Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 108
iio KOMMUNÍSMINN OG BæNDUR [Rjettur
því að skipuleggja hina dreifðu framleiðslukrafta og koma
upp nýtísku stórframleiðslu. Og þeim hefur þegar orðið all-
mikið ágengt. Stærsta áhugamál Lenins, síðustu árin sem hann
lifði, var raflagning sveitanna, og flokkur hans Ieggur alla stund
á að koma því í framkvæmd. Hið atvinnulega samtakaform
bændanna eru samvinnufjelögin, þau eru leiðin yfir til sósíal-
ismans í landbúnaðinum. Síðan byltinguna hafa samvinnu-
fjelögin rússnesku færst svo í aukana, að slíks eru engin
dæmi. Mikill hluti bænda hefir bundist samtökum í kaupfjelög-
um, framleiðslusamvinnufjelögum, samvinnulánastofnunum o.
s. frv. og öll þessi samtök njóta hlunninda, stuðnings og leið-
sögu ríkisvaldsins. 1913 voru meðlimir kaupfjelaganna 1,8
mil., nú hafa þau meira en 10 miljónir meðlima.
»Einn mótorplógur beinir landbúnaðarþróuninni meir inn á
byltingabrautina en þúsund »agitatorar«, segir Rykov eftirmað-
ur Lenins. Samvinnumaður rússneskur segir svo frá: Sam-
vinnufjelag bænda keypti mótorplóg. Nú var fyrsta spurningin
hvort plægja skyldi alla akrana í sameiningu eða hvern út af
fyrir sig. Hið síðarnefnda var auðvitað heppilegra. Þegar búið
var að plægja, var næsta spurningin hvort nú skyldi skifta
upp hinni plægðu jörð, eða sá sameiginlega og skifta svo
uppskerunni. Og er uppskerunni var lokið, hvort skifta skyldi
strax, eða fyrst eftir að kornið væri þreskjað. Næsta viðfangs-
efnið var svo hvort nú skyldi skifta korninu eða hvort sam-
vinnufjelagið skyldi koma því í verð og skifta svo andvirðinu.
Þegar nú allur þorri smábænda og meðalbænda hefur bund-
ist samvinnufjelagsskap og þeir eru farnir að rækta jörðina í
stórum stíl, með nýtískuaðferðum, er takmarkið í nánd. Stór-
bændurnir, sem nú eru aðeins 3—4°/o rússneskra bænda, ein-
angrast, og hljóta fyr eða síðar að sogast inn í hina sócial-
istisku stórframleiðslu-hringiðu eins og allir smærri atvinnu-
rekendur.
Að endingu nokkur orð um skipulagsmál bænda í auð-
valdsríkjunum. Það þarf ekki að fjölyrða um þá örðugleika,
sem eru á því, að safna bændum í föst samtakaform. Fyrst
og fremst er kommúnistaflokkunum skylt að starfa í þeim