og eiga betri gróðurskilyrði en í
þjóðlífi okkar tíma. Vera má, að nútíminn leggi okkur
enga helgari skyldu á herðar en þá. Og sannarlega mætt-
um við öll kappkosta að verja á þann hátt æfidögum
okkar, að af síðasta sjónarhóli þessa lífs mættum við sjá,
að fyrir okkar tilstilli hefði sú kynslóðin, er við tilheyrum,
færst nær landinu, »þar sem sannleikur ríkir og jöfnuður
býr«. Guð gefi, að barátta lífs okkar verði alla daga svo
óeigingjörn, að við ljetum okkur það minstu skifta, hvort
við þyrftum að kveðja líf okkar á eyðimörku ýmiskonar
erfiðleika, heldur litum einkum á hitt, að komandi kyn-
slóðir stæðu betur að vígi með að komast til þeirra
bygða, þar sem skilyrði eru meiri til hverskonar farsæld-
ar, — þar sem enginn er kúgaður í btindri og mann-
úðarlausri samkepni um lífsgæðin, — þar sem ekki líðst
að henda þeim, sem þróttminstir eru, út í skuggahverfi
lífsins, — þar sem jafnrjettis- og bræðralagshugsjónin
situr í öndvegi, — þar sem trygður er friður á landi
rjettlætis, víðsýnis og mannúðar.