Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 81
Rjettur) UM ÞJÓÐNYTINGU S3
ing gæti nægilega mótað hugsunarhátt þeirra og fram-
ferði.
Eftir að uppreistaröldurnar hófust hjer í álfunni árið
1848, tóku hugsjónir jafnaðarstefnunnar að breiðast út
meðal verkalýðsíns í meginlandi Evrópu. Jafnaðarmanna-
flokkar verkalýðsins, er stofnaðir voru á síðari hluta 19.
aldarinnar, urðu bráðlega, sjerstaklega í öllum iðnlönd-
unum, áhrifamiklir í öllum þjóðfjelags- og atvinnumálum.
F*að sem fyrst og fremst gaf flokkum þessum byr undir
báða vængi, var hin hraðfara þróun auðmagnsins, jafn-
hliða því sem smálandbúnaðurinn varð aftur úr, í sam-
anburði við iðnað og verslun, en með því óx hröðum
skrefum, fjöldi hins lágt launaða og eignalausa verkalýðs,
sá flokkur manna, sem alment er nefndur öreigar (PrOletar).
Enn með aukinni mentun alþýðu og vaxandi bóka- og
blaðaútgáfu, vaknaði verkalýðurinn til umhugsunar um
stjettahagsmuni sína, og gerðist óánægður um kjör sín
og allan aðbúnað. Og að lokum voru það þeir Karl
Marx og Friedrich Engels, sem með útgáfu »Kommúnista-
ávarpsins« árið 1848, drógu upp skýrar línur fyrir stefnu
og markmiði verkalýðsins, og lögðu grundvðllinn að
hinum alþjóðlegu samtökum hans og baráttunni fyrir
bættum lífskjörum og breyttu þjóðfjelagi.
Pessari stjórnmálahreyfingu óx svo ásmegin við það,
að samhliða henni var stofnað til iðnfjelaga og sam-
vinnufyrirtækja, í samræmi við hinar vísindalegu kenn-
ingar Marx og Engels um baráttusvið og stefnumark
jafnaðarstefnunnar. Hinir nýrri rithöfundar og fræðimenn
jafnaðarstefnunnar sneru nú að mestu leyti bakinu við
hinum sundurgreindu og þokukendu kenningum fyrir-
rennara sinna, en lögðu alla áherslu á að gagnrýna
auðvaldsskipulagið og benda á hina mörgu og miklu
galla þess og áþján fyrir verkalýðinn.
Ástæðan fyrir þessari neikvæðu aðferð er augljós. í
andstöðu við fyrirrennara hinnar eiginlegu jafnaðarstefnu,
6*