Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 55
Rjettur]
BRJEF TIL JUDDS
57
F*ú verður að viðurkenna það, Judd, að þú ett óvenjulega
vel settur af öldungum í verkamannastjett. Pú átt tvo jarð-
arskika og þrjú hús, svo að þú getur lifað að nokkru leyti á
Ieigu eftir fasteign. En hversu margir eru það í þinni stjetf,
sem því láni eiga að fagna. Líttu á skýrslur, sem gefnar eru
út af iðnaðarslysanefndinni í Kaliforníu núna í þe§sum mán-
uði: »Ein miljón menn og konur í Bandaríkjttnum urðu
óvinnufær síðastliðið ár, vegna slysa við iðnaðinn.< Setjum
svo, að verkamaðurinn geti gengið að vinnu í 40 ár, eins og
þú hefir gert, hve miklar líkur eru þá til, að hann sleppi
hjá slysum, sem gera hann óvinnufæran? Sjeu það 42 milj-
ónir, sem að meðaltali er hægt að veita arðberandi atvinnu,
þá kemur það í ljós, að það er aðeins einn af tuttugu, sem
sleppur við slys öll árin. En auðvitað valda ekki öll slysin
varanlegri örorku, mönnum batnar, og þeir leita vinnustöðv-
anna aftur, til þess að verða fyrir nýjum slysum. Slysafjöld-
inn jókst um 30°/o á árinu 1924, svo að þú sjerð, að lík-
urnar til að sleppa verða færri og færri.
F*að versta, sem fyrir þig kom, Judd, var kviðslit. En
hugsum okkur, að þú hefðir verið einn af þessum 21,232,
sem biðu bana á árinu, eða einn af 105,629, sem fyrir fult
og alt urðu að nteiru eða minnu leyti ófærir til vinnu, eða
setjum svo, að þú hefðir átt 8 börn í staðinn fyrir 2, eða að
konan þín, sem dó af slysi, hefði í þess stað orðið æfilang-
ur aumingi, sem þú hefðir orðið að ala önn fyrir. Dettur
þjer í hug, að þú eða erfingjar þínir ættuð nú þessa tvo
jarðarskika og þrjú hús, ef eitthvað af þessu hefði fyrir komið,
og ætli að þú eða þeir væru þá svona fastir í trúnni á öryggi
lífsins í Bandaríkjunum.
Líttu á, gamli vinur! Hjer eru nokkrar myndir, sem eru
teknar upp úr lífsábyrgðaskýrslum af »National City Bank« í
New-York, auðugasla bankanum í öllu landinu. Bankinn er
að reyna að telja fólkið á að kaupa sjer ábyrgð, svo að pen-
ingarnir komi aftur inn í Wall Street og hægt sje að leggja
þá inn í hið ægilega fjármálaspil. Bankinn tekur 100 menn,
25 ára gamla, og reiknar út hvers vænta megi um afkomu