Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 152
154
RITSJÁ
[Rjettuf
og hrynur til grunna. — Hafi hann þökk fyrir; hann tekur í sama
strenginn og Heine og Þorsteinn hafa tekið fyr. Það er bæði skáld-
Iega og drengilega gert.
E. O.
Gunnar Benediktsson: Við þjóðveginn.
(Skáldsaga). Akureyri 1926.
Þessi höfundur er þegar kunnur orðinn af sögum sínum og fyrir-
lestrum. Síðasta saga hans »Niður hjarnið« einkendi sig að góðu,
einkum að því, hve djarflega þar var tekið máli hinna föllnu og
fyrirlitnu í þjóðfjelaginu og hve ófeimnislega var flett ofan af ýmsu
því, er viðgengst í siðferðislífi nútímans. Hjer hefur höfundur stigið
spori lengra. Bók þessi er bein árás á núverandi þjóðfjelag. Það er
vægðarlaust flett ofan af hinni ógurlegu stjettaskiftingu, sem hefur
myndast í bæjunum, lesendum jafnt sýnt inn í kjallaraholur fátækl-
inganna sem veislusali embættis- og auðmanna, síðan rakin jafn
greinilega orsökin til fátæktar vinnandi stjettanna og auðæfa yfir-
stjettanna — sem verður hin sama, því næst er söguhetjan látin
reyna hvernig jafnvel miskunnsemi og hjálpsemi fær engu áorkað,
uns það í lok sögunnar tekur að renna upp fyrir henni sem eina
ráðið að »drepa ræningjana« — þ. e. burtnema orsakirnar til ör-
birgðarinnar annarsvegar og óhófsemi hinsvegar, afnema ójöfnuð
auðsíns og lífskjaranna, sem veldur spillingunni á báða bóga. Höf-
undur kemur víða við og ýtir þarflega að ýmsum kaunum, en fyrst
verið er að takaáþeimá annað borð hefði vel mátt stinga betur á,
þótt svo mörgum hefði ofboðið það, sem út kom. En það á hann
ef til vill eftir. — Höfundur er stórvirkur og hraðvirkur, en ekki að
sama skapi vandvirkur — og því marki eru fleiri brendir. Hann
kemur ekki fram sem Iistamaður, sem ætlar að skapa listaverk
listdómendum og listelskum lesendum síðari tíma til skemtunar,
heldur sem siðabótamaður, byltingamaður, ádeiluskáld, sem eigi
hirðir um að prýða örvar þær, er hann skýtur, — en hugsar mest
um að þær hitti; hann vill tala til nútímans, hann vill taka skáld-
skapinn í þjónustu mannsandans til að »Iækna þjóðfjelagsmeinin«,
eins og Gestur og realistarnir heimtuðu. — Og oss er þörf á slíku
nú; það er auðvitað best að listin og ádeilan fari sem mest saman,
en þó svo sje ekki þá er ádeilan samt góð; hún þarf bara að verða
því hvassari — og það skortir þessa bók einna helst, þótt ýmsir
muni undan henni kvarta.
Höfundur lýsir undirstjettunum að nokkru leyti; hann sýnir eymd
þeirra og undirokun, en hinsvegar aðeins lítið kraft þann, sem
þessi kúgun skapar hjá þeim. Síðast virðist þó sem birti af degi,
er ungur eldheitur jafnaðarmaður kemur fram á sjónarsviðið og