Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 63
Rjettur] ÍSLENSK LÝDRJETTINDÍ 65
svo er ekki, verður hún að tryggja bandamönnum sínum
í sjálfstæðisbaráttunni þau rjettindi, er þeir krefjast, til að
kljúfa ekki liðið. En á stríðsárunum koma þó hinir and-
stæðu hagsmunir stjettanna greinilega í Ijós og hjálpar
það til þess, að farið verður að binda enda á sjálfstæð-
isbaráttuna til þess að snúa sjer að innanlandsmálefnum
þeim, er úrlausnar bíða. Og þegar sjálfstæðisbaráttunni
er lokið, þá er takmarki borgarastjettarinnar náð. Hjá
henni hverfur nú framsæknin fyrir íhaldsseminni, og í
stað baráttunnar gegn Dönum kemur nú deilan við verka-
menn og bændur. Aðallega á þetta þó við þá stórborg-
arastjett, er nú hefir myndast í bæjunum við vöxt iðn-
aðar og verslunar; hinsvegar er smáborgarastjettin reikul
í ráði og í vandræðum með að taka afstöðu. Pó hættir
henni við að fylgja stórborgarastjettinni, þegar á herðir.
Afleiðingin af þessari breytingu á baráttu þjóðarinnar
verður nú sú, að skriður sá, er kominn var á framsókn
þjóðarinnar á öllum sviðum, stöðvast; rjettindi þau, er
áður fengust næstum baráttulaust, kosta nú harðar deilur
og fást jafnvel ekki. Það má telja það hepni mikla, að
almennur kosningarjettur og kvenrjettindin skuli hafa kom-
ist í gegn fyrir 1918, þvíað ekki er að vita, hve vel hefði
gengið að fá þau rjettindi síðar, því að nú fæst aldurs-
takmark kosningarjettarins ekki fært niður, verstu göllum
kjördæmaskiftingarinnar ekki breytt og styrkþegum bæj-
arsjóða eigi veittur kosningarjettur. — En hitt er öllum
vitanlegt, að ekki hefði foringjum sjálfstæðisbaráttunnar
dottið í hug að meina æskulýð landsins þátttöku í kosn-
ingum, eða svifta nauðstadda fátæklinga mannrjettind-
um sínum.
En það er ekki nóg með að íhald það, sem nú hefir
náð yfirhöndinni á stjórn landsins, hindri þannig frekari
framfarir. Það stofnar og lýðrjettindum þeim, er þegar
var aflað, í hættu. Óbeinir skattar hafa fyrir tilstyrk þess
aukist óhæfilega, öllum fátækari þjóðfjelagsborgurum til
stórtjóns. Sköttunum er skelt á þá, er síst geta borið
5