Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 83
[Rjettur UM ÞJÓÐNYTINGU 85
stefnunni og verkalýðnum byr undir báða vængi. (Jndir
þessum aðstæðum sáu forystumenn jafnaðarmanna víða
um lönd, að þeir stóðu augliti til auglitis við vandamál
og úrlausnarefni, er taka þurfti ákvarðanir um, fyr en
ráð hafði verið fyrir gert. Af þessum þjóðfjelagsástæðum,
sem óvænt höfðu stórlega hraðað rás viðburðanna, urðu
jafnaðarmenn víða að færa kenningar stefnu sinnar yfir
í veruleikann og ákveða með hvaða hætti best yrði fram-
kvæmd krafan um þjóðnýtingu, í þjóðfjelaginu, eins og
því nú er háttað.
Með því að jafnaðarmenn höfðu ekki til skamms tíma,
komið fram með ákveðnar, sundurliðaðar og sjergreindar
tillögur um fyrirkomulag þjóðnýtingar, urðu þeir í skyndi
að koma fram með slíkar tillögur. Pað má þéssvegna
ekki undra neinn, þegar litið er til þess, hvað hjer er
stórvægilegt mál á ferðum, þó fyrirætlanirnar um þjóð-
nýtingarskipulagið bæru nokkurn tilraunablæ, og að
skipulagskenningarnar yrðu talsvert á reiki, og hefðu
keim af því, að undirbúningurinn væri eigi svo fullkom-
inn sem skyldi, ekki þó að því leyti, sem snerti mark-
miðið sjálft, heldur um leiðirnar og aðferðirnar til þess
að ná því. Auk þess má benda á það, að í landi því,
þar sem þjóðnýtingartilraunirnar hafa aðallega farið fram,
var högum svo háttað, að þjóðin hafði átt í geigvæn-
legum ófriði og beðið ósigur, fjárhagur allur í kaldakol-
um, svo engan skyldi kynja, þó marga erfiðleika þyrfti
að yfirvinna, til þess að skipuleggja hið nýja fyrirkomu-
lag framleiðslunnar.
Tilraunir þær til þjóðnýtingar, sem framkvæmdar voru
í Austurríki, Þýskalandi og Rússlandi, fóru fram á mjög
óhagstæðum tímum, svo af þeim er ekki unt að ráða
neitt, um kosti eða lesti þessa fyrirkomulags.
En þessar tilraunir til þjóðnýtingar, sem framkvæmdar
hafa verið, löggjöf sú, er samin hefur verið um þessar
framkvæmdir, og alt sem hefur verið ritað og rætt um
þetta merkilega mál, hefir vakið geysi athygli, einnig í