Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 147
Rjettur]
BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN
149
Frá Suður-Ameríku,
Við íslendingar höfum nú á síðustu tímum dregist svo inn
í hringiðu heimsverslunarinnar, að okkur er nauðsyn á að
kynnast sem best flestum þeim Iöndum, er við óbeint stönd-
um í sambandi við. »Rjettur« hefur undanfarið dálítið kynt
lesendum sínum ástand það, sem ríkir í Asíu, einkuni á stjórn-
málasviðinu, því þar virðast mikil tíðindi í aðsigi. Nú vill
hann kynna þeim dálítið ástandið í Suður-Ameríku, einkum á
framleiðslunni, því í þeim löndum virðast búa ógurlegir ónot-
aðir kraftar, og framleiðsla þessara landa snertir oss óbeint þó
nokkuð.
Þungamiðja heimsframleiðslunnar hefur að miklu leyti færst
frá Evrópu til Ameríku. Við það vex mikilvægi Suður-Ameríku
fyrir heimsframleiðsluna, enda bíða þar og í Kína mest ónot-
uð auðæfi í jörðu.
Suður-Ameríka er mjög heit álfa, meðalhiti á stórum svæð-
um 25°, vinna þar því afarerfið Norðurálfubúum. Álfan er 19
miljónir ferkm. að stærð, en íbúar aðeins 66 milj. Framtíðar-
möguleikarnir eru hinsvegar svo stórfeldir, að Penck, hinn
frægi þýski landfræðingur, áleit mega framleiða þar lífsnauð-
synjar handa 2000 miljónum manna. En mestalt landið er
ónotað, annarsstaðar er stórum svæðum skift upp á milli ein-
stakra manna og auðfjelaga. Svo er ástandið og í Mið-Ameríku
og Mexiko. Sumar jarðeignir einstaklinga þar eru jafnstórar
Hollandi og Belgíu til samans. Innfædda alþýðan hefur verið
beitt hörku mikilli og kúgun af hálfu útlendinga og stjetta-
skifting er þar mjög mikil, djúpið á milli verkalýðsins annars-
vegar og stórjarðeigenda og auðmanna hinsvegar er ógurlegt,
en næstum engin miðstjett til. Rrælahald hjelst í Brasilíu fram
til 1887 og helst víða ennþá grímubúið, þannig að verkamenn
eru skuldugir atvinnurekendum og mega ekki fara frá þeim
fyr en skuldirnar eru greiddar. En ríkisvaldið er alveg í hönd-
um yfirstjettanna.
I öllum löndum Suður-Ameríku er afarmikil vöntun á auð-
magni. Það þarf því að fá fje erlendis frá. Rentur eru því
háar, frá 8 til 11%, sumstaðar 2 — 3% á mánuði. Arður