Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 88
90 UM ÞJÓÐNYTINGU [Rjettur
einu sinni hugtaksieg nauðsyn, að þjóðnýting nái til allrar
þeirrar framleiðslu, sem starfrækt er méð keyptu eða
leigðu vinnuafli. í þeim atvinnugreinum, sem notkun á
keyptu vinnuafli er svo hverfandi, að ágóði af aðfengnu
vinnuafli, er aðeins örlítill hluti af andvirði framleiðsl-
unnar, þannig að verkamennirnir fái næstum því eða
alveg sannvirði fyrir vinnu sína, og þá sjerstaklega ef að
sú atvinnugrein væri rekin undir opinberu eftirliti, er
þjóðnýting alls. ekki óhjákvæmileg, sjeð frá sjónarhól
jafnaðarstefnunnar.
Einka- og þjóðfjelagseignarjettur á framleiðslutækjunum
geta þannig samtímis átt sjer stað, án þess að meginregla
þjóðnýtingarinnar sje að nokkru rofin. Hvað langt eigi
að ganga í því að þjóðnýta framleiðslutækin, er þess-
vegna ekkert aðalatriði, heldur verður að meta það og
athuga út frá því sjónarmiði, sem haganlegast er, miðað
við staðhætti og atvinnulíf hvers lands, á þeim tímum,
þegar þjóðnýtingin er framkvæmd.
En til þess að ekki sje vikið frá höfuðtilgangi þjóðnýt-
ingarinnar, má ekki eingöngu takmarka hana við þau
framleiðslutæki, sem starfrækt eru og rekin, heldur verður
hún einnig að ná til framleiðslutækja þeirra, sem ekki
eru starfrækt, ef þau eru þess eðlis að hafa má af þeim
ágóða og hægt er að reka þau með hagnaði, eins og
t. d. ónotað land. Pjóðnýtingin verður því að ná til allra
þeirra framleiðslutækja, sem gefa eða geta gefið arð,
aðallega vegna aðfengins og keypts vinnuafls, hvort sem
þau framleiðslutæki eru starfrækt af eigendum þeirra,
eða öðrum, sem tekið hafa þau á leigu gegn ákveðinni
greiðslu, þannig að öll einkaleiga á framleiðslutækjunum
falli úr sögunni.
Rithöfundurinn Knut Wicksell hefir í bók sinni »Soci-
alistskaben och Nutidssamhallet« haldið fram þeirri skoð-
un, að jafnaðarmannaríki þyrfti ekki að banna söfnun
einstaklinga á vaxtabæru fje, því það væri til hagsmuna
fyrir þjóðfjelagið að örfa menn til þess að safna fje, sem